Helgina 11.-12. Október var nóg um að vera hjá yngri flokkum Hamars í körfuknattleik. Í vetur eru flestir yngri flokkar hjá kkd Hamars í samstarfi við Hrunamenn og er það samstarf að virka virkilega vel þar sem það virðist vera að flestir flokkar hjá okkur passa mjög vel saman þannig að allir eru að fá verkefni við hæfi. Helgina 11.-12. október voru fjórir yngri flokkar að keppa á íslandsmóti og er óhætt að segja að farið hafi verið víða, Minni bolta stelpurnar fóru að Flúðum að keppa í A-riðli þar sem spila fimm sterkustu lið landsins í þeim aldurshópi og náðu þeim frábæra árangri að halda sér í A-riðli þrátt fyrir að vera flestar á yngra ári í þessum hópi. Strákarnir í 7. Flokk fóru í aðeins lengra ferðalag þar sem þeir keyrðu í Stykkishólm og spiluðu í B-riðli og enduðu í öðru sæti sem er líka mjög góður árangur. Stelpurnar í 9. Flokk fóru síðan í Borgarnes og spiluðu þar í C-riðli sem þær unnu og eru því komnar í B-riðil næst, frábært hjá þeim. Að lokum voru svo strákarnir í 10. Flokk að spila í C-riðli í Hveragerði þar sem þeir enduðu í öðru sæti og ná vonandi að komast upp í B-riðil næst. Eins og sést af þessari upptalningu þá er nóg um að vera hjá kkd Hamars og nóg framundan þar sem Hamar sendir tíu flokka til keppni á íslandsmóti körfuknattleikssambands íslands og þá eru ótalin þeir krakkar sem keppa á opnum mótum í 10 ára og yngri.
Minni bolti stúlkur A – riðill
Hrunamenn/Hamar 13 – 64 Njarðvík
Hrunamenn/Hamar 12 – 42 Keflavík
Hrunamenn/Hamar 14 – 57 Grindavík
Hrunamenn/Hamar 40 – 28 Grindavík b
7. flokkur strákar B – riðill
Hamar/Hrunamenn 17 – 50 Grindavík
Hamar/Hrunamenn 37 – 30 Snæfell
Hamar/Hrunamenn 25 – 45 Njarðvík
9. flokkur stúlkur C – riðill
Hrunamenn/Hamar 35 – 25 ÍR
Hrunamenn/Hamar 39 – 20 Skallagrímur
10. flokkur strákar
Hamar/Hrunamenn 32 – 45 Skallagrímur/Reykdælir
Hamar/Hrunamenn 58 – 47 Afturelding