Í vetur ætlum við að setjast niður með leikmönnum og þjálfara Hamars og spyrja þá spurninga yfir einum kaffi bolla. Nú er röðin komin að Ísaki Sigurðarsyni, 16 ára dreng sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Staða: Framherji/Miðherji

Happatala: 11

Versti fatastílinn: Allir í liðinu nema ég

Erfiðasti andstæðingurinn: Örn

Ef þú mætir velja einn til þess að blokka fara í hraðaupphlaup og troða í andlitið á, hver væri það? Diddi eða Rúnar

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég mætti í kosýfötum í afmæli

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er 110 kg eftir góða máltíð

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik eða æfingu:
Í preseason-inu spiluðum við tvo æfingaleiki við fsu. Í fyrsta leiknum erum við að tapa með einu og lítið er eftir af leiknum. Þá kemur Diddi aka Mr. Clutch og hendir í einn mid range jumper sem var ekkert annað en bara net og gefur okkur eins stigs forskot þegar innan við 5 sek eru eftir = sigur. Dagarnir líða þangað til það er komið að næsta leik. Í þeim leik var mikil hiti. Orðið bangsímon fèkk að renna af tungum Hamarsmanna og var leikurinn stál í stál fram að seinustu sekúndu (Enda fsu fullsvekktir að hafa fengið þennan jumper frá Didda í grillið á sèr í seinasta leik). En það er ekki frá sögu færandi nema hvað, við erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrri leiknum. Við erum undir með einu, lítið er eftir og við erum í sókn. Á einhvern æðislegan hátt endar Diddi á nákvæmlega sama stað og síðast, með boltann, tekur skot, klukkan syngur og svo SPLASH. Diddi var búinn að vinna leikinn með flautu körfu og það hefði mátt halda að hann hafi gert þetta áður

Hverjir verða íslandsmeistarar í körfuknattleik? KR karlameginn og Skallagrímur kvennamegin

14610930_10154370203096049_6447895985871744482_n