Hérðasmót HSK í sundi fór fram þann 6. júní síðastliðinn hér í Hveragerði og mættu keppendur frá tveimur félögum til leiks, frá Hamri og Selfossi. Leikar fóru þannig að Selfoss vann liðakeppnina með 118 stig en Hamar fékk 84 stig.
Guðjón Ernst Dagbjartsson frá Hamri var stigahæsti sundmaðurinn með 21 stig en hann sigraði í 3 greinum.
Allir þátttakendur stóðu sig með miklum sóma og var gaman að sjá hve margir unnu persónulega sigra þarna á mótinu. Yngstu krakkarnir í Hamri voru mörg að stíga sín fyrstu skref á sundmóti og fengu þau öll þátttökuverðlaun. Þeir krakkar sem voru 11 ára eldir í Hamri syntu svo til stiga og fengu mörg verðlaun og sýndu miklar framfarir. Það verður gaman að fylgjast með öllum þessum frábæru krökkum í Hamri í náinni framtíð.
Sunddeild Hamars þakkar öllum þeim sem komu að þessu móti og lögðu hönd á plóginn, keppendur, sjálfboðaliðar og starfsmenn sundlaugarinnar í Laugaskarði.
Myndir frá mótinu má sjá á fésbókarsíðu Sunddeildar Hamars: