Íslandsmót öldunga í badminton fór fram í Strandgötunni í Hafnarfirði dagana 17. – 18. nóvember í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Spilað var í flokkum 35+ og uppúr í 15 greinum. Alls tóku 47 leikmenn þátt frá fimm félögum, TBR, BH, UMFA, KR og Hamri. Hamar átti einn fulltrúa að þessu sinni og náði Hrund Guðmundsdóttir í úrslit í tvenndarleik 35 – 49 A og tvíliðaleik 45 – 54 A. Hamar sendir vonandi fleiri meistara til að spila í þessu skemmtilega móti á næsta ári. Öll úrslit leikja og myndir má finna hér.

