Blakdeild Hamars sendir 3 lið til keppni í Íslandsmótinu í blaki. Karlalið keppir í 1.deild (næstefstu), Og kvennaliðin Hamar A í 2. deild og Hamar B í 5. deild. Deildakeppni karla er leikin heima og heiman en kvennaliðin leika í turneringaformi. Mótið fer vel af stað hefur karlaliðið sigrað tvo leiki af þremur. Hamar A kvenna er í 2-3 sæti af 9 liðum eftir fyrstu turnernngu sem fram fór á Ísafirði og Hamar B lék á Siglufirði þar sem 2 leikir unnust og 2 töpuðust helgina 8.-9. nóv.