Hamar spilaði sinn síðasta leik í Lengjubikarnum s.l Föstudag. Hamar tók á móti Vatnaliljunum á selfossvelli. Með sigri gátu Hamarsmenn komið sér á topp riðilsins og áttu þá möguleika á að komast í úrslitakeppni Lengjubikarsins. Fyrir leikinn voru Hamar í öðru sæti með 7 stig og Vatnaliljurnar með 4 stig í fimmta sæti.

Hamarsmenn breyttu aðeins um áherslur frá síðustu leikjum og voru að prófa aðra hluti fyrir átökin í sumar. Hamar voru betri aðilli leiksins í byrjun og áttu nokkur mjög hættuleg færi sem þeim tókst ekki að nýta. Vatnaliljurnar fengu líka ágætis færi í fyrri hálfleik sem Nikulás varði vel. Staðan í hálfleik var 0-0 þrátt fyrir mörk marktækifæri Hamarsmanna. Í byrjun seinni hálfleiks var leikurinn í jafnvægi, en á 55. mínútu komust Vatnaliljurnar yfir með skrítnu marki þar sem línuvörður og dómari voru ósammála um hvort um rangstæðu hafi verið að ræða. Eftir þetta virtust Hamarsmenn vera pirraðir og bitnaði það á leik þeirra. Á 68. mínútu skoruðu svo Vatnaliljurnar sitt annað mark og staðan orðin 0 – 2. Á 71. Mínútu náði svo Arnar Þór að skora gott mark eftir flotta stungusendingu frá Frissa. Á þessum tímapunkti voru Hamarsmenn líkir sjálfum sér og voru farnir að spila fínan fótbolta. Hamarsmenn gerðu svo allt til þess að reyna jafna leikinn og voru komnir með liðið sitt framarlega á völlinn. Þeim tókst hinsvegar ekki að koma boltanum í mark Vatnaliljana. Á 86. mínútu kláruðu svo Vatnaliljurnar leikinn með þriðja markinu. Lokatölur 1-3 fyrir Vatnaliljurnar.

Hamar - Vatnaliljur

Indriði spilaði í hjarta varnarinnar

Hamar - Vatnaliljur 4

Hafþór Vilberg spilaði á miðjunni, en þurfti að fara útaf rétt fyrir hálfleik vegna meiðsla.

 

Strákarnir léku ekki sinn besta leik, en áttu þó ágætis kafla í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta nógu vel. Nú er Lengjubikarnum lokið og styttist í að alvaran hefjist. Hamar fengu 7 stig í keppninni sem er nokkuð ásættanlegt. Tveir sigrar, tvö töp og eitt jafntefli. Hamar eiga leik bikarkeppni KSÍ 2. Maí. Þá munu strákarnir taka á móti 3.deildar liði Kára frá Akranesi. Leikurinn mun fara fram á gervigrasinu á Selfossi þar sem Grýluvöllur verður ekki tilbúinn. Strákarnir munu svo hugsanlega spila einn æfingaleik áður en sá leikur fer fram.

Byrjunarlið Hamars:

Markvörður: Nikulás

Varnarmenn: Ásgeir – Tómas Aron – Indriði – Aron Karl.

Miðjumenn: Ölli – Hafþór Vilberg – Máni

Kantmenn: Logi Geir – Arnar Þór

Framherji: Kristinn Aron.

Skiptingar:

40. mín Hafþór Vilberg (ÚT) – Frissi (INN)

45. mín Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

45. mín Aron Karl (ÚT) – Hafsteinn Þór (INN)

63. mín Ásgeir (ÚT) – Friðbjörn (INN)

79. mín Kristinn (ÚT) – Brynjar Elí (INN)

88. mín Logi Geir (ÚT) – Jón Ingi (INN)

88. mín Arnar Þór (ÚT) – Bjarnþór (INN)