Fyrsta tap strákanna í 1. deildinni kom síðastliðin föstudag þegar þeir lágu fyrir Hetti á Egilstöðum 76-70. Fyrir vikið fór Höttur uppí fyrsta sætið með 8 stig eftir fimm leiki en Hamar er í öðru með 6 stig efttir fjóra leiki.
Strákarnir spiluðu ekki nægilega vel í leiknum á föstudag að undanskyldum fyrsta leikhlutanum þar sem liðið spilaði saman og hafði gaman af þessu. Því miður sýndi liðið ekki þann leik í næstu þremur leikhlutum og alltof margir leikmenn spiluðu undir getu. Þá var dómgæslan heldur ekki góð í leiknum og bar á miklu ósamræmi í dómum þó svo að það hafi ekki haft áhrif á úrslitin sem slík.
Þorsteinn Gunnlaugsson meiddist undir lokinn í leiknum og óvíst er hvort hann nái næsta leik en við krossum fingur og vonum það besta!
Stigahæstir í leiknum Þorsteinn Gunnlaugsson 19 stig og 7 fráköst, Julian Nelson 17 stig og 8 fráköst en liðið þarf að fá miklu meira frá honum en hann sýndi í þessum leik, Örn Sigurðarson 16 stig og 7 fráköst.
Nú er lag fyrir Hamarsmenn að koma sterkir til baka því næsti leikur er annar toppslagur við Skagamenn sem hafa spilað vel undanfarið.
Áfram Hamar!