Posts

Nú í sumar velur Körfuknattleikssamband Íslands nokkra aldurhópa í mismunandi landsliðsverkefni. Eitt af þessum verkefnum er æfingahópur hjá krökkum fæddum 2002, svo vel stöndum við hjá Hamri að við eigum fimm krakka sem tóku þátt í þessu landsliðsverkefni helgina 11.-12. júní. Þetta voru þau Helga Sóley Heiðarsdóttir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, Guðjón Ingason og Arnar Dagur Daðason. Þessir flottu fulltrúar okkar Hamarsmann stóðu sig að sjálfsögðu öll virkilega vel og voru sjálfum sér og félaginu til sóma. Björt framtíð hjá þessum krökkum sem og körfuknattleiksdeild Hamars.

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur staðið fyrir tveimur körfuknattleiksnámskeiðum nú í sumar. Eldri hópurinn sem voru krakkar á aldursbilinu 7-10 bekkur grunnskóla voru á námskeiði frá 17. ,maí til og með 13. júní. Í lok námskeiðsins komu síðan tveir gestir í heimsókn sem bæði eru frábærar fyrirmyndir og skemmtilegir þjálfarar, þetta voru þeir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson sem báðir spila með íslenska landsliðinu og hafa líka báðir lagt stund á háskólanám með körfuboltanum. Þeir lögðu einmitt áherslu á það við krakkana að það skifti miklu máli að lifa heilbrigðu líferni, æfa vel en líka að það skifti miklu máli að leggja sig fram í námi. Flottir gestir og flottur endir á góðu námskeiði.

Æfingar verða þrisvar í viku á tímabilinu 18.05.2016 –  13.06.2016. Æfingarnar eru fyrir stráka og stelpur fædd ´03-´00 sem áhuga hafa á að bæta sig í körfuknattleik og verða æfingarnar sem mest miðaðar við einstaklinga og tækniþjálfun. Æfingar verða á mánudögum – miðvikudögum og fimmtudögum og hefjast alltaf kl 17.00 og standa í eina og hálfa klst.

Æfingagjald er 4000kr á barn og greiðist á staðnum.

Þjálfari á námskeiðinu er Daði Steinn og er hægt að frá frekai upplýsingar í síma 6901706

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur verið valin í 16 manna landsliðshóp drengja fæddir 2000 í körfuknattleik. Þetta eru frábærar fréttir fyrir körfuboltan í Hveragerði og sínir hvaða árangri er hægt að ná með dugnaði og elju, Björn Ásgeir er þarna að uppskera árangur þess að hafa verið einstaklega duglegur að æfa undanfarinn ár bæði með liðsfélögum og með miklum aukaæfing. Til hamingju Björn Ásgeir og körfuknattleiksdeild Hamars.

Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur þegið boð Niagara University um að spila með körfuknattleiksliði skólans næstu þrjú árin. Dagný Lísa verður á fullum skólastyrk við skólan sem spilar í fyrstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum og er eftir því sem við vitum best fyrsti leikmaður Hamars sem hefur fengið þennan styrk. Íþróttafélagið Hamar fagnar og samgleðs með Dagný Lísu að hafa náð þessum árangri og bendir um leið ungum iðkenndum á hvað hægt er að gera með elju og dugnaði eins og hún hefur sýnt allan sinn feril. Til Hamingju Dagný Lísa með frábæran árangur.

Það er óhætt að segja að strákarnir í 8. og 9. flokki karla hafi verið í smá basli í vetur, eftir að hafa spilað virkilega vel á síðasta tímabili er eins og liðið hafi engan vegin fundið taktin. Það er að segja þar til í febrúarmánuði, þvi í febrúarmánuði hafa þessir strákar spilað eina umferði í áttunda flokki og eina umferð í níunda flokki. Til að gera langa sögu stutta þá hafa strákarnir unnið alla sína leiki í febrúar og fóru því bæði áttundi og níundi flokkur upp um riðil. Sannarlega flottur árangur og loks eins og þeir séu farnir að spila af sömu getu og þeir voru að gera eftir áramót á síðasta tímabili. Vonandi er þetta bara byrjunin á góðum kafla hjá strákunum því þeir hafa svo sannarlega getu og hæfileika til að spila á meðal bestu liða landsins.

  1. flokkur

Hamar – Stjarnan  35:29

Hamar – Fsu  70:28

Hamar – KR  48:34

Hamar – ÍR  59:48

  1. flokkur

Hamar – Breiðablik  38:30

Hamar – Njarðvík  38:26

Hamar – Snæfell  44:42

Hamar – Þór Ak  35:24

Árlega veitir íþrótta og æskulýðsnefnd í Hveragerði þeim einstaklingum sem búsettir eru í Hveragerði og hafa náð góðum árangri í sínum íþróttagreinum viðurkenningu. Val þetta er jafnan kunngert á milli jóla og nýárs og að þessu sinni voru tveir einstaklingar sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknatteik. Dagný Lísa Davíðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur með yngri landsliðum íslands árið 2015. Einnig fékk Ragnar Nathanelsson viðukenningu fyrir góðan árangur með A landsliði íslands á Evrópumótinu nú í haust, í lokinn var svo tilkynnt hver hefði hlotið viðukenningu sem íþróttamaður Hveragerði árið 2015 og körfuknattleiksfólki til mikillar gleði var Ragnar valinn íþróttamaður Hveragerðis að þessu sinni. Körfuknattleiksdeild Hamars óskar þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.

Benedikt Guðmundsson þjálfari 16. Ára landsliðs körfuknattleikssambands íslands hefur valið 24 manna landsliðsúrtak. Þau ánægjulegu tíðindi komu þar að einn af okkar efnilegri strákum var valin til æfinga og auðvitað vonum við að honum gangi sem best þar og komist alla leið í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega strák, ekki nokkur vafi á að hann á eftir að veita okkur Hvergerðingum margar ánægjustundir í Frystikistunni.

Landsliðshópur U16

Alex Rafn Guðlaugsson · KR
Alfonso Söruson Gomez · KR
Arnar Geir Líndal · Fjölnir
Arnar Smári Bjarnason · Skallagrímur
Arnór Sveinsson · Keflavík
Aron Ingi Hinriksson · Snæfell
Benjamín Þorri Benjamínsson · Þór Þorlákshöfn
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Brynjar Atli Bragason · Njarðvík
Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir
Danil Kirjanovski · KR
Einar Gísli Gíslason · ÍR
Elvar Snær Guðjónsson · Keflavík
Guðlaugur Hrafn Kristjánsson · Breiðablik
Hafsteinn Guðnason · Breiðablik
Hermann Gestsson · Haukar
Hilmar Pétursson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Ingvar Hrafn Þorsteinsson · ÍR
Leó Steinn Larsen · Breiðablik
Magnús Þór Guðmundsson · Fjölnir
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Smári Sigurz · Fjölnir
Þorsteinn Breki Eiríksson · Breiðablik

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason

Nú um helgina, 28.-29. Nóvember munu strákarnir og stelpurnar í áttunda flokki spila aðra umferð á íslandsmótinu. Stelpurnar spila í Keflavík í A riðli, fimm bestu lið á landinu, á meðan strákarnir spila í B riðli, sæti 6-10 yfir landið, sem verður spilað í Hveragerði. Bæði lið eru að spila tvo leiki hvorn dag og um að gera að gera sér ferð í íþróttahúsið og hvetja stjörnun framtíðarinnar áfram.

Leikir hjá krökkunum eru:

Laugardagur

Kl 12.00  Hamar – Grindavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Keflavík  Strákar/ í Hveragerði

Kl 14:00  Hamar – Keflavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 15:00  Hamar – Stjarnan Strákar/ í Hveragerði

Sunnudagur

Kl 10:00  Hamar – Njarðvík b Stelpur/ í Keflavík

Kl 10:00  Hamar – ÍR  Strákar/ í Hveragerði

Kl 13:00  Hamar – Njarðvík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Breiðablik  Strákar/ í Hveragerði

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var valinn leikmaður 8.umferðar Dominosdeildar kvenna af Morgunblaðinu.  Morgunblaðið hefur þennan hátt á bæði í kvenna og karladeildinni og fékk Salbjörg (Dalla) þessa viðurkenningu í kjölfar sigurs okkar kvenna 70-69 gegn Keflavík. Í umræddum leik tók Dalla 5 fráköst, setti 15 stig, stal þrem boltum, varði 3 skot og var með samtals 23 framlagsstig.  Óskum Döllu til hamingju með þetta og stelpunum öllum til hamingju með sigurinn á Keflavík sem var í meira lagi sætur. Næsti leikur stelpnanna er 29. nóvember í Grindavík.

Úrklippa úr mbl.is

Úrklippa úr mbl.is