Posts

Leikmenn Hamars í meistaraflokki kvenna skrifuðu á dögunum undir leikmannasamninga fyrir komandi tímabil. Leikmannahópurinn er að mestu leyti óbreyttur frá því í fyrra og Kristinn mun þjálfa liðið áfram. Þórunn Bjarnadóttir þarf frá að hverfa sem leikmaður en hún á von á barni í desember. Hún hefur þó ekki sagt skilið við liðið heldur skrifaði undir samning um að sinna starfi aðstoðarþjálfara í vetur, ómetanlegt fyrir liðið að njóta krafta hennar áfram.

Dagrún Inga Jónsdóttir hefur bæst við hópinn en hún kemur úr Þorlákshöfn. Dagrún Inga hefur spilað með U-16 landsliði Íslands og er mikill fengur fyrir liðið að fá hana í hópinn. Hrunastúlkurnar Perla María Karlsdóttir og Margrét Lilja Thorsteinson hafa einnig bæst við meistaraflokkinn en þær hafa hingað til spilað með sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna í stúlknaflokki.

Kvennalið Hamars er því skemmtileg blanda af sunnlenskum ungum, efnilegum stúlkum og eldri, reynslumeiri mæðrum!

Fyrsti leikur liðsins í vetur er heimaleikur föstudagskvöldið 5. október. Leikurinn verður nánar auglýstur þegar nær dregur. Við hvetjum fólk til að mæta á leiki og hvetja stelpurnar áfram.

Badmintondeild Hamars hefur hafið starfsemi og er opið fyrir skráningu iðkenda á Nóra . Þjálfarar deildarinnar eru þrír í ár og bjóðum við nýjasta þjálfarann hjartanlega velkomin en það er Erla Kristín Hansen sem mun sjá um yngstu iðkendurnar ásamt öðrum verkefnum fyrir deildina. Er hún góð viðbót við frábært þjálfarateymi okkar þau Hrund Guðmundsdóttur og Sigurð Blöndal sem munu sinna eldri iðkendum að mestu ásamt öðrum verkefnum deildarinnar.

Æfingar eru hafnar og er öllum frjálst að koma endurgjaldslaust á æfingar til 16. september nk. en þá þurfa allir að hafa skráð sig í Nóra til að æfa með okkur.

Börnum í 3. bekk í grunnskóla er boðið að æfa með okkur endurgjaldslaust allt árið auk þess sem deildin mun halda áfram að bjóða upp á ókeypis sunnudagstíma kl. 11.00-13.00 alla sunnudaga í Hamarshöll sem allir eru velkomnir í.

Æfingagjöld fyrir árið eru:

1.-2. bekkur 26.000 kr
3. bekkur Frítt
4.-10 bekkur 36.000 kr
Yngri en 19 ára 36.000 kr
Fullorðnir Stakur tími (1.000 kr)
10 tíma klippi kort (9.000 kr)
Allt árið (45.000 kr)

Æfingatímar haust 2018

Æfingatímar haust 2018

Mánudagar: 17.30 – 19.00    4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 18.30 – 20.00 – 21.30   7. – 10. bekkur (Hamarshöll)
Mánudagar: 20.00 – 21.30 – 21.30   Karlatímar (Hamarshöll)

Þriðjudagar: 13.10 – 13.55   1. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 14.00 – 14.45   2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Þriðjudagar: 17.15 – 18.45   4. – 6. bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagur: 18.15 – 19.45 7. – 10.bekkur (Hamarshöll)
Þriðjudagar: 20.00 – 21.30   Kvennatími (Hamarshöll)

Miðvikud. 19.30 – 21.00 Trimmtími – Karlar & konur (Hamarshöll)

Fimmtudagar: 17.15 – 18.30   7. – 10. bekkur (Hamarshöll)

Föstudagar: 14.00 – 14.45  1. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 14.45 – 15.30  2.- 3. bekkur (Skólamörk)
Föstudagar: 15.30 – 17.00  4. – 6. bekkur (Skólamörk)

Sunnudagar: 11.00 – 13.00 Fjölskyldutími (Hamarshöll)

Bankaupplýsingar Badmintondeildar:
kt. 470298-2199 og rkn 0314-26-000356

 

Körfuknattleiksdeild veturinn 2018-2019

Nú er hafið starf hjá öllu flokkum á vegum kkd Hamars fyrir veturinn 2018-2019. Starfræktir verða flokkar fyrir öll börn á grunnskólaaldri auk þess sem Hamar verður með lið í mfl kvenna og karla. Einnig munu félöginn af suðurlandi, Hamar-Þór-Hrunamenn-Fsu, senda sameiginleg lið til keppni í drengjaflokki og stúlknaflokki. Samhliða því að Hamar byrji sitt starf er um leið mikilvægt að foreldrar skrá sín börn inn í viðkomandi flokka og er það gert á heimsíðu Hamars ( hamarsport.is ). Sú nýbreytni verður höfð á hjá kkd í vetur að nú er í boði að skrá barn fyrir allan veturinn eða bara fyrir hvora önn fyrir sig. Um leið verður sú breyting að þeir sem skrá/greiða fyrir allan veturinn fyrir 15.okt 2018 fá hettupeysu sem nafni félags, barni og logo Hamars um miðjan Nóvember. Ekki er verðmunur á þvi hvort skráð er fyrir eina önn eða allan veturinn en ekki fylgir þessi gjöf nema til þeirra sem skrá allan veturinn.  Inná heimasíðu hamarsport.is eru síðan upplýsingar um æfingagjöld og æfingatíma í einstökum flokkum.

Kv Daði Steinn   gsm: 6901706

 

Þær Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir voru á dögunum valdar í lokahóp U-16 ára landsliðs stúlkna í körfuknattleik. Stelpurnar munu spila með liðinu á Norðurlandamótinu sem fram fer í Kyselka í Finnlandi dagana 26. júní – 3. júlí og svo aftur á Evrópumótinu sem verður haldið í Podgorica í Svartfjallalandi dagana 16-25. ágúst. Þjálfarar landsliðsins eru Sunnlendingarnir Árni Þór Hilmarsson og Hallgrímur Brynjólfsson.

Stelpurnar hafa spilað með sínum aldursflokki með sameiginlegu liði Hamars/Hrunamanna síðastliðin ár með góðum árangri en liðið spilar í A-riðli Íslandsmótsins og er á meðal fimm bestu liða landsins. Í vetur hafa þær einnig spilað með meistaraflokki Hamars í 1. deild kvenna, þar sem þær hafa fengið að spreyta sig á móti eldri og reyndari leikmönnum. Þar hafa þær staðið sig vel og fengið mikla reynslu. Stelpurnar eru metnaðarfullar og leggja sig mikið fram á hverri einustu æfingu. Það verður gaman að fylgjast með þeim í sumar og spennandi tímar framundan hjá þeim.

Í hálfleik á fyrsta leik Hamars gegn Breiðablik í lokaúrslitum fyrstu deildar kvaddi Hannes S. Jónsson sér hljóðs. Hannes var komin í Hveragerði til að fylgjast með leik Hamars gegn Breiðablik en einnig til að heiðra formann og stjórnarmann körfuknattleiksdeildar Hamars. Lárus Ingi Friðfinnsson sem verið hefur formaður kkd Hamars frá stofnun deildarinnar eða í rúm tuttugu og fimm ár var sæmdur gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands fyrir mikið og óeigingjarnt starf að uppbyggingur körfuknattleiks í Hveragerði og einnig fyrir störf á vegum KKI. Birgir S. Birgisson var einnig veit viðurkenning, en hann var sæmdur silfurmerki KKI af sama tilefni. Það verður seint metið að verðleikum það mikla og óeygingjarna starf sem þessir miklu heiðursmenn hafa unnið fyrir körfuboltan í Hveragerði en þó um leið mikill heiður að körfuknattleikssamband Íslands skuli heiðra þá félaga á þennan hátt. 

Það var spenna í loftinu þegar leikmenn Hamars og Breiðabliks mættu í hús fyrir fyrsta leik lokaúrslita 1. deildar karla. Hamar með heimavallarréttinn og búnir að vinna Breiðablik tvisvar í vetur en á sama tíma Blikarnir með hvað breiðastan leikmannahóp í fystu deildinni. Fljótlega var orðið ljóst að það yrðu allavega einhver læti á pöllunum því fólk streymdi í húsið og þegar flautað var til leiks var orðið fullt á pöllunum og flott stemming hjá báðum liðum.

                Uppkast og upp úr því fær Hamar lay-up þar sem Smári skorar fyrstu stig leiksins, fljótlega sigu þó Blikar fram úr og eftir þriggja mínútna leik var helmingsmunur (6:12) og aðeins farið að fara um heimamenn á pöllunum á meðan stemmingin var í góðu lagi öðru megin í stúkunni. Blikar héldu síðan um tíu stiga mun fram að leikhlutaskiptum og gott betur því strax á fystu mínútu annars leikhluta er munurinn komin í fimmtán stig (17:32) og alls ekkert í spilunum að leikurinn verði góður fyrir Hamarsdrengi. Aðeins bættu menn þó í en munurinn á liðunum hélst þó í kringum tíu stiginn allt þar til fjórum mínútum fyrir hálfleik að Hamar gefu í og minnkar muninn hratt. Skömmu fyrir hálfleik kemst svo Hamar yfir í annað skipti í leiknum þegar Þorgeir setur niður þrist og kemur Hamri í 41:40 og allt verður vitlaust í Frystikistunni. Liðin skiptust svo á körfum og þegar flautað er til hálfleiks er tveggja stiga munur (48:46) heimastrákum í vil. Hamar byrjar svo seinni hálfleik betur og kemst tíu stigum yfir snemma (60:50) við mikinn fögnuð heimamanna en Blikar bæta þó aðeins í og þegar þriðji leikhluti er hálfnaður leiðir Hamar með átta stigum (63:55). Þá koma Blikar með áhlaup og á rétt um tveimur mínútum jafna þeir leikinn (65:65) og allt vitlaust í áhorfandastúkunni. Blikar náð síðan smá forskoti og leiða með sex stigum þegar lokaleikhlutinn byrjar (70:76) en samt hafa allir í húsinu það á tilfinningunni að leikurinn sé jafn þar sem liðinn hafa skipst á áhlaupum allan leikinn og allt getur gerst. Í fjórða leikhluta skiptast svo liðin á körfum og leikurinn í nokkru jafnvægi eða þar til þrjár og hálf mínúta eru eftir að Hamar jafnar (88:88) og spenna í algleymi. Áfram skiptast liðin á körfum og þegar átján sekúntur lifa leiks nær Hamar tveggja stiga forustu en auðvitað jafna Blikar strax aftur og leikur framlengdur (95:95).  Framlenginginn fer síðan rólega af stað og lítið skorað. Þegar hún er hálfnuð ná þó Blikar fjögura stiga forskoti (99:103)  og spenna færist í leikinn. Hamar reynir að jafna en gengur ekki og allt lítur út fyrir sigur Blika sem eiga boltan í innkasti þegar þrettán sekúntur eru eftir og leiða með tveimur stigum (104:106), Blikar tapa þá boltanum með því að missa boltan aftur fyrir miðju og allt í einu er allt opið. Hamar klikkar þó á skoti og Blikar skora úr báðum vítum sínum þegar innan við sekúnta lifir leiks og Blikar búnir að stela heimavallarréttinum. Frábær leikur þó og bauð uppá mikla skemmtun fyrir fólkið í stúkunni.

Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Hamars sem haldin var um miðjan febrúar 2018 voru samþykkt lög körfuknattleiksdeildar Hamars. Lögin eru unnin upp úr lögum íþróttafélags Hamars en eru þó aðlöguð að sérþörfum kkd Hamars. Helstu breytingar eru að nú er bundið í lög körfuknattleiksdeildar að ef haldið er úti meistaraflokki hjá félaginu skal vera starfandi sérráð fyrir þann meistaraflokk, sitthvort kynið. Ráð meistarflokka fer með daglegan rekstur viðkomandi meistarflokks og sér um fjármál viðkomandi flokks ásamt þvi að ráða þjálfara fyrir sína flokka. Áfram er þó starfandi stjórn körfuknattleiksdeildar sem hefur yfirumsjón með öllu starfi körfuknattleiksdeildar Hamars. 

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars var tilkynnt hvaða iðkendur voru valdir sem íþróttamenn/konur deilda. Er það vaskur hópur hæfileikaríkra íþróttaiðkenda sem sjá má hér á þessari mynd:

Íþróttamenn/konur hverrar deildar voru valdir (af deildum) sem hér segir:

Badmintonmaður ársins: Margrét Guangbing Hu
Blakmaður ársins: Ragnheiður Eiríksdóttir
Fimleikamaður ársins: Birta Marín Davíðsdóttir
Knattspyrnumaður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson
Körfuboltamaður ársins: Helga Sóley Heiðarsdóttir
Sundmaður ársins: María Clausen Pétursdóttir

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sem haldinn var 25. febrúar 2018 var svo íþrótamaður Hamars fyrir árið 2017 valinn af framkvæmdastjórn Hamars. Var það Margrét Guangbing Hu sem var valin og er hún því rétt kjörin Íþróttamaður/kona Hamars fyrir árið 2017. Aðalstjórn óskar Margréti innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

 

 

Leikur Harmar og ÍR  var jafnt á öllum tölum frá upphafi til enda. Eftir 1.leikhluta og 17-17 niðurstaðan og 28-27 í tepásunni og mikið um tapaða bolta en baráttan í báðum liðum til fyrirmyndar en skotnýtingin hjá báðum liðum kannski ekki eins góð.

ÍR byrjaði að krafti í 3ja leikhluta, þær settu niður 3 víti og 3ja stiga körfu í kjölfarið. ÍR spiluðu einnig fanta góða vörn út 3ja leikhluta. Hamar náði forustu 37-36 stig og komust yfir en ÍR setti 4 síðustu stigin og 37-40.

Allt í járnum í seinasta leikhluta þar sem barátta á köflum svipaði til góðra átaka í handknattleik. ÍR gerði út um leikinn þegar um 1 mínúta var til leiksloka og náðu 6 stiga forustu. Sigri ÍR var ekki ógnað og lokatölur 49-53.

ÍR var yfir á hárréttu augnabliki í lokin og kláruðu aftur sigur í Hveragerði. Hnífjöfn lið með mikla baráttu en það lið vinnur sem er yfir í leikslok. Raunar grátlegt að tapa fyrir þessu ÍR liði í öllum viðuregnunum í vetur, liðin mjög áþekk og spila sömu afbrigði leikkerfa. Í þessum leikk var bara hvort liðið hittu 1% meira og það var ÍR í þessu tilfelli.

Engin tölfræði yfir þennan leik (kemur vonadi inn síðar) en þeim mun meira um villur, tapaða bolta og varin skot. ÍR voru með ófá varin skot og sind að það sé ekki skráð áreiðanlega. Eins hefði verið gaman að sjá hversu oft liðin skiftust á að hafa forustu og jafn á mörgum tölum í leiknum.

Slæmur dagur má segja hafi verið hjá dómurunum sem dæmdu bæði misjafnt og leyfðu á tímabili allt of mikla hörku. Samt sem áður réð það ekki úrslitum leiksins (fullirðing ritara) og dómurum leyfilegt að eiga slæman dag eins og leikmönnum.

 Næsti leikur hjá okkar stelpum er í Grindavík þann 6.febrúar nk.

Hamar komst í 6-0 en Ármann svaraði með stæl og komust í 11-17 áður en Hamar setti 4 síðustu stigin 15-17 eftir fyrsta leikhluta. 15-8 í villum eftir fyrri hálfleik og Hamar var einnig yfir í stigaskori. 32-30 í hálfleik þrátt fyrir fjölda vítaskota Ármanns sem þær nýttu frekar illa. Helga Sóley með 16 stig fyrir Hamar og Kristín María hjá Ármann með 12 stig og aðrar minna.

53-45 var staðan eftir þriðja leikluta og Hamar vann þann leikhluta 21-15 eftir mikla baráttu. Arndís Þóra hjá Ármanni með 4 villur sem og Adda og Ragga hjá Hamri fyrir síðasta leikhluta. Ármann byrjar vel í síðasta leikhluta og minnkaði muninn í 53-49 áður en Hamar setti fyrsta stigið í leikhlutanum. Hamar spilaði fasta vörn sem skilaði þeim 63-52 forustu þegar 3:33 mínútur voru til leiksloka og Ármann tók leikhlé. Eftir leikhlé hélst munurinn nokkuð svipaður og lokatölur 72-57 sigur heimakvenna í annars jöfnum leik.

Góð vörn heimakvenna í síðari hálfleik og frábær þriðja leikhluti sem og byrjun fjórða sem skóp sigurinn öðru fremur. Vítanýting Ármanns ekki góð, hittu 18 af 33 vítum í leiknum (55%) meðan Hamar var með ögn skárri nýtingu eða 12/18 (60%). Ármann var líka með 20 tapaða bolta á móti 11 Hamars og eins voru heimakonur öflugri í fráköstunum (47/36).

Helgu Sóley maður leiksins með 28 stig og Álfhilduri með tvennu (11 stig/15 fráköst). Góður dagur hjá okkar stelpum heilt yfir en liði gestanna voru þær Kristín María, Stefanía Ósk og Ardís Þóra mjög góðar.

Tölfræði leiksins hér

Hamar er eftir leikinn með 6 stig og í 6.sæti en eiga leik á miðvikudag gegn Fjölni úti áður en ÍR konur koma í heimsókn nk. laugardag.