Posts

Nú er sumri farið að halla sem þýðir að sundæfingar í sunddeildinni fara að hefjast. Maggi mun byrja með æfingar í vikunni sem er framundan. Þriðjudaginn 25. ágúst verður fyrsta æfing svo allir krakkar eru velkomnir þá í sundlaugina.

Æfingar verða sem hér segir:

Yngri hópur (1.- 5. bekkur) æfir á þriðjudögum kl. 16:15-17:00, fimmtudögum kl. 16:15-17:00 og föstudögum kl. 13:15 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri) æfir á þriðjudögum kl. 17:00-18:30, fimmtudögum kl. 17:00-18:30 og á föstudögum kl. 13:15 – 14:15.

Hlökkum til að sjá sem flesta í sundlauginni og minnum á að allir krakkar geta mætt á æfingar nú í byrjun til að prufa.

Sundkveðjur frá stjórn og þjálfara.

Frá og með 4. Maí getum við aftur hafið æfingar hjá yngri flokkum kkd. Hamars. Þar sem langt hlé hefur verið á æfingum þá munu æfingar standa lengur en fyrri ár og munu allir yngri flokkar æfa út maí mánuð. Æfingatímar verða þeir sömu og voru í vetur en þá má sjá hér að neðan.

Með körfubolta kveðju Daði Steinn yfirþjálfari yngri flokka Hamars.

Æfinagtímar í Maí 2020

Micro bolti 2012-2013 / 1.-2. Bekkur Þjálfari Geir Helgason

Mánudagar kl 13:30-14:10

Miðvikudagar kl 14:10-14:50

Föstudagar kl 13:50-14:30

Micro bolti 2010-2011 / 3.-4. BekkurÞjálfari Daði Steinn Arnarsson og Haukur Davíðsson

Miðvikudagar kl 14:50-15:40

Fimmtudagar kl 14:10-15:00

Föstudagar kl 13:00-13:50

Minni bolti 2008-2009 / 5.-6. Bekkur – Þjálfari Hallgrímur Brynjólfsson

Mánudagar kl 16:00-17:00

Miðvikudagur kl 17:00-18:00

Fimmtudagur kl 17:40-18:40

7-8 flokkur 2006-2007 / 7.-8. Bekkur – Þjálfari Daði Steinn Arnarsson

Mánudagar kl 14:50-16:00

Þriðjudagar kl 16:00-17:30

Fimmtudagur kl 15:00-16.10

Föstudagar kl 16:00-17:30

9-10 flokkur 2004-2005 / 9.-10. Bekkur – Þjálfari Þórarinn Friðriksson

Mánudagar kl 17:00-18:30

Þriðjudagar kl 17:30-19:00

Miðvikudagar kl 15:40-17:00

Fimmtudagar kl 16:10-17:40

Aðalfundur Íþróttafélagsins Hamars verður haldinn 16. febrúar næstkomandi kl 14.00 í Grunnskólanum í Hveragerði.

Farið verður yfir íþróttastarf félagsins á árinu 2019, reikningum gerð skil ásamt venjulegum aðalfundarstörfum.
Einnig verður Íþróttamaður Hamars ársins 2019 tilkynntur og heiðraður ásamt íþróttamönnum allra sex deilda.
Að loknum fundi verður svo boðið upp á veglegt sunnudagskaffi að venju.

Okkur í félaginu væri það sönn ánægja að sjá sem flesta.

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn miðvikudaginn 29. janúar kl. 18-19 í fundarherbergi Hamars (inngangur við Crossfit Hengil).

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir foreldrar og aðrir sem hafa áhuga á starfsemi Badmintondeildar eru hvattir til að mæta

Kveðja,
Stjórn Badmintondeildar.

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 30. október á Laugarvatni.  Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. ÁFRAM HAMAR!

Magnús Tryggvason þjálfari hjá Sunddeild Hamars útskrifaðist af Level 3 þjálfaranámskeiði Alþjóðasundsambandsins (FINA) sem haldið var á vegum Sundsambands Íslands nú í lok september. Er þetta æðsta stig þjálfaramenntunar sem FINA býður upp á. Sá sem kenndi á námskeiðinu var Genadijus Sokolovas sem er einn helsti sérfræðingur heims í sundi og hefur hann komið að þjálfun helstu afreksmanna heimsins í sundi eins og Michael Phelps og Natalie Coughlin.

Þeir sem sátu þetta námskeið voru sammála um að þeir höfðu lært gríðarlega mikið og það hefði verið mikill heiður að fá þennan sundsérfræðing hingar til lands. Magnús var eini Íslendingurinn sem sat þetta alþjóðlega námskeið og er því fyrsti Íslendingurinn sem nær þessu þjálfarastigi.

Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með þennan áfanga.

Nú eru æfingar í sunddeildinni komnar af stað þetta haustið. Allir eru velkomnir að mæta á æfingar og prufa sundið fram til 15. september.

Hér má sjá æfingatímana hjá sunddeildinni þetta haustið.

Æfingatímar hjá sunddeildinni haustið 2019:
Yngri hópur (1. – 5. bekkur):
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-17 og
föstudaga frá kl. 13:15 – 14:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri):

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17 – 18 og
föstudaga kl. 13:15 – 14:15

Sjáumst í sundi 😊

Ljóst varð í sumar að fyrirliði liðsins Oddur Ólafsson muni halda til Spánar í mastersnám og því ekki leika með liðinu í baráttunni í vetur. Við óskum Oddi góðs gengis og vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá hann í Hamarstreyjunni í framtíðinni!

Toni sem er 22 ára að aldri er fenginn til þess að fylla í það stóra skarð sem Oddur skilur eftir sig. Hann kemur úr unglingastarfi Zadar sem er eitt allra sterkasta körfuboltafélag Króatíu. Hann spilaði ungur að aldri 3 tímabil með aðalliði Zadar í efstu deild og kom við sögu í Adriatic deildinni (ABA league), einnig var hann hluti af U18 ára landsliði Króata.

Á síðasta tímabili spilaði Toni með liði KK Pula 1981 í næstefstu deild í Króatíu og skilaði þar 15.6 stigum að meðaltali í leik auk þess að gefa 3 stoðsendingar.

Þá hafa allir yngriflokkar hjá körfuknattleiksdeild Hamars lokið keppni þennan veturinn. Um liðna helgi fóru yngstu börnin til Þorlákshafnar þar sem Selfoss, Hamar og Þór hittust og spiluðu sín á milli. Eftir leikina fengu svo allir hressingu og þannig slógum við botnin í vetrarstarfið hjá börnum í 1-4 bekk. Laugardag og Sunnudag var síðasta keppnishelgi hjá MB 10 og var það mót haldið í Garðabæ. Mótið gekk mjög vel og var gaman að sjá framfarinar hjá strákunum í vetur. Einnig fengu hluti af strákunum í 4 bekk að keppa sem b lið og spiluðu gegn strákum einu ári eldri. Virkilega flottir strákar sem gáfu þeim eldri ekkert eftir og unnu alla sína leiki örugglega. Sannarlega björt framtíð í yngir flokkum hjá okkur í Hamri. Fjöldi barna sem æfa er með því mesta sem verið hefur og árangurinn eftir því. Eldri hóparnir munu æfa út Maí mánuðu og þá taka við sumarnámskeið.