Posts

Það hefur lengi verið ósk viðskiptavina Laugasports að stækka tækjasalinn og nú er búið að uppfylla þessa ósk. Salurinn sem áður fyrr var hópsalur hefur nú verið innréttaður sem tækjasalur og hefur Laugasport þ.a.l. rúmlega tvöfaldað plássið sitt. Þótt bætt hafi verið við tækjum og áhöldum er nú mun rýmra á milli tækja.

Til að fagna áfanganum munum við bjóða þér þriggja mánaða kort í tækjasal og sund fyrir 11.900. Eins og venjulega er aðgangur í sundlaugina innifalinn og hvað er betra en að skríða ofan í pottinn eftir erfiða æfingu!!

Hamarsmenn fengu nágranna sína frá Selfossi í heimsókn í frystistunna í Hveragerði í kvöld. Bæði lið vildu enda taphrinur sínar en Hamarsmenn höfðu tapað síðustu þrem leikjum en Fsu síðustu tvem.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10-2 en þá tók Fsu leikhlé. Þeir unnu sig inn í leikinn enn þó voru Hamarsmenn alltaf skrefinu á undan og var staðan eftir fyrsta leikhluta 28-22. Í öðrum leikhluta snérust þó hlutirnir við og Fsu tók stjórnina, þeir jöfnuðu metin í 30-30 og Hamarsmenn tóku leikhlé. Fsu héldu þó áfram að keyra á þá og komust þeir í 39-44 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Hamar aftur leikhlé og jafnaðist leikurinn. Staðan 40-45 Fsu í vil. Stigahæðstur í liði Hamars var Danero með 17 stig en Pryor var með 15 í liði gestanna. Síðari hálfleikur hófst líkt og leikurinn byrjaði með áhlaupi heimamanna. Eftir þrjár mínútur tók Fsu leikhlé og Hamarsmenn komnir yfir 47-45. Hart var barist inná vellinum og voru bæði lið að fá mikið af villum á sig, hjá gestunum voru Pryor og Svavar komnir með fjórar og hvíldu þeir út leikhlutann. Þriðji leikhlutinn var allur jafn og fyrir loka fjórðunginn var staðan 62-60 fyrir Hamar. Danero var komin með 28 stig en hjá gestunum var Ari að stíga upp með 20.
Í fjórða leikhuta var mikil spenna og hart barist um alla bolta. Hamars menn komust í 70-62 en FSu jafna 70-70 og Hamar tekur leikhlé með 6:02 eftir á klukkunni. Þegar um ein og hálfmínuta var eftir setti Halldór Jónsson risa þrist fyrir heimamenn og kom muninum í 83-76 FSu skoraði síðan í næstu sókn og stálu boltanum og Pryor tróð með tilþrifum. 83-80. Hamarsmenn töpuðu síðan boltanum í næstu sókn og Fsu tók leikhlé með 33 sekúndur á klukkunni. Svavar fékk boltan fyrir utan línuna og setti niður trölla þrist og janaði metinn. Hamarsmenn tóku þá leikhlé og voru 25 sek eftir. Aron fékk fínt skotfæri en það geigaði og Fsu hélt í sókn. Boltinn hrökk útaf þegar 4 sekúndur voru eftir og Fsu átti innkast. Pryor fékk boltan og skaut, en boltinn skoppaði af hringnum og því þurfti framlengingu.
Í framlengingunni skiptust liðin á að skora stórar körfur og í stöðunni 96-94 byrjuðu Hamarsmenn að taka framúr og kláruðu þeir leikinn á línunni lokatölur 101-97. Hjá Hamri var Danero Thomas atkvæðamestur með 42 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, næstur á eftir honum var Halldór Jónsson með 20 stig. Í liði Fsu var Ari með 27 stig og Pryor með 25 stig og 11 fráköst. Hamarsmenn unnu þar með sinn fyrsta heimaleik og enduðu taphrinu sína, en Fsu þarf að bíta í súrt epli og erum þeir búnir að tapa síðustu þrem leikjum.
Mynd/Guðmundur Karl

Það var öruggur sigur okkar stúlkna í Dominos deildinni í kvöld, en ekki þó fyrirhafnar laus. Loka staðan 57-73 og Hamar komið í 4. sæti deildarinnar en með sama stigafjölda og Valur og  Grindavík eða 10 stig.

Það var góð byrjun í kvöld hjá Hamri sem komust í 0-9 en Grindavíkur stúlkur gáfu ekki svo létt eftir. Staðan 20-24 eftir fyrsta leikhluta og 36-38 í hálfleik. Erfiðlega gékk að eiga við Lauren Oosdyke hjá þeim gulu sem var með 20 stig og 13 fráköst í fyrri hálfleik einum.

Okkar stúlkur sýndu yfirvegum í síðari hálfleik og eftir 5 mínútur í 3ja leikhluta, í stöðunni 47-48, gaf Grindavíkur stúlkur eftir og skoruðu aðeins 10 stig á síðustu 15 mínútum leiksins gegn 25 stigum Hamars. Betur gékk að stöðva Oosdyke sem skoraði aðeins 5 stig í síðar hálfleik.

Marín Laufey var öflug, sérstaklega í síðari hálfleik, með 20 stig og tók 18 fráköst, Di’Amber setti 20 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Fanney Lind skoraði 17/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 11/8 stolnir boltar og Jenný Harðardóttir 5 stig.  Öll tölfræði úr leiknum hér. 

Dagný Lísa var ekki með í kvöld vegna meiðsla en verður að öllu óbreyttu með gegn Val í næsta leik.

Þess má að lokum geta að Lárus Ingi formaður er veikur heima eftir dóm aganefndar sem byrtur var í dag. Þar er Hamri gert að greiða  15 þúsund í sekt fyrir framkomu hans í garð dómara í lok leiks Hamars og Keflavíkur á sunnudaginn. Spurning hvort formaðurinn hafi lagst undir feld út af sektarkennd? 

 Mynd: Guðmundur Erlingsson

Hamarsmenn halda áfram að bæta leikmönnum í hópinn sinn.  Logi Geir Þorláksson hefur skrifað undir félagaskipti frá Árborg. Logi Geir er fæddur árið 1994 og spilar sem framherji. Logi Geir lékk 9 leiki fyrir Árborg á síðasta tímabili. 

2013-11-25 19.34.34

 

Ingólfur og Logi Geir.

Við bjóðum Loga Geir velkominn í Hamar.

Hamar vs. Keflavík á sunnudagskvöldi og blíðviðri utan dyra en innan veggja í litlu Frystikistunni var engin lognmolla. Fjörugur leikur sem bauð upp á skotsýningu af bestu gerð, jafnan leik, fjölda þrista , mikið skor, virka áhorfendur, dómara- og leikmannamistök og drama eins og gengur. Svo fór að lokum að Keflavíkur-stúlkur hirtu sigurinn á síðustu mínútunum 86-91 eftir að hafa elt Hamarsstúlkur drjúgan hluta leiks.

Leikurinn byrjaði jafnt og skiptust á að setja stigin. Keflavík gerði gangsskör í stigaskorinu á 2ja mínútna kafla um miðjan fyrsta leikhlutann og brettu stöðunni úr 10-9 í 13-23 sem hendi væri veifað. Hamarsstúlkur réttu þó aðeins sinn hlut fyrir fyrsta hlé og 20-24 staðan að loknum fyrstu 10 mínútunum.

Annar leikhluti var sóknarleikurinn áfram allsráðnadi og Hamar fljótlega búnar að jafna og komust svo yfir 36-33.  Hér skal nefna að á fyrstu 4 mínúturnar í 2.leikhluta ringdi 6 þristum í röð (4 frá Hamri og 2 frá Keflavík) og spurning hvort ekki væri hægt að klikka á skoti í þessum leikhluta. Eftir leikhlé Kefvíkinga (í stöðunni 36-33) var staðan áfram jöfn allt fram í tepásu þar sem Hamar leiddi með 1 stigi þökk sé flautu-þrist hjá DiAmber, rétt innan miðjulínu og skemmtun fyrir allan peninginn.

Þriðji leikhluti var í sama dúr og áfram héldu liðin að leiða til skiptis en jafnt var á tölum 47-47, 49-49, 51-51, 53-53 56-56 og 61-61. Hamar náði þarna aðeins að skilja sig frá og vann að lokum leikhlutann 25-20 og leiddi fyrir lokaátökin 69-63.

Lokakaflinn var drama og heitt í áhorfendum sem létu vel í sér heira og voru í því að segja dómunum til eins og gengur en einnig að kvetja sitt lið. Hamar byrjaði leiklhutann með stigum frá DiAmber en Sara Hinriks svaraði jafnharðan í hinn endann.  Skorið dalaði aðeins um miðbik leikhlutans enda meira um átök og baráttu um alla lausa bolta. Staðan 73-73 þegar um 6 mínútur eru eftir en Hamar nær aftur örlitlu frumkvæði en Keflavík nær loks forustu þegar um 3 mínútur eru eftir, 76-78 með þrist. Gestirnir setja næstu  5 stigin í kjölfarið og sigurtilfinningin þeirra. Hamar minnkar muninn í 82-87 þegar rúm minuta er eftir en allt kom fyrir ekki og Keflavíkursigur tryggður á vítalínunni meðan heimastúlkur nýttu ekki skotin sín nema af vítalínunni.  86-91 sigur Keflavíkur.

Stöðva þurfti leikinn í þó nokkurn tíma þegar 15 sekúndur voru eftir þar sem Dagný Lísa Davíðsdóttir úr liði Hamars datt illa eftir frákastabaráttu og var flutt í sjúkrabíl til skoðunar. Nokkur hiti hljóp í menn og konur úr sveitum suðurlands þar sem dómaraparið sá sig ekki knúinn til að stöðva leikinn fyrr en einni sóknarlotu seinna þrátt fyrir að strax var ljóst að um alvarleg meisðsli gat verið að ræða og leikmaður var í andnauð.  Dagný Lísa slapp þó með skrekkinn og betur fór en á horfðist og ber að þakka aðkomu sjúkraþjálfara Keflavíkurliðsins sérstaklega sem tók á málum af fagmennsku. Ljóst að Dagný verður einhverja daga frá parketinu og líklegt að leikur við Grindavík núna á miðvikudag komi of snemma fyrir hana.

Þær sem báru af í Keflavík í þessum leik voru þær stöllur Sara Rún og Bryndís sem áttu frábæran leik inn í teig og settu samtals 57 stig og Bryndís með 39 framlagsstig. Porsche Landry var einnig drjúg og setti 20 stig/8 stoðsendingar og þar af einn drjúgan þrist í lokinn.

Hjá okkar stúlkum var Fanney á eldi, sérstaklega framan af leik og klikkaði varla á þrist í fyrri hálfleik. Setti Fanney 34 stig en næstar komu DiAmber með 20 stig/6 stoðsendingar og Marín 14 stig.

Aðrir molar;

  • Þjálfari Keflavíkur var fleiri mínútur inná vellinumen margur leikmaðurinn í þessu leik – fékk þó tiltal frá dómara en ekki fyrr en í 4.leikhluta og ekki er til tölfræði yfir spilaðar mínútur.
  • Hamar setti 12 þrista á móti 4 hjá Keflavík. Nýtingin 38% hjá Hamri en 31% hjá Keflavík.
  • Stig í teig voru 58 hjá Keflavík á móti 34 hjá heimastúlkum. Í fyrsta leikhluta tók Keflavík öll sín skot utan 1, inn í teig.
  • Hamar fékk 12 víti og hittu 8(67%) meðan Keflavík fékk 20 en setti 13(65%).
  • Aldrei var dæmt á 3 sekúndur, 1 sinni leið skotklukkan (24 sek) og aldrei var dæmt á 8 sek.
  • Tapaðir boltar voru 11 Hamars-megin en 14 hjá Keflavík.
  • Bryndís og Sara Rún voru með 64 framlagsstig af 104 hjá Keflavík eða 61%.
  • Fanney og DiAmber voru með 49 framlagsstig af 87 hjá Hamri eða 56%
  • 8 leikmenn spiluðu úr hvoru liði.
  • 14 sinnum var skipst á um forustu og 10 sinnum var jafnt.

 Öll tölfræði  á www.kki.is

 

Kvennalið Hamars tók þátt í fyrri turneringu á Íslandsmóti 3. deildar í Mosfellsbæ um liðna helgi. Lék liðið 5 leiki og vannst sigur í 4 og 1 tapaðist. Fjögur af þeim átta liðum sem þátt tóku eru mjög jöfn í efstu sætum og verður spennandi að fylgjast með stúlkunum í seinni hlutanum í febrúar. Nánri úrslit má sjá hér

Karlaliðið lék við Aftureldingu b í 1. deild, mánudaginn 11. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 27-25, 19-25, 25-22, 13-25, 12-15.  Einnig fór fram fyrri hluti HSK móts karla í Hamarshöllinni, fimmtudaginn 14. nóv.,  þar sem Hamar tapaði tveim leikjum og vann einn. 

Myndir tók: Guðmundur Erlingsson,  sjá Hveragerði myndabær á Facebook.

  

Þá er ljómandi góðu Unglingamóti HSK lokið.  Hamar varð í 2. sæti með 50 stig en Dímon á Hvolsvelli sigraði örugglega með 107 stig.
Okkar fólk stóð sig með sóma, margir yngri sundmenn kepptu á sínu fyrsta sundmóti og tókst vel upp. Dagbjartur Kristjánsson sigraði í öllum sínum greinum.
Það verður frí á morgun mánudag 18. nóvember en mætum svo þriðjudaginn 19. nóvermber hress og kát og höldum áfram að æfa vel, læra nýja hluti og bæta allt það sem hægt er að gera betur. Eitt það skemmtilegasta við sundiðkun er að það er endalaust hægt að bæta sig! Sjáumst hress.

Öll úrslitin á mótinu hér..úrslit

Nokkrar myndir frá mótinu ..

O     OO