Posts

Firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars verður leikin laugardaginn 22. mars í Hamarshöllinni í Hveragerði. Það er alltaf gott veður í Hamarshöllinni og er hitastigið þar eins og á mildu vorkvöldi í Suður Evrópu. 

Nú er tækifæri fyrir lið, hópa og bara hverja sem er til að koma saman og leika fótbolta við bestu aðstæður á Suðurlandi. 

 

Fyrirkomulag mótsins: 
-Leikið er í liðum, 6 á móti 6.

-Leikið er eftir reglum KSÍ um keppni 7 manna liða. 
Stærð vallar er 42 x 32 metrar (1/4 af fullum velli). 

-Leiktími hvers leiks er 1 x 12 mín.

-Hvert lið leikur að lágmarki 4 leikir.

-Hver leikmaður er aðeins hlutgengur með einu liði í mótinu.

-Dómgæsla er í höndum mótshaldara. 

Verðlaun:

Öll þátttökulið fá viðurkenningu og verðlaun. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin og hlýtur sigurliðið einnig bikar og vegleg verðlaun frá styrktaraðilum. 

Skráning:

Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi mánudaginn 17. mars á netfangið avar75@gmail.com eða  í síma : 698-3706

Þar sem takmarkaður fjöldi liða kemst að gildir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Með þátttökutilkynningunni er nauðsynlegt að með fylgi upplýsingar um nafn tengiliðs hjá viðkomandi liði ásamt símanúmeri og netfangi.

Þátttökugjald í firma- og hópakeppnina er kr. 15.000,- á lið sem ber að greiða um leið og mótshaldari hefur staðfest þátttöku viðkomandi liðs.

 

 

Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir í Borgunarbikar karla. Fyrsta umferðin fer fram laugardaginn 3. maí en önnur umferðin er á dagskrá tíu dögum síðar.

Hamar fékk heimaleik á móti Snæfell sem spilaður er laugardaginn 3. maí.  Ef Hamar slær út Snæfell fáum við annan heimaleik þriðjudaginn 13. maí á móti KFR eða Álftanes.

Nýjasti leikmaður Hamars kemur frá Víking Reykjavík og heitir Matthías Ragnarsson.  Matthías er markmaður og er fæddur 1994.

 Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 23. febrúar 2014 kl. 14.00

Fundarefni:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningsskil.
4. Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Önnur mál.
6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.
7. Kaffiveitingar í boði Hamars.

Verið velkomin

Stjórnin

Höttur frá Egilsstöðum mætti í frystikistunna í Hveragerði í kvöld. Höttur sem sat í 3 sæti fyrir leikinn mátti ekki við því að missa af stigunum en þeir reyna að halda í heimavallaréttinn fyrir úrslitakeppnina. Hamarsmenn voru þó í 8.sæti og þurftu stigin tvö í baráttunni um það fimmta.
Fyrsti leikhluti fór vel af stað fyrir gestinna, en þeir skoruðu fyrstu 5 stig leiksins, áður en að Halldór svaraði fyrir heimamenn með þrist. Hattarmenn héldu yfirhöndinni í byrjun eða alveg þangað til í stöðunni 14-15. Þá tóku heimamenn í Hamri sig til og settu 11 stig gegn tveimur og staðan 25-17 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta var svo áfram haldandi gangur á leik Hamars, þeir nýttu sér götótta vörn gestanna og ragan sóknarleik og keyrðu hvað eftir annað í bakið á þeim. Þeir skoruðu 19 stig á móti sex stigum Hattar og var staðan 44-23. Eitthvað sem fáir hefðu búist við fyrir viðureign þessara liða, nema kannski þeir sjálfir. Höttur náði þó aðeins að bíta frá sér undir lokinn og rétta aðeins úr kútnum 46-30 var staðan í hálfleik.
Atkvæðamestur var Halldór Jónsson með 14 stig 4/5 í þristum.
Byrjunin á þriðja leikhluta var þó allt annar fyrir gestinna sem virtust hafa fengið vænan orkudrykk í hálfleik. Þeir skoruðu 19 stig á móti níu stigum Hamars og staðan skyndilega orðin einungis sex stig 55-49. Sigurður Hafþórsson átti þó frábæran leik fyrir Hamar og þaggaði hann niður í Hattarmönnum, fyrst með rándýru reverse lay-up og síðan með þriggja stiga körfu úr horninu. Þessi barátta Sigurðar virtist kveikja í heimamönnum sem að gengu á lagið og komust aftur í gott forskot 69-54.

Fjórði og síðasti leikhlutinn var síðan líkt og eitthvað handónýtt fíkniefni fyrir Hött. Í hvert skipti sem þeir komu með áhlaup, svaraði Hamar með betra áhlaupi. Gestirnir létu flest allt fara í taugarnar á sér, og jafnvel eftir fína vörn og hafa unnið boltann, ákvað Bracy að klappa framan í Halldór og uppskar hann tæknivillu fyrir vikið. Þetta var þó ekki eina tæknivillan sem fór á lið Hattar því einnig fengu Viðar Örn og Hreinn Gunnar sitthvora fyrir kjaftbrúk. Það var því Hamar sem sigldi auðveldlega í gegnum fjórða leikhlutan og pakkaði Hattarmönnum saman og sendu þá í fýluferð heim Austur á Hérað. Heimamenn í Hamri geta þó vel við unnað en framundan er hörkubarátta um 5 sætið sem gefur þátttöku í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild. Hamarsmenn sitja í 7.sæti með 12.stig líkt og Fsu, Breiðablik og ÍA. Næsti leikur Hamars er svo fyrir norðan gegn topliði Tindastólls.
Halldór Jónsson var stigahæðstur hjá Hamri með 26 stig, Danero var með 25 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Sigurður Hafþórsson kom af bekknum með 18 stig.
Hjá gestunnum voru það Bracy og Robinson með 23 stig hvor en Robinson bætti við 12 fráköstum.

Alex Birgir Gíslason er gengin til liðs við Hamar frá FH. Alex styrkir lið Hamars mikið í barátuni í sumar. Alex spilar sem hægri bakvörður og er fæddur 1994.

aIMG_7303

aIMG_7305-1

aIMG_7308

aIMG_7313

aIMG_7310

aIMG_7315

aIMG_7320

aIMG_7322

aIMG_7325

aIMG_7327

aIMG_7334

aIMG_7338

aIMG_7330

Frystikistan var vel mönnuð í kvöld þegar að Hamar og Valur mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld. Fjögur stig skildu liðin að fyrir leikinn, og því var að duga eða drepast fyrir heimastúlkur ætluðu þær sér að gera tilkall til fjórða sætisins. Leikurinn fór fjörlega í gang og var mikill skemmtun að horfa á liðin. Hamarsstúlkur tóku frumkvæðið í leiknum og leiddu leikinn fljótt 16-7. Fanney Lind fór á kostum og hitti mjög vel í byrjun, einnig var nýr leikmaður Hamars Chelsie að standa sig vel. Þrátt fyrir að Valskonur hafi ekki byrjað leikinn af miklum krafti sýndu þær flotta takta inná milli. Þessi fjörugi fyrsti leikhluti endaði svo frábærlega þegar að Chelsie setti þriggjastiga skot lengst utan af velli, á sama tíma og klukkan gall og staðan 29-24.

Annar leikhluti var ekki síður fjörlegri og léku Hamarsstelpur á alls oddi, þær voru komnar með 7 þriggja stiga skot ofan í þegar einungis 12 mín voru liðnar af leiknum. Hamar tók aftur frumkvæðið og fóru þær með 11 stiga mun 48-37 inní hálfleik.

Þriðji leikhlutinn var hins vegar hrein skelfing. Liðin töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og áttu erfitt með að fóta sig gangvart vörnum hvors annars. Leikhlutinn endaði með eins stigs mun 10-11 og því staðan 58-48 fyrir lokafjórðunginn.

Valsstúlkur gengu á lagið og minnkuðu muninn fljótt niður, eftir 5 mínútur var staðan 63-63 og hörkuleikur framundan. Þá fóru heimastúlkur að átta sig á hlutunum og fóru að bregðast við. Úr varð æsispennandi kafli. Guðbjörg minnkaði muninn niður í eitt stig þegar að ein og hálf mín var eftir 70-69. En þá steig Íris upp í liði Hamars og nelgdi niður einum þrist. Valsstúlkur fóru síðan illa að ráði sínu og töpuðu boltanum. Með 40 sek eftir prjónaði Chelsie framhjá öllum 5 valskonunum sem voru inná og lagði boltann í spjaldið og ofan í 75-69 sigur staðreynd og því aðeins tvö stig sem skilja liðin að.

Hjá Hamri var Chelsie með 25 stig, 8 frák. og 4 stoð. og næst á eftir henni var Fanney með 23 stig og 6 frák.
Hjá Val var það Anna sem leiddi með 19 stig, Hallveig með 14, og Guðbjörg 10 stig, 8 fráköst og 4 stoð.

Hamarsmenn heimsóttu Skagamenn á skipaskaga í gærkvöldi og úr varð hörkuleikur! Hamarsliðið byrjaði leikinn með miklum látum og komust í 16-4, Danero og Halldór voru að hitta vel hjá Hamarsmönnum. Skagamenn vöknuðu þá til lífsins og náðu góðri rispu og komust í fyrsta skipti yfir 19-18 en þá gáfu strákarnir frá Hveragerði aftur í og leiddu 25-22 eftir 1. leikhluta.

Heimamenn byrjuðu mun betur í 2. leikhluta en á meðan var einhver værukærð yfir Hamarsmönnum. Tölur eins og 34-28 og 40-33 sáust fyrir þá gulklæddu. Aftur spíttu Hamarsdrengir í og komust aftur yfir í stöðunni 47-46 með glæsilegum þristi frá Danero en drengurinn var að spila óaðfinnanlega í gær! Hamarsmenn leiddu 54-53 í hálfleik og ekki var mikið um varnir en þess í stað var sóknarleikur beggja liða góður og leikurinn var mjög hraður.

Eitthvað hafa Hamarsdrengir farið yfir varnarleikinn í hálfleik því liðið spilaði frábæran varnaleik í öllum 3. leikhluta og stungu heimamenn af! Tölur í leikhlutanum voru eins og 66-57 og 81-62, Hamarsdrengjum í vil. Hamar vann leikhlutann 27-11 og eins og áður sagði frábær varnarleikur hjá liðinu í þessum leikhluta.

Í upphafi 4. leikhluta náði Hamar 23 stiga forustu 87-64. En aftur eins og fyrr í leiknum gáfu þeir aðeins eftir og Skagaliðið náði smá áhlaupi og þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan 93-80 Hamri í vil. Það var akkurat sá stigamunur sem skildu liðin af í fyrri leiknum sem spilaður var í Hveragerði. Þetta vissu Hamarsmenn og ætluðu þeir að vinna leikinn með meira en þeim mun til að komast uppfyrir skagann á betri innbirgðisviðureign. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn allt í einu orðin 7 stig 99-92 fyrir Hamri. Þá fór skagaliðið einhverja hlutavegna að brjóta það sem eftir lifði leiks og kláraði fyrirliði Hamars Halldór Jónsson leikinn með nokkrum vítaskotum en hann hitti úr 9 af 10 vítum sem hann fékk. Lokatölur 112-98 og Hamar fór uppfyrir skagann á betri innbirgðis.

Frábær sigur og liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og greinilegt ef marka má þessa fyrstu tvo leiki ársins þá er liðið í mun betra standi en fyrir jól. Þegar 10 umferðum er lokið af 18 er liðið aðeins 2 stigum á eftir 4. og 5. sæti en 5. sæti er síðast sætið inní úrslitakeppnina. Hamar situr í 7. sæti með 8 stig.

Maður leiksins í gær var Danero Thomas með 47 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Magnaður leikur hjá kappanum og á tímabili var hann á eldi og það var allt í! Halldór Jónsson sallaði niður 19 stigum. Snorri Þorvaldsson setti 14 stig. Aron Eyjólfsson var með 11 stig og 10 fráköst en barátta hans smitar mikið útfrá sér og hann var að spila líklega sinn besta leik fyrir Hamar. Bjartmar Halldórsson stjórnaði leik liðsins af stakri snilld og var með 10 stoðsendingar og auk þess að skila 5 stigum. Allir aðrir leikmenn liðsins skiluðu sínu og spiluðu mjög vel!

Næsti leikur hjá strákunum er næstkomandi fimmtudag í frystikistunni kl:19:15 en þá koma Vængir Júpitersmenn í heimsókn.

Hamar og keflavík mættustu í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimastúlkur í 6 sæti deildarinnar, en Keflavík í því þriðja. Hamarstúlkur byrjuðu leikinn mun ákveðnari og komust þær í 18-11. Þá settu Keflavíkur stúlkur í gírinn og minnkuðu muninn niður í tvö stig, staðan 21-19 eftir fyrstaleikhluta. Í öðrum leikhluta var öllu jafnara. Liðin skiptust á að skora og fór Di’Amber mikinn fyrir heimastúlkur, Það var þó keflavík sem átti lokaorð fyrri hálfleiks þegar Bryndís skoraði og kom hún sínu liði yfir 36-37. Atkvæðamest hjá Hamari var Di’Amber með 14 stig en hjá Keflavík var Sara með 11 stig. Í síðari hálfleik voru það Keflavík sem tóku yfirhöndina, þær unnu þriðja leikhlutann með 12 stigum 8-20 og leiddu fyrir lokafjórðunginn 44-57. Muninum héldu þær svo lengst af í +-10 stigum eða þar til að um tvær mínútur voru til leiksloka. Þá byrjaði Hamarsliðið fínt áhlaup, þegar um 24 sekúndur voru eftir í stöðunni 64-72, fékk Di’Amber 3 vítaskot, eitt þeirra geigaði þó og því var munurinn 6 stig. Landry fékk svo tvö skot hinu megin sem bæði rötuðu rétta leið. Það var svo þegar 10 sek voru eftir að Di’Amber setti þrist frá selfossi og minnkaði muninn í þrjú stig 71-74. Hamarstúlkur brutu strax og Landry stillti sér upp á línuna, fyrra skotið geigaði!! en það seinna fór niður og Hamar tók leikhlé, Di’Amber fékk svo boltann og fór hún í þriggja stiga tilraun. Sú tilraun geigaði og leiknum lauk því með 4 stiga sigri Keflavíkur 71-75.

Hjá Hamri var Di’Amber með 26 stig og 9 fráköst en Fanney Lind með 14. Hjá Keflavík var Landry með 23 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar, en Bryndís skilaði trölla tvennu 18 stigum og 22 fráköstum