Hamar mætti Njarðvík í Reykjaneshöllini í gær. Leikurinn byrjaði frekar rólega en Njarðvíkingar voru þó meira með boltann.
Hamar mætti Njarðvík í Reykjaneshöllini í gær. Leikurinn byrjaði frekar rólega en Njarðvíkingar voru þó meira með boltann.
Laugardaginn 22. mars hélt meistaraflokkur Hamars hópa og firmakeppni. Það er hægt að segja að keppnin heppnaðist mjög vel og tóku tíu lið þátt eða allt að níutíu þáttakendur.
Sunnudagsbadmintonið byrjaði í dag og mættu hátt í 30 manns til að iðka íþróttina. Sá yngsti var 5 ára og sá elsti yfir sjötugt. Spilað var á 7 völlum í einliðaleik, tvíliðaleik og frjálsu spili 🙂
Við minnum á það að öllum er heimil þátttaka í þessum tímum. Fyrsti tíminn er frír en eftir það er borgað 500 kr. á mann og 1.000 kr. á fjölskyldu óháð stærð. Frítt er fyrir þá sem hafa keypt önnur námskeið á vegum badmintondeildar.
Sjá nánar á facebook síðu Badmintondeildar.
Leikurinn var varla byrjaður þegar Gróttumenn voru komnir í 1-0 eftir 40 sek. Þar var að verki Pétur Már Harðarson.
Þetta var fyrsti alvöru leikur undir stjórn nýs þjálfara Ingólfs Þórarinssonar.
Markús Andri er genginn til liðs við Hamar en hann er miðjumaður. Markús Andri er 22 ára gamall og kemur frá félaginu Augnablik. Hann kemur til með að styrkja lið Hamars verulega á tímabilinu.
Samúel Arnar Kjartansson er gengin til liðs við Hamar frá Ými.
Ingþór og Tómas Ingvi hafa skrifað undir tveggja ára samning við Hamar.
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Hefur verið útnefndur sem:
Knattspyrnumaður Hamars árið 2013
Björn byrjaði að spila með Mfl Hamars árið 2009. Hann hefur því leikið fimm tímabil með flokknum, spilað 101 leik og verið markmaður liðsins.
Hann var einn af lykilmönnnum liðsins árið 2013, spilaði alla leiki liðsins í deild og bikar eða 25 talsins. Björn hélt markinu hreinu þrisvar á erfiðu tímabili.
Hann hefur bætt sig gríðarlega sem knattspyrnumaður á síðasta ári, styrkt sig líkamlega og þroskast sem leikmaður.
Björn er góð fyrirmynd innan sem utan vallar og er vel að titlinum kominn sem Knattspyrnumaður Hamars árið 2013.
Við í knattspyrnudeild óskum Birni til hamingju.
Ævar Sigurðsson og Björn Metúsalem