Posts

KKd. Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili. Þorsteinn Gunnlaugsson hefur sammið við Lárus Inga og félaga í Hamri en Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1.deildinni og spilar jafnan sem framherji. Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali sl. vetur og verður án efa góður liðstyrkur fyrir Hvergerðinga.

Á meðfylgjandi mynd eru samningar handsalaðir og bæði Þorsteinn og Lárus Ingi í keppnisgallanum 🙂

5. flokkur Hamars/Ægis sigurvegarar á N1 móti KA

10443125_799600836741395_9134460625331803632_o 10491096_10152453931847752_4297038746879455163_n

Sameiginlegt lið Hamars/Ægis í 5. flokki karla sendi tvö lið á stærsta knattspyrnumót landsins, N1

mót KA. Um fimmtán hundruð leikmenn tóku þátt í mótinu sem fram fór á Akureyri dagana 2. -5. júlí.

10488093_10152453934472752_2100860344324863812_n 10509564_10152453938502752_6789055638118157329_n 10448789_10152453929637752_5797875959965391835_n

Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir töluverða vætu.

Bæði náðu liðin frábærum árangri, en þau kepptu annars vegar í Chileansku deildinni og hins vegar í

þeirri Ensku.

10402943_10152453957757752_3155773250651852480_n  10462715_10152453949182752_5677050187949503341_n

E-lið Hamars/Ægis komst í átta liða úrslit og endaði í fimmta sæti, sem er glæsilegur árangur.

C-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði sína deild eftir harða baráttu við Tindastól í úrslitaleik sem endaði

með vítaspyrnukeppni.

Leikmenn og þjálfarar eiga hrós skilið fyrir frábæran árangur. Það er óhætt að segja að samstarf

félaganna sé vel heppnað og framtíðin björt!

10527455_10152453965967752_930089633900602702_n 10352347_10152453966542752_4128489283428676014_n 10410636_10152453973747752_3035499498070800210_n

Gleði tár.

Smábæjarleikarnir á Blönduósi

Helgina 21-22 júní fóru fram Smábæjarleikar Arion banka á Blönduósi. Það er knattspyrnumót fyrir

yngri flokka frá minni bæjarfélögum og dreifðari byggðum. Mótið fór fram í ágætisveðri þetta árið og

eins og í fyrra sendi Hamar fjögur lið til keppni, tvö lið í 6. Flokki og tvo lið í 7. Flokki.

Heilt á litið var árangur Hamarsmanna mjög góður. Fleiri leikir unnust en töpuðust hjá öllum liðum

og B-lið 6.flokksins, skipað strákum á yngra ári tók sig til og tapaði ekki einum einasta leik og sigraði

mótið á hádramatískan hátt eftir að hafa lent þremur mörkum undir í úrslitaleik. Þeir létu ekki

mótlætið buga sig og rétt fyrir lok venjulegs leiktíma jafnaði Hamar. Svo skammt var til leiksloka

að dómarinn var búinn að setja upp í sig flautuna og átti bara eftir að frussa í hana í síðasta sinn.

Framlenging staðreynd!

Mikil barátta var alla framlengingu og skildu bæði lið jöfn eftir hana og samkvæmt reglum mótsins

var hlutkesti látið ráða úrslitum í leiknum. Liðstjórar og þjálfarar voru kallaðir á fund mótanefndar

þar sem hlutkestið var framkvæmt í vitna viðurvist en þó inn á lokaðri skrifstofu 150m frá vellinum.

Á meðan biðu leikmenn með hendur á öxlum hvers annars og foreldrar með hendurnar upp í

sér, nagandi á sér neglurnar af spennu. Eftir óratíma, að undirrituðum fannst, birtist svo liðstjóri

Hamarsliðsins með geislandi sólskinsbros á vör og ljóst varð að Hamar hafði sigrað hlutkestið og þar

með mótið. Gríðarlegur fögnuður braust út og stolt og gleði skein úr hverju andliti. Vissulega má segja

að hlutkesti sé ekki sanngjörn leið til að knýja á um úrslit, en það datt með okkur í þetta skiptið.

Yngstu strákarnir voru að spila á sínu fyrsta stóra móti og var ég svo heppinn að vera liðstjóri þeirra.

Á ýmsu gekk hjá þeim og tók þá ca tvo leiki að aðlagast kick & run leikstílnum sem undirritaður taldi

vænlegasta kost í stöðunni. Byrjað var á að finna þann sem gæti tekið lengsta útsparkið og hann

settur í markið. Hinir fengu svo það hlutverk að ná boltanum og skora. Leikplanið gekk fullkomlega

upp og röðuðu mínir menn inn mörkunum. Það þurfti stundum að minna leikmenn á að vörn væri

skemmtilegt tilbrigði við fótboltan en það náði ekki eyrum allra. Það er skemmst frá því að segja að

mínir menn unnu hvern leikinn á eftir öðrum. Endaði liðið í 5 sæti og verður það að teljast frábært og

framar björtustu vonum mínum.

Það er heldur betur að koma í ljós hvað góð þjálfun og bestu mögulegar aðstæður er strax

farin að skila sér í betri fótbolta, betri leikmönnum og betri úrslitum. Já og auðvitað ánægðri

stuðningsmönnum sem voru, eins og allir leikmenn, Hamri og Hveragerði til sóma.

Þorsteinn T. Ragnarsson

Á dögunum var gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara hjá karlaliði Hamars í körfuboltanum.  Ari Gunnarsson er tekinn við liðinu af Braga Bjarnasyni.  Ari þekkir vel til í Hveragerði sem er auðvita stór kostur en hann spilaði með liðinu fyrir nokkrum árum og þjálfaði einnig kvennalið félagsins. Bundnar eru miklar vonir við ráðningu Ara enda reyndur og fær þjálfari og vonandi nær hann að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.  Ari var á síðasta tímabili aðstoðarþjálfari hjá Val sem féll úr Dominos deildinni.

Á sama tíma og Ari skrifað undir var gerður áframhaldandi samningur við Halldór Gunnar Jónsson fyrirliða liðsins en Halldór hefur spilað síðustu þrjú keppnistímabil með Hamri og ánægjulegt að liðið mun njóta starfskrafta hans áfram.  Halldór spilaði alla 18 deildarleik liðsins á síðasta tímabili og var með tæp 15 stig að meðtaltali.

Gaman að segja frá því að samningarnir voru undirritaðir í frystigeymslu Kjörís í Hveragerði og hafi Lárus formaður orð á því að um væri að ræða köldustu samninga Íslandssögunnar.

ÁFRAM Hamar

Hamar komst áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins með því að vinna KF 3-2 í mjög fjörugum leik.

10295192_236544183207215_6991742772692205732_o

 

Markaskorarar Hamars voru Samúel Arnar Kjartansson með tvö og Ingþór Björgvinsson.
10339447_238167756378191_1906244762949546597_o
Samúel Arnar
Dregið verður í 16 liða úrslitinn á föstudaginn kl. 12:00.

Hamar sló KFR út í Borgunarbikarnum í kvöld.

Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og á 22 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrir Hamarsmenn flott mark. Skömmu áður hafið Samúel reyndar misnotað sannkallað dauðafæri.  Þetta var hans fjórða mark fyrir Hamar í tveimur leikjum.

016-1

Samúel Arnar Kjartansson.

Það var mun meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik en Hamarsmenn héldu þetta út og unnu sanngjarnan sigur á liði KFR.

Hamar er því komið í 32 liða pottinn sem dregið verður úr á föstudaginn næsta þar sem úrvalsdeildar liðin verða með.

Í dag fékk Mark Lavery leikheimild með Hamri og kemur hann til með að vera klár í leikinn gegn KH á laugardaginn.

Mark er 23 ára miðvörður sem kemur frá Bandaríkjunum og mun hann styrkja lið Hamars mikið.

Við bjóðum Mark Lavery því velkominn í frábæran hóp leikmanna.

040-1

Mark Lavery

Hamarsmenn komust áfram eftir 6-1 sigur á Snæfelli.  Sigurinn hefði getað verið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir frábærar markvörslur frá markmanni Snæfells.

Á 30 mínútu skoraði Samúel Arnar Kjartansson fyrsta markið og staðan orðin 1-0.

Í uppbótartíma í fyrrihálfleik bætti svo Tómas Ingvi Hassing við öðru marki  og staðan því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Á 54 mínútu skoraði svo Samúel Arnar Kjartansson sitt annað mark í leiknum.

Það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur frá marki Hamars þegar Snæfell fékk víti, úr henni skoraði svo Guðmundur Sigurbjörnsson og staðan orðin 3-1 eftir 57 mínútur.

Á 70 mínútu skoraði svo Tómas Ingvi Hassing sitt annað mark og staðan orðin 4-1.

Það var svo á 81 mínútu sem fyrirliðin okkar Ingþór Björgvinsson skoraði og staðan 5-1 fyrir Hamri.

Það var svo á 91 mínútu sem Samúel Arnar Kjartansson fullkomnaði þrennu sína og lokatölur því 6-1 fyrir Hamar.

Hamar mætir því KFR í næstu umferð.

Múrþjónusta Helga Þ. hf. skrifaði undir samstarfssamning við meistaraflokk Hamars í knattspyrnu. Samningurinn er mikil lyftistöng fyrir félagið en Múrþjónusta Helga Þ. hf hefur verið dyggur stuðningsaðili við Knattspyrnudeildina sem og aðrar deildir innan Hamars í gengum tíðina. Á meðfylgjandi myndum má sjá Davíð Helgason, einn af eigendum Múrþjónustunnar, og Ævar Sigurðsson formann Knattspyrnudeildar Hamars við undirskrift samnings. Knattspyrnudeildin fagnar samningi sem þessum.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                           Áfram Hamar!

photo 2 (9)

Firmakeppni badmintondeildar Hamars fór fram í Hamarshöllinni, laugardaginn 29. mars sl. Það voru 37 fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var keppnin liður í fjáröflun badmintondeildarinnar. Fjölmennt lið frá Aftureldingu í Mosfellsbæ heimsótti okkur og var með í keppninni, en Aftureldingarmenn voru í æfingabúðum hér í Hveragerði þessa helgi.
Sigurvegarar í keppninni urðu Bjarndís Helga Blöndal og Maria Thors, sem kepptu fyrir Varmá Restaurant / Frost og Funi guesthouse. Þær sigruðu Guðjón Helga Auðunsson og Aron Óttarsson, sem kepptu fyrir Blómaborg í æsispennandi úrslitaleik sem fór í oddalotu, 21-18 , 17-21 og 21-19.
Eftir mótið var slegið upp pizzuveislu frá Hoflandsetrinu.

Badmintondeild Hamars vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í mótinu, fyrirtækjunum sem styrktu þá og síðast en ekki síst Mosfellingum í Aftureldingu.

Meira hér