Posts

Fyrsta tap strákanna í 1. deildinni kom síðastliðin föstudag þegar þeir lágu fyrir Hetti á Egilstöðum 76-70. Fyrir vikið fór Höttur uppí fyrsta sætið með 8 stig eftir fimm leiki en Hamar er í öðru með 6 stig efttir fjóra leiki.

Strákarnir spiluðu ekki nægilega vel í leiknum á föstudag að undanskyldum fyrsta leikhlutanum þar sem liðið spilaði saman og hafði gaman af þessu. Því miður sýndi liðið ekki þann leik í næstu þremur leikhlutum og alltof margir leikmenn spiluðu undir getu. Þá var dómgæslan heldur ekki góð í leiknum og bar á miklu ósamræmi í dómum þó svo að það hafi ekki haft áhrif á úrslitin sem slík.

Þorsteinn Gunnlaugsson meiddist undir lokinn í leiknum og óvíst er hvort hann nái næsta leik en við krossum fingur og vonum það besta!

Stigahæstir í leiknum Þorsteinn Gunnlaugsson 19 stig og 7 fráköst, Julian Nelson 17 stig og 8 fráköst en liðið þarf að fá miklu meira frá honum en hann sýndi í þessum leik, Örn Sigurðarson 16 stig og 7 fráköst.

Nú er lag fyrir Hamarsmenn að  koma sterkir til baka því næsti leikur er annar toppslagur við Skagamenn sem hafa spilað vel undanfarið.

Áfram Hamar!

Í gær var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade-bikarnum en drátturinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hamarsstrákarnir fengu útileik við ÍA sem spilar í 1. deild eins og við. Stelpurnar fengu svo heimaleik við Grindavík en bæði lið spila í Domino´s-deildinni. Leikið verður helgina 5 – 7. desember næstkomandi.

Stelpurnar verða svo í eldlínunni í kvöld þegar þær heimasækja Íslandsmeistarlið Snæfells í Stykkishólmi í Domino´s-deildinni.

Strákarnir eiga leik á föstudaginn við Hött á Egilsstöðum og þarna er á ferðinn toppslagur 1. deildar. Lið Hattar hefur bara tapað einum leik af fjórum í deildinni og strákarnir okkar hafa sigrað alla þrjá leiki sína.

Áfram Hamar!

Helgin 8.-9. Nóvember

  • Minni bolti stúlkur (5-6 bekkur), spilar í Grindavík.
    • Laugardag við Njarðvík kl 13.30 og við Grindavík kl 15.30
    • Sunnudag við KR kl 09.30 og Keflavík kl 12.30
  • 7. Flokkur strákar (7. Bekkur), spilar í Ásgarði í Garðabæ, allir leikir á Laugardag
    • Kl 11.00 við Grindavík, kl 12.00 við Fjölnir og kl 15.00 við Stjörnuna
  • 9. Flokkur kvenna (9 bekkur) í Stykkishólmi.
    • Laugardagur við Skallgrím kl 15.30 og Hauka kl 18.00
    • Sunnudagur við Tindastól/Kormák kl 11.15 og Snæfell kl 13.45
  • 10. Flokkur karla (10 bekkur)
    • Laugardagur við Tindstóll/Kormákur kl 15.15 og Þór Ak kl 16.30
    • Sunnudagur við Tindastóll/Kormákur kl 09.00 og Þór Ak kl 11.30

Helgin 15.-16. Nóvember

  • Minni bolti strákar (5-6 bekkur), ekki komin staðsettning
  • 7. Flokkur stúlkur (7 bekkur), Suðurnesin
  • 9. Flokkur strákar, Seljaskóli í Breiðholti
  • 10. Flokkur stúlkur, Hafnarfjörður eða Hveragerði

Helgin 22.-23. Nóvember

  • 8. Flokkur stúlkur, ekki komin staðsetning
  • 8. Flokkur strákar, ekki komin staðsetning

32-liða úrslit í Poweradebikar karla fóru fram um helgina og komust okkar strákar áfram í 16-liða úrslitin eftir öruggan sigur á Álftanesi í gær en lokatölur voru 64-99.

Álftanes, sem spilar í 2.deild, byrjuðu betur á heimavelli og leiddu 5-4 eftir þriggja mínútu leik en Hamarsmenn voru seinir í gang í leiknum og leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta 12-16. Í öðrum leikhluta reyndu strákarnir að keyra upp hraðann með misjöfnum árangri en sóknin fór að ganga betur en varnarleikurinn var ekki nógur góður. Annar leikhluti fór 20-28 og leiddu okkar menn 32-44 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var skárri en sá fyrri en það var þó ekki fyrr en í upphafi síðasta leikhlutans sem Hamarsmenn stungu hressilega af. Staðan fyrir síðasta leikhlutan var 51-70 og strákarnir sigrðu svo með 35 stiga mun 64-99. Allir leikmenn liðsins fengu að spila töluvert og náðu þeir allir að setja stig á töfluna sem er gott.

Tveir nýjir leikmenn spiluðu í þessum leik annars vegar Birgir Þór Sverrisson sem kom frá ÍR en er uppalinn hjá Skallagrími og hins vegar Sigurður Orri Hafþórsson en hann er byrjaður aftur eftir smá hlé en hann spilaði með liðinu eftir áramót í fyrra. Þeir komust vel frá sínu og styrkja liðið töluvert. Þorsteinn Gunnlaugsson spilaði ekki í gær vegna meiðsla og munar um minna, en vonir standa til að hann verði klár í næsta deildarleik.

Stigahæstir í gær voru Julian Nelson 17 stig, Hjalti Ásberg Þorleifsson 16 stig, Halldór Gunnar Jónsson 15 stig, Örn Sigurðarson 10 stig en eins og áður sagði skoruðu allir 12 leikmenn liðsins í leiknum.

Næsti leikur er erfiður útileikur á Egilsstöðum næstkomandi föstudag. Lið Hattar hefur spilað fjóra leiki í deildinni og unnið þrjá og eru með hörkulið sem spilar alltaf vel á heimavelli. Mikilvægur leikur í toppslaganum sem strákarnir ætla sér að sigra.

Áfram Hamar!

32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga útileik við Álftanes og fer leikurinn fram á laugardag kl: 16:30.

Lið Álfanes spilar í 2.deild og  þeir hafa spilað þrjá leiki á tímabilinu og unnið einn. Mikilvægt er að strákarnir komi grimmir til leiks á laugardag því þó Hamarsliðið hafa unnið fyrstu þrjá leikina hefur spilamennska verið upp og ofan. Framunda eru svo mikilvægir leikir í deildinni.

Hvetjum fólk að gera sér bíltúr í bæinn á laugardaginn og hvetja strákana til sigurs 🙂

Áfram Hamar!

 

 

Yngri flokkar Hamars 25.-26. okt. 2014

Krakkarnir í áttunda flokki karla og kvenna voru að keppa helgina 25.-26. Október á íslandsmótinu, stelpurnar spiluðu í Garðabæ og strákarnir í Hveragerði. Báðir þessir flokkar eru í samstarfi Hrunamanna og Hamars og báðum þessum flokkum gekk mjög vel á sínum mótum. Stelpurnar spiluð í B-riðli og voru spilaðir tveir leikir á laugardegi og tveir leikir á sunnudegi, strákarnir spiluð hinsvegar bara tvo leiki þar sem Afturelding boðaði forföll og spiluðu þeir sína leiki á laugardeginum í Dalnum. Líkt og áður sagði þá spiluðu bæði liðinn flottan körfubolta og var sérstaklega gaman að Myndbær Hvergerðis kom í heimsókn og náði nokkrum frábærum myndum af strákunum.

Stúlkur

Hamar/Hrunamenn – Stjarnan  39-15

Hamar/Hrunamenn – Ármann  35-37

Hamar/Hrunamenn – Haukar  28-29

Hamar/Hrunamenn – Breiðablik  34-23

Strákar

Hamar/Hrunamenn – ÍR  32-30

Hamar/Hrunamenn – ÍR b  71-7

 

Myndir af strákunum má sjá á Facebook síðu Hveragerði Mynda-bær eða í myndasafni körfuboltans hér á síðunni

10. flokkur kvenna

Helgin var viðburðarík hjá yngri flokkum Hamars og var farið um víða vegu í keppnisferðir Stelpurnar í 10. Flokki voru að spila á Hvammstanga þar sem þær öttu kappi við Snæfell og sameiginlegt lið Kormáks og Tindastóls. Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi verið afskaplega heppnar með keppnishelgi þar sem Hvalfrjarðargönginn voru lokuð og farið var nokkur ár aftur í tíman og Hvalfjörðurinn keyrður. Það er þó með þetta eins og önnur keppnisferðalög að ef góða skapið er með í för það verður allt miklu léttara og það var rauninn að þessu sinni.  Því miður vanns ekki sigur í þessari ferð en allri komu þó sáttir heim J

-Hamar – Snæfell  29-53

-Hamar – Kormákur/Tindastóll  34-53

IMG_0346

 

9. flokkur karla

Strákarnir í 9. Flokk Hamars þurftu að fara aðeins styttra en stelpurnar í 10. Flokk og var þeirra mót haldið í íþróttahúsi kennaraháskólans í Reykjavík. Strákarnir þurftu að byrja í D-riðli þar sem Hamar dróg lið sitt úr keppni síðastliðinn vetur og til að gera langa sögu stutta þá unnu strákarnir alla sína leiki örugglega og spila því í C-riðli næst, frábært hjá strákunum og vonandi gengur jafnvel á næsta móti.

-Hamar – Ármann  62-53

-Hamar – KFÍ  68-28

-Hamar – Njarðvík b  63-44

 

7. flokkur kvenna

Stelpurnar í 7. Flokki spila í sameiginlegu lið með Hrunamönnum og voru þær að spila í A-riðli, mótið var haldið að Flúðum og voru spilaðir tveir leikir á laugardag og tveir leikir á sunnudag. Á laugardeginum spiluðu stelpurnar fyrst við KR þar sem öruggur sigur vannst og eftir það spiluðu þær við ríkjandi Íslandsmeistara úr Grindavík þar sem um hörkuleik var að ræða, stelpurnar töpuðu leiknum með þremur stigum en geta verið virkilega stoltar og sýndu svo sannarlega að þarna eru fullt af efnilegum stúlkum á ferðinni.  Sunnudagurinn hófst svo á leik við Keflavík þar sem okkar stelpur virtust ekki alveg vera komnar á fætur og tapaðist hann því miður en gengur bara betur næst. Síðast leikurinn á mótinu var síðan gegn Njarðvík og þar var sigur okkar stúlkna aldrei í hættu og góður endir á góðri helgi sem fer svo sannarlega í reynslubankann hjá stelpunum.

-Hrunnamenn/Hamar – KR  77-12

-Hrunamenn/Hamar – Grindavík  39-42

-Hrunamenn/Hamar – Keflavík  21-34

-Hrunamenn/Hamar – Njarðvík  44-38

 

Minni bolti karla

Hamar-Hrunamenn og Þór senda sameiginlegt lið til keppni í þessum aldurshópi og voru strákarnir að keppa í Stykkishólmi, spilaðir voru tveir leikir á laugardag og tveir leikir á sunnudag.  Strákarnir voru að spila í B-riðli og annsi mörg stór félög sem keppt var við, á laugardeginum var byrjað á að spila við Fjölni þar sem öruggur sigur okkar manna var staðreynd og allt í blóma. Seinni leikurinn á laugardeginum var síðan gegn Njarðvík og okkar menn enn í gírnum og öruggur sigur staðreynd og frábær laugardagur að kveldi kominn. Á sunnudeginum var síðan fyrri leikurinn við  Grindavík og fyrirfram ljóst að erfit verk væri fyrir höndum, strákarnir stóðu sig hinsvegar frábærlega og lönduðu fjögura stiga sigri og allt í blóma líkt og Blómstrandi dögum í Hveragerði J.  Síðasti leikurinn hjá strákunum var síðan við Snæfell og fyrir hann orðið ljóst að okkar strákar væru búnir að tryggja sér sæti í A-riðli og auðvitað kláruðu strákarnir verkið með sóma þar sem öruggur sigur á Snæfell var staðreynd. Frábærri helgi lokið og allir gátu haldið sáttir heim J

-Hrunamenn/Þór/Hamar  – Fjölnir  53-28

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Njarðvík  75-29

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Grindavík  35-31

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Snæfell  59-36

Hamarsliðið heldur sigurgöngu sinni áfram í 1.deild karla og eru nú eina liðið sem ekki hefur tapað leik í deildinni. Fyrsti heimaleikurnn var í gær þegar nágrannar okkar frá Selfossi kíktu í frystikistuna. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið Val og Breiðablik úti nokkið örugglega. FSu liðið mætti gríðarlega vel stemmt til leiks og virtist sem okkar menn væri ekki tilbúnir í verkefnið. Þegar tvær mínútur voru eftir af 1.leikhluta voru gestirnar frá Selfossi með 11-20 forustu og leiddu 14-20 þegar 2.leikhluti hófst.

Spennustigið í leiknum var hátt og nokkuð harður leikur sem dómararnir höfðu fín tök á. Hamarsstrákarnir fóru að bíta meira frá sér í 2.leikhluta og voru ákveðnari en í 1.leikhluta. Gestirnir voru samt alltaf með frumkvæðið en Hamar var tvisvar yfir í þessum leikhluta en FSu náðið alltaf forustunni aftur og þegar flautann gall í fyrrihálfleik hafði FSu 33-38 verðskuldað forustu.

Eins og í 1.leikhluta virtust strákarnir ekki tilbúnir í 3.leikhlutann og FSu hafði áfram forustuna. Þegar fjórar mínútur voru búnar af 3.leikhluta voru gestirnir með 45-56 forustu en sem betur fer vöknuð okkar drengir á þessum tímapunkti í leiknum og fóru að þjarma að Selfissingum. Varnarleikurinn batnaði og sóknin fór að ganga eins og góður Kjörís Hlunkur. Hamarsliðið náði að jafna leikinn áður en 3. leikhluta lauk og loksins var liðið farið að sýna sitt rétta andlit. Staðan fyrir síðasta hlutan jöfn 65-65.

4.leikhlutinn var spennandi en varð kannski ekki eins spennandi og margir í húsinu hédlu þegar hann hófst. Nú fór reynslan kannski að segja til sín en í okkar röðum eru strákar sem hafa kannski meiri reynslu en ungt og efnilegt FSu-lið. Það kom á daginn í stöðunni 70-74 fyrir FSu sögðu Hamarspiltar hingað og ekki lengra og gerðu útum leikinn á næstu þremur mínútum og skoruð 12 stig gegn engu hjá FSu og staðn allt í einu 82-74. Þá var aðeins formsatriði að klára leikinn þegar þarna var komið við sögu. Lokstaðan 84-78 sigur Hamarsmanna.

Gaman var að sjá hversu góð mæting var á þennan leik og stemmingin á leiknum var góð. Strákarnir vilja þakka þeim sem komu og hvetja alla til að mæta á leiki í vetur en þeir lofa tómlausri skemmtun og gleði.

Julian Nelson átti mjög góðan leik í gær og setti niður 34 stig þar af 19 í seinni hálfleik. Hann tók að auki 8 fráköst og var með 27 framlagsstig. Fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson fór fyrir liðinu í seinasta leikhlutanum og setti niður þrjár mikilvægar 3. stiga körfu og hann endaði leikinn með 19 stig, 4 fráköst og 18 framlagstig. Stálhamarinn Þorsteinn Gunnlaugsson skilaði sínu og gott betur með 13 stig, 14 fráköst og 27 framlagsstig auk þess að spila frábæran varnarleik á Collin Pryor og hélt honum í aðeins 14 stigum sem er lítið á þeim bænum. Bjarni Rúnar Lárusson spilaði mjög vel í seinni hálfleik og skoraði 4 stig, tók 6 fráköst og var með 7 framlagsstig. Klárlega framlög úr öllum áttum og allir þeir sem komu við sögu í leiknum skiluðu sínu en leikmenn liðsins verða gera sér grein fyrir því að þetta gerist ekki af sjálfu sér og það verður að hafa fyrir öllum sigrum í þessari deild.

Næsti leikur er bikarleikur um komandi helgi við Álftanes úti en næsti leikur í deild er ekki fyrr en 7. nóvember á Egilstöðum.

Áfram Hamar!

Á morgun er fyrsti heimaleikurinn hjá Hamarsstrákunum í 1.deildinni þetta tímabilið og það er enginn smá leikur! Sannur suðurlandsslagur þegar FSu kemur í heimsókn í frystikisuna og hefst leikurinn kl: 19:15.

Strákarnir hafa farið vel af stað í Íslandsmótinu og unnið báða útileikina gegn Val og Breiðabliki. FSu hefur unnið einn af sínum leikjum og tapað einum. Þetta eru ávalt svaka leikir þegar þessi tvö lið mætast og það verður enginn svikinn af því að mæta í frystikistuna á morgun.

Fyrir þá fáu sem ekki komast geta horft á leikinn á þessum link http://www.hamarsport.is/korfubolti/hamar-tv/

Áfram Hamar!

Síðasta föstudagskvöld sigruðu Hamarsmenn lið Blika í Kópavogi en lokatölur voru 70-85. Leikurinn byrjaði fjörlega og ekki mikið um varnir til að byrja með eins tölurnar gáfu til kynna en þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður var staðan 13-19 okkar drengjum í vil. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 21-28 Hamri í vil. Þorsteinn Gunnlaugsson fór hreinlega hamförum í þessum leikhluta og skoraði 15 stig.

Í öðrum leikhluta hertust varnirnar og töluvert var af mistökum beggja liða og leikurinn ekki fallegur á að horfa. Blikar náðu að sigra þennan leikhluta 17-14 því var staðan 38-42 Hamri í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Breiðabliksmenn byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var munurinn allt í einu eitt stig, 51-52 fyrir Hamari. Eftir þetta gáfu okkar drengir aftur í og náðu að koma muninum uppí 7 stig, 53-60, en Blikar áttu góðan sprett í lokinn á leikhlutanum og munurinn 4 stig fyrir síðasta leikhlutann 58-62.

Í fjórða og síðasta leikhlutanum var aldrei spurning hvar sigurinn mundi lenda en Hamarsdrengir sýndu sitt rétta andlit og keyrðu öruggum sigri heim. Tölur sem sáust í þessum leikhluta 60-66, 60-71, 60-74, 60-77, 66-82 og lokatölur 70-85. Þetta var langbesti leikhluti okkar manna í leiknum og Blikar áttu engin svör við frábærum leik á þessum kafla.

Tölfræði úr leiknum. Þorsteinn Gunnlaugsson 25 stig, 15 fráköst og 31 framlagsstig. Julian Nelson 21 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 21 framlagsstig. Örn Sigurðarson 16, 6 fráköst og 16 framlagsstig. Halldór Gunnar Jónsson 13 stig, 3 stoðsendingar og 13 framlagsstig. Kristinn Ólafsson 4 stig, 4 stoðsendingar og 5 framlagsstig. Bjartmar Halldórsson 4 stig, 3 stoðsendingar og 6 framlagsstig. Bjarni Rúnar Lárusson 2 stig, 4 fráköst og 3 framlagsstig.

Næsti leikur er á fimmtudag og er þetta fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum. Það verður enginn smá leikur en FSu kemur í heimsókn í frystikistuna. Allir að mæta!

Áfram Hamar!

Mynd: karfan.is úr leiknum á móti Blikum.