Posts

Á morgun fimmtudag kl: 20:15 koma Valsmenn í heimsókn í frystikistuna að spila við okkar drengi. Liðin mættustu í fyrsta leik tímabilsins í haust þar sem Hamar vann nokkuð sannfærandi . Valsmenn hafa spilað sjö leiki í deildinni og unnið fjóra á meðan Hamar hefur sigrað sex í sjö leikjum. Strákarnir hafa verið á góðu skriði í síðustu leikjum og áttu mjög góðan leik í síðustu umferð á móti KFÍ. Valsliðið hefur verið upp og ofan á þessum tímabili en þeir munu klárlega selja sig dýrt á morgun.

Með Val leikur Danero Thomas sem spilaði í frystikistunni á síðasta tímabili og jafnframt er Ágúst Björvins þjálfari Valsmanna en hann þekkir vel til Hamarsliðsins en eins og allir vita þjálfaði hann bæði kalla og kvennalið félagsins á sínum tíma. Í okkar liði eru tveir leikmenn sem hafa spilað með Val þeir Snorri Þorvaldsson og Kristinn Ólafsson, Ari þjálfari var aðstoðaþjálfari hjá Valsmönnum á síðasta tímabili.

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl: 20:15.

Allir að fjölmenna í frystikistuna á morgun og styðja strákana í baráttunni!

Áfram Hamar!

Mynd: Kristinn Ólafsson mætir sínum gömul félögum á morgun.

Síðastliðinn laugardag fóru stúlkurnar okkar í Kópavoginn og spiluðu við Breiðablik, þetta var annar leikurinn með nýjan erlendann leikmann og smá spenna í hópnum fyrir leiknum þar sem Breiðablik hafði unnið fyrri leik þessara liða í Hveragerði.  Það er óhætt að segja að aðeins hafi verið farið að fara um stuðningsmenn Hamars eftir fyrsta leikhluta því Breiðablik hafði tekið öll völd á vellinum síðustu tvær og hálfa mínúttuna og skorað síðustu tíu stig leikhlutans (20-12).  Allt annað Hamarslið mætti hinsvegar til leiks í öðrum leikhluta og tóks stelpunum okkar að halda Breiðablik í sex stigum allan annan leikhluta á meðan okkar lið skoraði sextán stig. Það var því mun léttara yfr áhorfendum og stelpunum í hálfleik en verið hafði tíu mínúttum áður og leiddu Hamarsstúlkur í 26-28.  Í þriðja leikhluta var nokkuð jafnræði með liðunum þótt Hamar hafi unnið leikhlutan með fjórum stigum (44-50). Það var síðan í fjórða leikhluta sem leiðir skildu og þægilegum sextán stiga sigri landað (50-66) og vonandi verður þetta neistinn sem þarf til að kveikja í liðinu fyrir jólatörninna. Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að minnast á flottan leik Kristrúnar Rutar sem skoraði 9 stig, klikkaði ekki á tveggja stiga skoti, gaf 5 stoðsendingar og reif til sín 4 fráköst, sannarlega flottur leikur hjá henni. Í lokinn er svo rétt að minna á næsta heimaleik hjá stelpunum sem er gegn Haukum á miðvikudag 3.des kl 19.15

 

Sydnei Moss  25 stig og 12 fráköst

Þórunn Bjarnad  11 stig og 3 fráköst

Kristrún Rut  9 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar

Sallbjörg (Dalla)  8 stig og 9 fráköst

Sóley  5 stig og 10 fráköst

Heiða  6 stig og 6 fráköst

Helga Vala 2 stig

Ísfirðingar mættu borubrattir til Hveragerðis í kvöld eftir að hafa nælt í sinn annan sigur gegn Val í síðustu umferð, Hvergerðingar voru þó ekki að stressa sig á því enda höfðu Hamarsmenn unnið þrjá leiki í röð, og sex af síðustu sjö leikjum sínum. Liðin byrjuð nokkuð jafnt, en það voru þó gestirnir sem leiddu í byrjun og náðu mest sex stiga mun 10-16, Hamarsmenn voru ekki að hitta vel úr skotunum sínum gegn svæðisvörn KFÍ, en hvað er betra en að eiga Halldór Jónsson á bekknum þá, Halldóri var skipt inná um miðjan fyrsta leikhluta og enduðu Hamarsmenn leikhlutann með 20-8 sprett og staðan 30-24 eftir fyrsta fjóðung. Í öðrum leikhluta hélt Hamarsvélin áfram að malla og bættu þeir jafnt og þétt við forskotið staðan í hálfleik 54-38. Síðari hálfleikur hefur oft reynst Hamri erfiður en þeir eiga það oft til að detta niður í leik sínum, Það var þó ekki upp á teningnum í þetta skiptið, Strákarnir frá Hveragerði héldu áfram að valta yfir Ísfirðinga og sáust tölur eins og 67-43, 72-45 og þegar leikhlutanum lauk var munurinn 24 stig. 82-58. Síðasti leikhlutinn var því bara leikinn af skildunum einum og náðu Hvergerðingar í enn einn skyldusigurinn, Lokatölur 110-82. Atkvæða mestur hjá Hamri var sem fyrr Þorsteinn Gunnlaugsson með 27 stig og 15 fráköst, En Julian Nelson var einnig með 27 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, Allir lögðu þó sitt á vogaskálarnar hjá Hamri og skoruðu allir leikmenn liðsins, að fráskyldum Mikael Rúnari, Hjá KFÍ var það Nebojsa með 26 stig en aðrir minna.

Hálka á Heiðinni í kvöld en hiti í Frystikistunni og leikur Hamars og Vals bauð upp á góða spennu og králega framfarir að hálfu heimakvenna en Valur silgdi að endingu sigrinum heim 54-64 með öflugri vörn síðustu mínútur leiksins.
Heimakonur með Sydnei Moss sem nýjan leikmann byrjuðu á að komast í 4-0 en Valskonur jöfnuðu jafn harðan 4-4 og þannig leið fyrsti hálfleikur en Valur náði 12-18 forustu áður en Sidney Moss setti 2 síðustu stig leikhlutans og 14-18. Joanna Harden byrjaði á bekknum ásamt Kristrúnu Sigurjóns en þær komu þó við sögu í enda leikhlutans.
2.leikhluti var jafn á öllum tölum en Þórunn Bjarna kom Hamri yfir 19-18 með góðum þrist en að loknum fyrri hálfleik héldu Valskonur enn forustu, 33-35. Guðbjörg með 3ja stiga körfu undir lok leikhlutans og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum í fyrri hálfleik.
Valskonur og Gústi gerðu smátt og smátt þrautirnar þyngri fyrir heimakonur í 3. og 4. leikhluta með öflugri varnarleik og pressu sem skilaði því að Hamar sóttist sóknin seint og voru oftar en ekki að nýta slæm skot til að ljúka sóknunum áður en skotklukkan gall. Þrátt fyrir þetta héldu Hamarskonur sig inn í leiknum og voru á stundum óheppnar með skotin sín, 47-52 að loknum 3. leikhluta og allt gat gerst.
Eftir að Sóley Guðgeirs setti þrist og minnkaði muninn í 50-54 þegar rúmar 8 mínútur lifðu leiks komu aðeins 4 stig heima kvenna meðan Valur setti 11 stig og silgdu sigrinum heim nokkuð öruggt.
Best hjá Val í kvöld var klárlega Ragna Margrét með 18 stig og 17 fráköst (33 framlagsstig) Guðbjörg öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, með 16 stig í kvöld en aðrar minna. Það vakti nokkuð athygli undirritaðs slakt framlag hjá Joanna Harden í kvöld. Hvort sem skotnýting upp á 8% innan teigs sé valdur þess að hún byrja á bekknum eða öfugt má ljóst vera að hún hefur átt betri leik en í kvöld og Valur á mikið inni hjá henni sem og Fanney Lind sem allir vita að getur miklu meira en hún sýndi þetta kvöldið. Fanney var þó öflug varnarlega þó svo að skotin hafi verið off í kvöld.
Hjá Hamri var nýji leikmaðurinn Sydney Moss öflug með 18 stig og 10 fráköst en Þórunn var einnig skeinuhætt sínum gömlu félögum með 11 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Annars var byrjunarlið Hamars að skora 52 af 54 stigum meðan bekkurinn hjá Val var með 18 stig og í því liggur munurinn.
Tölfræði úr leiknum er að finna inn á kki.is

Næsti leikur Hamars er mikilvægur í ljósi stöðunnar í deildinni en það er útileikur gegn Blikum á laugardag kl 16:30 í Kópavoginum.

Myndasíða Gumma Erlings.

Á morgun sunnudag kl:16:00 munu strákarnir okkar etja kappi við lið Þórs frá Akureyri og fer leikurinn fram í Síðuskóla á Akureyri. Þórsarar hafa ekki ennþá unnið leik í deildinni en þeir eru nýkomnir með erlendan leikmann sem styrkir þá eðlilega. Okkar drengir hafa farið nokkuð vel af stað í deildinni og unnið fjóra leiki en eina tapið kom á Egilsstöðum.

Úrslit leikja í síðustu þremur heimsóknum okkar á Akureyri, tímabilið 2012/2013 83-80 heimasigur, 2013/2014 81-88 sigur okkar manna og á síðasta tímabili unnu heimamenn með minnsta mun 99-98.

Ef Hamarsmenn ná sigri á morgun fara þeir einir á topppinn. Næsti heimaleikur hjá þeim er svo næstkomandi föstudag við KFÍ.

Áfram Hamar!

Kvennalið Hamars hefur gengið frá ráðningu á nýjum erlendum leikmanni , Sydnei Moss sem verður væntanlega í leikmannahóp okkar kvenna fyrir næsta leik við Val miðvikudaginn 26.nóvember hér í Frystikistunni.
Sydnei Moss er fjölhæfur Bandarískur leikmaður sem getur spilað sem skotbakvörður og framherji. Hún er 178 cm á hæð, kemur frá Ástralíu, úr sömu deild og Chelsie Schweers sem spilaði með Hamri síðari hluta síðasta vetrar. Í Ástralíu var Moss með að meðatali 21 stig og 9 fráköst.
Miklar vonir eru bundnar við komu hennar í lið Hamars er jafnframt má vænta þess að Katrín Eik verði klár í næsta leik eftir smá hjásetu undanfarið. Næsti leikur Hamars kvenna er hér heima næstkomandi miðvikudag þegar Valur kemur í heimsókn og um að gera að fjölmenna.

Fimleikadeildin undirbýr að kappi jólasýninguna. Iðkendur deildarinnar eru orðnir mjög spenntir og eftirvæntingin orðin mikil. Þemað í ár er FROZEN.
Sýningin verður fimmtudaginn 4. desember n.k. svo endilega merkið í dagbókina ykkar!

Hlökkum til að sjá ykkur öll,
Þjálfarar og stjórn!

images

Grindavík í heimsókn í Hveragerði í kvöld og bæði lið aðeins í strögli í byrjun vetrar og heimastúlkur ennþá án útlendings en einhver pappírstregi í gangi og svei mér þá hefði verið hraðvirkara að senda þá með flöskuskeyti. Katrín Eik var enn utan liðs hjá Hamri í kvöld en verður væntanlega klár í næsta leik.
Heimakonur byrjuðu nokkuð betur en undanafarið og héldu í við Grindavíkurstúlkur í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum 12-14.
Grindavík lét svo sverfa til stáls í öðrum leikhluta með öflugri pressu sem skilaði betra skori þeirra megin en leikhlutinn endaði 13-21 og heimastúlkur að tapa allt of mikið af boltum jafnframt því sem skotnýting var í anda lítils sjálfstrausts og nokkur skipti í leiknum rann skotklukka Hamars hreinlega út.
Hálfleikur og staðan 25-35 sem var þó ekki óyfirstíganlegt. Sverrir var ekkert að slaka á og boðaði áframhaldandi pressu og aftur pressu sem skilaði drjúgri forustu fyrir lokahlutann, 39-59. Hér var Haddi þjálfari Hveragerðis búinn að rúlla á öllum sem hann var með á bekknum og skilaboðin að berjast áfram og aldrei að hætta. Safn í reynslubankann og komu 2 10.bekkjar stúlkur inn á í kvöld Hamars megin og stóðu sig með sóma en Erika Mjöll var þarna að spila sínar fyrstu mínútur í deildinni.
Grindavík rúllaði á öllu liðunu í síðasta leikhluta og Sverrir setti inn enn yngri leikmann en Haddi hinumegin. Hjá Grindavík kom inn Hrund Skúladóttir í nokkrar mínútur og stóð hún sig með príði einnig. Aðeins meira jafnræði var í leikhlutanum sem Grindavík vann þó að lokum 13-14 og leikinn nokkuð öruggt 49-73.
Í Grindavík var Rachel Tecca með 20 stig/10 fráköst, Pálína 17 stig og María Ben 10 stig öflugastar en stigaskorið dreifðist nokkuð hjá gestunum sem voru með 36% skotnýtingu.
Í Hamri var Þórunn öflug með 18 stig/9fráköst, Salbjörg með 10 stig/10 fráköst og Heiða B með 9 stig en aðrar minna. Skotnýting heimastúlkna var 31% en tapaðir boltar 31 á móti 17 gestanna.
Ljóst að bæði lið geta betur en í kvöld með Rachel nokkuð lipra undir körfunniog Pálína á nokkuð í land að verða jafn öflug og áður en skilaði þó sínu. María Ben varð betri er á leið leikinn og heilt yfir sterkari liðsheild hjá Grindavík. Hjá Hamri þarf hraðan á til að læra af mistökunum og því sem vel var gert en sjálfstraustið skortir aðeins og án efa nokkuð sem á eftir að batna. Mikið mæðir á fáum leikmönnum og sértaklega Þórunni og ljóst að það verður kærkomið þegar Katrín Eik kemur inn. Erlendur spilari myndi stykja liðið líka, það er ljóst. Jenný Harðar hefur tekið fram skónna aftur, komin í búning í kvöld og spilaði nokkar mínútur og ætti að koma með smá reynslu inn í liðið.
Tölfræði úr leiknum hér
Myndir frá Guðmundi Kr. Erlingssyni inn á FB síðu “Hveragerði Myndabær”

Hamar og ÍA áttust við í frystikistunni í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að taka forustuna. Hamarsmenn sem sátu í öðru sæti fyrir leikinn þurftu nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni, en sömu sögu má segja af Skagamönnum sem voru í þriðja sætinu. Eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir af skaganum eftir stórleik frá Zac sem skoraði 16 stig fyrir skagamenn 24-26. Í öðrum leikhluta dróg þó til tíðinda þegar dómari leiksins Björgvin Rúnarsson meiddist, við þetta var mikil töf á leiknum og þurfti Gunnlaugur að dæma restina af fyrri hálfleik einn. Hamarsmenn voru allan leikhlutann að elta skagann en náðu að jafna þegar 6 sek voru eftir 45-45, En hvar annar en Zac-Attack var mættur og smellti niður þrist sem kláraði fyrri hálfleikinn og staðann því 45-48 gestunum í vil.

Við tók svo lengsti hálfleikur sem nokkurn tíman hefur verið í körfu þar sem kalla þurfti á Davíð Hreiðarsson til þess að koma og dæma síðari hálfleikinn með Gunnlaugi. Loks hóst þó leikurinn aftur og héldu liðin áfram að vera hníf jöfn, það voru þó ÍA strákar sem náðu fínu forskoti 57-64 en þá vöknuðu heimamenn loksins. Með körfum úr öllum áttum náðu Hamarsmenn að vinna stemmninguna yfir sín megin og komast yfir fyrir loka fjórðunginn 69-68, og Spennan gífurleg þó seint værir liðið á fimmtudagskvöld. Það ætlaði síðan allt að verða vitlaust þegar að Fannar þjálfari Skagamanna lenti í samstuði við Sigurð Hafþórsson leikmann Hamars í upphafi 4 leikhluta og uppskar hann ásetningsbrot. Þennan meðbyr nýttu Hamarsmenn sér og náðu smá forskoti þó ekki væri nema 3-5 stig og sigldu að lokum sex stiga sigri í hús 93-87.

Hjá Hamri var það liðsheildin sem skóp sigurinn en atkvæðamestur var Þorsteinn Gunnlaugsson með 25 stig og 13 fráköst, næstur kom Julian Nelson með 20 stig,  Örn Sigurðarson var með 18 stig og 9 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson setti 12 stig, Kristinn Ólafsson og Birgir Þór Sverrisson settu 5 stig hvor. Hjá ÍA var það Zachary „ZAC-ATTACK“ Warren með 47 stig og 6 fráköst, þá var Fannar með 14 stig og 10 fráköst.

Áfram Hamar!

Þá er komið að öðrum heimaleik hjá strákunum í 1. deildinni á þessu tímabil en þeir hafa spila þrjá útileiki og unnið tvo þeirra en tapað einum. Eini heimaleikurinn sem búin er var spennu sigur á FSu. Skagamenn koma í heimsókn í frystikistuna í kvöld og þeir hafa farið vel af stað í deildinni með þrjá sigra og eitt tap eins og okkar strákar. Leikurinn er mjög mikilvægur báðum liðum og því má búast við hörkuleik.

Leikurinn hefst kl: 19:15 og rjúkandi heitar pizzur í sjoppunni 🙂

Allir að fjölmenna í frystikistuna í kvöld og styðja strákana.

Áfram Hamar!