Posts

Benedikt Guðmundsson þjálfari 16. Ára landsliðs körfuknattleikssambands íslands hefur valið 24 manna landsliðsúrtak. Þau ánægjulegu tíðindi komu þar að einn af okkar efnilegri strákum var valin til æfinga og auðvitað vonum við að honum gangi sem best þar og komist alla leið í gegnum niðurskurðinn. Sannarlega glæsilegt hjá þessum unga og bráðefnilega strák, ekki nokkur vafi á að hann á eftir að veita okkur Hvergerðingum margar ánægjustundir í Frystikistunni.

Landsliðshópur U16

Alex Rafn Guðlaugsson · KR
Alfonso Söruson Gomez · KR
Arnar Geir Líndal · Fjölnir
Arnar Smári Bjarnason · Skallagrímur
Arnór Sveinsson · Keflavík
Aron Ingi Hinriksson · Snæfell
Benjamín Þorri Benjamínsson · Þór Þorlákshöfn
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Brynjar Atli Bragason · Njarðvík
Daníel Bjarki Stefánsson · Fjölnir
Danil Kirjanovski · KR
Einar Gísli Gíslason · ÍR
Elvar Snær Guðjónsson · Keflavík
Guðlaugur Hrafn Kristjánsson · Breiðablik
Hafsteinn Guðnason · Breiðablik
Hermann Gestsson · Haukar
Hilmar Pétursson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Ingvar Hrafn Þorsteinsson · ÍR
Leó Steinn Larsen · Breiðablik
Magnús Þór Guðmundsson · Fjölnir
Sigvaldi Eggertsson · ÍR
Smári Sigurz · Fjölnir
Þorsteinn Breki Eiríksson · Breiðablik

Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason

Nú um helgina, 28.-29. Nóvember munu strákarnir og stelpurnar í áttunda flokki spila aðra umferð á íslandsmótinu. Stelpurnar spila í Keflavík í A riðli, fimm bestu lið á landinu, á meðan strákarnir spila í B riðli, sæti 6-10 yfir landið, sem verður spilað í Hveragerði. Bæði lið eru að spila tvo leiki hvorn dag og um að gera að gera sér ferð í íþróttahúsið og hvetja stjörnun framtíðarinnar áfram.

Leikir hjá krökkunum eru:

Laugardagur

Kl 12.00  Hamar – Grindavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Keflavík  Strákar/ í Hveragerði

Kl 14:00  Hamar – Keflavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 15:00  Hamar – Stjarnan Strákar/ í Hveragerði

Sunnudagur

Kl 10:00  Hamar – Njarðvík b Stelpur/ í Keflavík

Kl 10:00  Hamar – ÍR  Strákar/ í Hveragerði

Kl 13:00  Hamar – Njarðvík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Breiðablik  Strákar/ í Hveragerði

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var valinn leikmaður 8.umferðar Dominosdeildar kvenna af Morgunblaðinu.  Morgunblaðið hefur þennan hátt á bæði í kvenna og karladeildinni og fékk Salbjörg (Dalla) þessa viðurkenningu í kjölfar sigurs okkar kvenna 70-69 gegn Keflavík. Í umræddum leik tók Dalla 5 fráköst, setti 15 stig, stal þrem boltum, varði 3 skot og var með samtals 23 framlagsstig.  Óskum Döllu til hamingju með þetta og stelpunum öllum til hamingju með sigurinn á Keflavík sem var í meira lagi sætur. Næsti leikur stelpnanna er 29. nóvember í Grindavík.

Úrklippa úr mbl.is

Úrklippa úr mbl.is

 

Laugardaginn 14. Nóvember fór fram Kjörísmótið í körfuknattleik, mótið var haldið fyrir krakka úr 1.- 4. Bekk og komu keppendur frá 8 félögum. Mótið var spilað í loftbornu íþróttahúsi Hamars þar sem komast hæglega fjórir vellir þannig að keppendur þurftu aldrei að bíða lengi á milli leikja. Fyrir hádegi spiluðu krakkar úr fyrsta og öðrum bekk en eftir hádegi voru krakkar úr þriðja og fjórða bekk, líkt og áður sagði þótti mótið takast vel þar sem leikgleðin var í fyrirrúmi og lögð var áhersla á að allar tímaáætlanir stæðust, í lok móts fengu allir keppendur að sjálfsögðu ís og gjafir frá Kjörís.

 

 

Hamarsmenn fengu flottan liðsstyrk nú undir lok gluggans en Ármann Örn Vilbergsson gekk til liðs við Hamar frá Grindavík. Ármann hefur fengið leikheimild og verður hans fyrsti leikur gegn nöfnum sínum í Ármanni á föstudaginn 20 nóvember kemur. Hamarsmenn unnu sinn síðasta leik gegn KFÍ á heimavelli og eru í 7 sæti deildarinnar með 2 sigra og 2 töp.

Hjónin og tvenndarleiksparið, Hrund Guðmundsdóttir & Þórhallur Einisson, náðu frábærum árangri á Meistaramóti BH sem fram fór helgina 13.-15. nóvember sl. Þau keppa í A-flokki og sópuðu til sín verðlaunum að þessu sinni. Þau unnið gullið í tvenndarleik í hörkuspennandi úrslitaviðureign 21-18 ; 18-21 og 21-18. Þá nældi Þórhallur sér í gullið í tvíliðaleik karla ásamt félaga sínum Agli Sigurðssyni og Hrund hreppti silfrið í tvíliðaleik kvenna ásamt vinkonu sinni Andreu Nilsdóttur. Badmintondeild Hamars óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Hamarstúlkur léku gegn nýliðum Stjörnunar í dominosdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Hamarsstúlkna undir stjórn Odds sem tók við liðinu af Daða Stein í síðasta mánuði. Stelpurnar sýndu frábæra takta framan af leiknum og héldu áfram að byggja upp frá síðasta leik gegn Val. Stjörnustúlkur leiddu þó eftir fyrsta fjórðunginn 20-24 en Chelsie Schweers fyrrum leikmaður Hamars reyndist stúlkunum erfið og sett hvert skotið á fætur öðru, eins og Hvergerðingar fengu að kynnast er hún lék hér. Hamarstúlkur voru þó ekkert komnar til þess að njóta þess að horfa á hana spila körfuknattleik heldur sýna sjálfar að þær geti margt til listanna lagt. Unnu þær annan leikhlutann 19-13 og leiddu í hálfleik 39-37. Í þriðja leikhluta var áfram mikið fjör og skiptust liðin á að leiða leikinn. Ekki geta þó bæði liðin verið yfir í einu og því var bara sætt sig við að hafa jafna stöðu fyrir lokaleikhlutann. 57-57. Síðasti leikhlutinn reyndist þó banabiti Hamars. Stjörnukonur unnu leikhlutann með 17 stiga mun og því sannfærandi sigur 64-81. Þessi leikur fer þó klárlega í reynslubankann hjá ungu Hamarsliði sem á svo sannarlega framtíðinna fyrir sér. Stigahæðst var McGuire með 20 stig, 3 stoð og 3 fráköst en Nína Jenný skilaði 14 stigum og 7 fráköstum, Íris og Heiða komu svo með 7 stig hvor, og Íris 7 fráköst en Heiða 6. Jenný var með 8 stig af bekknum. Hjá Stjörunni var hin sjóðandi Chelsie Schweers með 41 stig 7 af 12 í þristum og Margrét Kara með 16 stig og heil 25 fráköst, geri aðrir betur, Trölla tvenna þar á ferð. Bryndís Hanna var svo næst með 11 stig

 

Í.Ö.G.

32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga heimaleik við ÍA á morgun föstudag kl: 19:15.

Lið ÍA spilar í 1.deild eins og við en liðin mættust fyrir viku síðan í deildinni og þá unnu Hamarsmenn nokkuð örugglega. Gaman að segja frá því að þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem liðin mætast í bikarkeppninni.

Hvetjum fólk til að mæta í frystikistuna og hvetja strákana til sigurs

Áfram Hamar!

Hamarsstelpur heimsóttu Valsstelpur á Hlíðarenda í dag en þetta var leikur í fjórðu umferð í Domino’s-deild kvenna. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhluta en Hamarsstelpur komust átta stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af honum, 18-26, en Valsstelpur gáfu þá í og leiddu 27-26 af fyrsta leikhluta loknum.

Hlíðarendaliðið var með góð tök á leiknum í öðrum leikhluta og komust mest 12 stigum yfir, 42-28, en Hamarsstelpur neituðu að gefast upp og staðan í hálfleik 50-45 fyrir Val.

Í byrjun seinni hálfleiks komust Hamarsstelpur yfir 52-55 og voru að spila vel á þessum kafla. Valsstelpur komust aftur yfir og leiddu 65-61 þegar þriðji leikhluta lauk.

Fjórði leikhluti var alls ekki slæmur hjá Hamri en Valsstelpur náðu að halda út þó munaði ekki miklu eftir að liðin skiptust nánast á að skora í þessum síðasta leikhluta. Lokatölur 87-80 fyrir Val.

Nína Jenný Kristjánsdóttir átti frábæran leik með 24 stig, 10 fráköst og 4 varin skot. Suriya McGuire setti 22 stig, 15 fráköst og með 9 stoðsendingar. Fyrirliðin Íris Ásgeirsdóttir var með góða leik 16 stig, 4 fráköst, 4 stolna bolta og 4/6 í þristum

Klárlega mikil batamerki á liðinu og Daði hefur greinilega náð að berja sjálfstrausti í liðið en það fer að styttast í sigur með svona frammistöðu.

Stelpurnar eiga næst leik í deildinni 4. nóvember þegar nýliðar Stjörnunnar koma í heimsókn í frystikistuna

Áfram Hamar!

Mynd: sunnlenska.is