Posts

Sunnudaginn 18. Desember fór fram bikarleikur í 9. Flokki karla. Valur tók þá á móti sameiginlegu liði Hamars og Þórs, spilað var í OgVodafone höllinni og fyrirfram var búist við frekar erfiðum leik gestanna þar sem heimaliðið er jú ríkjandi íslandmeistarar. Leikurinn byrjaði þó nokkuð jafn og að loknum fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með sex stigum, 21-15, og gaf þessi byrjun gestunum byr í seglin og trú á verkefnið. Valsmenn voru þó ekkert endilega á því að vera eitthvað að leyfa gestunum að komast inní leikinn og bættu við forskotið þannig að í hálfleik leiddi Valsmenn með 21 stigi. Þessi munur hélst svo út leikinn þannig að þótt gestirnir hafi verið nokkuð ánægðir með að veita íslandsmeisturunum keppni verður að hafa það bak við eyrað að vissulega var heimaliðið með öruggu forustu allan seinnihálfleik. Leikurinn var þó fínasta skemmtun þar sem ungir leikmenn fengu að spila á aðalvelli OgVodafone hallarinnar og virtust bara njóta þess að fá að vera aðalstjörnur þessa sunnudagskvölds þar sem boðið var uppá skemmtilegan körfubolta. Stigahæstir heimamanna voru Ástþór Svalason 34 stig og Ólafur Gunnlaugsson 18 stig. Hjá Hamri/Þór var Sæmundur Þór Guðlaugsson með 23 stig og Arnar Dagur Daðason með 23 stig

 

Skólastrákarnir í FSu mættu í Frystikistunna í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag í grannaslag. Fyrir leikinn voru FSu menn sæti ofar en Hamar en liðin sátu í 5 og 6 sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir FSu en stíf vörn Hamarsmanna gerði Selfyssingum erfitt fyrir í sókninni. Hamarsmenn stálu boltanum ítrekað og settu auðveld sniðskot á hinum enda vallarins. Það má því segja að Hamarsmenn hafi hreinlega fryst FSu drengi. Staðan 43-28 í hálfleik.  Leikurinn var má segja ráðinn, og ógnuðu FSu menn aldrei Hamarsmönnum neitt að ráði og voru lokatölurnar 85 – 75 heldur litlar miðað við yfirburði Hamars í leiknum. Mest leiddu Hamarsmenn með 21 stigi. Chris Woods var með 24 stig og 15 fráköst, á meðan Motley í liði FSu var með rúm 50% stiga sinna manna eða 41 stig og 15 fráköst. Hamarsmenn eru því komnir uppí 5 sæti deildarinar á kostnað FSu. Næsti leikur er svo gegn ÍA á föstudaginn 25.nóv kl 19:15

Svolítið er síðan að við færðum ykkur fréttir af Hamarsliðinu en liðið hefur leikið þrjá leik á síðustu vikum. Eftir sigur á Ármanni þann 24 okt 104-77, hélt liðið á Hlíðarenda að mæta Valsmönnum. Hamarsmenn voru lengi vel inní leiknum en Valsliðið náði góðu áhlaupi í byrjun 4 leikhluta sem Hamarsmenn réðu ekki við og loka tölur 101-86. Síðastliðinn Föstudag var svo komið að Lárusi Jónssyni fyrrum Hamarsmanni, að koma með lið sitt Breiðablik í Frystikistunna. Blikar leiddu eftir hálfleikinn með 17 stigum 33-50. Hamarsmenn neituðu þó að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í 59-65 fyrir lokaleikhlutann. En því miður þá dugði þetta áhlaup skammt, þar sem Blikarnir stungu aftur af í byrjun fjórða, og eftir leikurinn auðveldur 70-85.

En nú þýðir ekkert að leggja árar í bát því strax aftur á morgun Mánudag er leikur gegn heitasta liði 1.deildar Hetti í Maltbikarnum, en hann hefst kl 19:15 í Frystikistunni.

Hamarsmenn gerðu góða ferð vestur á firði í gærkvöldi og sigruðu lið Vestra með 92 stigum gegn 69. Vestra menn byrjuðu leikinn betur og leiddu mest með 10 stigum 22-12. Hamarsmenn svöruðu þá með áhlaupi 10-35 og staðan í hálfleik 32-47. Hamarsmenn héldu svo uppteknum hætti er 3 leikhluti hafðist og leiddu fyrir loka fjórðunginn 47-75. Þar með voru úrslitin ráðinn og síðasti leikhlutinn aðeins formsatriði. Leikar enduðu sem fyrr segir 69-92. Örn Sigurðarson átti afbragðsleik með 24 stig og 9 fráköst. Chris Woods gerði svo 21 stig og tók 11 fráköst.

 

Næsti leikur fer fram næstkomandi mánudagskvöld í Hveragerði kl 20:00. Leikurinn var færður um einn dag en upphaflega var hann settur á Sunnudeginum.

Dregið var í bikarkeppni KKÍ nú rétt í þessu og fengu Hamarsmenn heimaleik gegn Hetti frá Egilsstöðum. Liðin mættust nýverið á dögunum í 1.deildinni, en þá bar lið Hattar sigur úr býtum. Hamarsmenn eiga því harma að hefna gegn Hetti en leikurinn er leikinn helgina 5-7 Nóvember. Hamarsmenn leika svo einnig í kvöld gegn liði Vestra í kvöld og hefst leikurinn kl 19:15 á Ísafirði.

Hamar hefur samið við erlenda leikmanninn Christopher Woods um að spila fyrir liðið í 1 deildinni á komandi tímabili. Woods er kunnugur íslenskum körfuknattleik, en hann hefur leikið hér við góðan orðstír síðastliðin fjögur tímabil. Woods hefur bæði leikið í 1 deild og efstu deild, en hann lék fyrst um sinn með Valsmönnum sem slógu okkur Hamarsmenn út í einvígi um sæti í úrvalsdeild tímabilið 2013-14. Hann lék svo einnig með Valsmönnum árið eftir, en skipti svo yfir í Snæfell. Nú síðast spilaði hann fyrir lið FSu frá Selfossi sem féll úr Dominos deildinni en þar gerði hann 27.7 stig að meðaltali og tók 11.5 fráköst. Á Íslandi er Woods að meðaltali með 25 stig, 13 fráköst og 26 framlagspunkta í þeim 89 leikjum sem hann hefur leikið. Fyrsti leikur Woods verður gegn ÍA uppá Skaga á Sunnudaginn, en fyrsti heimaleikur Föstudaginn 14.okt gegn Hetti.

 

Mynd. Sunnlenska

Hamarsmenn hafa fengið liðstyrk fyrir komandi átök í 1.deild karla, en Rúnar Ingi hefur ákveðið að ganga til liðsins frá Breiðablik þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Rúnar Ingi hefur einnig spilað fyrir Val og Njarðvík á sínum ferli, en hefur nú ákveðið að ganga til liðs við Hamar. Rúnar gerði að meðaltali 7 stig fyrir Blika í fyrra ásamt því að skila tæpum 11 framlagsstigum að meðaltali. Fyrsti leikur Rúnar verður næst komandi Sunnudag þegar Hamarsmenn fara uppá Akranes og mæta liði ÍA, en það er jafnframt fyrsti leikurinn sem Hamar spilar á tímabilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins er svo föstudaginn 14.okt.