Hin unga og efnilega fimleikakona, Hekla Björt Birkisdóttir, var kjörin íþróttamaður ársins í hófi menningar, íþrótta og frístundanefnar Hveragerðisbæjar. Hekla Björt var Íslands- og deildarmeistari í fullorðinsflokki í hópfimleikum, með blönduðu liði Selfoss. Hún var valin í landslið U18 ára blandað lið Íslands í hópfimleikum sem tók þátt í mjög sterku Evrópumóti í Slóveníu og lenti liðið í 3. sæti. Hún var lykilmaður í liði Íslands og keppti á öllum áhöldum. Hekla Björt hefur stundað fimleika hjá fimleikadeild Selfoss í nokkur ár, en áður var hún í fimleikadeild Hamars. Hekla Björt hefur tekið miklum framförum í greininni síðustu ár og er orðin ein af fremstu fimleikakonum landsins.
Posts
Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna á http://www.iceland.moveweek.eu/
Íþróttafélagið Hamar ásamt Hveragerðisbæ tekur þátt í Hreyfivikunni, í enda vikunnar, föstudag, verður svo fjölskylduhátíð í Hamarshöll frá klukkan 16:30 til 18:30. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn og skemmtir og boðið verður uppá allskyns íþróttir og stuði!
Dagskrá Hreyfivikunnar í Hveragerði er að finna hér að neðan :
Dagskrá í Hveragerði:
Mánudagur 29/9 – Hjóladagur
- Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
- Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.
- Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
Þriðjudagur 30/9 – Göngudagur
- Göngum í skólann og vinnuna
- Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
- Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
- Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
- Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
Miðvikudagur 1/10 – Sund- og leikjadagur
- Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30
- Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
- Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum.
- Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.
Fimmtudagur 2/10 – Hreyfidagur
- Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá * æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is .
- Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
Föstudagur 3/10 – Fjölskylduhátíð með Ingó
- Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
- Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
- Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars. Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.
Laugardagur 4/10, Fjölskyldan saman
- Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
- Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna
- Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
Sunnudagur 5/10, Fjölskyldan saman
- Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
- Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
- Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.
Grunnskólinn verður með árgangagöngur þessa viku og leikskólarnir munu auka hreyfingu þessar viku. Heilsustofnun NLFÍ verður með opna tíma sem verða kynntir hér á heimasíðunni síðar.
Alls tóku 16 keppendur frá Hamri þátt á Íslandsmóti í Stökkfimi sem fram fór síðustu helgi í Dalhúsum, Grafarvogi í umsjá Fjölnis. Keppendur frá Hamri voru á aldrinum 9-16 ára. Tvær stúlkur í 9 ára B, sex stúlkur í 10 ára B, tvær stúlkur í 11 ára B, ein stúlka í 12 ára B, tvær stúlkur í 11-12 ára A, ein stúlka í 14 ára B, ein stúlka í 15-16 ára A og einn strákur í 9-12 ára B. Allir keppendur stóðu vel og voru 5 keppendur sem komust í verðlaunasæti.
Bestum árangri náði Dröfn Einarsdóttir í flokki 14 ára B, sem hafnaði í 2.sæti á bæði trampólíni og dýnu og sigraði síðan í samanlögðum stigum. Birta Marín Davíðsdóttir hafnaði í 3.sæti á trampólíni og í 4.sæti í samanlögðum stigum í flokki 11-12 ára A. Einnig hafnaði Eyjólfur Örn Höskuldsson í 3.sæti á trampólíni í flokki 9-12 ára B. Sigrún Tinna Björnsdóttir og Kolbrún Rósa Gunnarsdóttir lentu saman í 8.sæti í samanlögðu í flokki 10 ára B en þegar keppendur voru yfir 30 í flokk voru gefin verðlaun fyrir 10 efstu sætin í samanlögðum stigum.
Frábær árángur hjá duglegum fimleikakrökkum !