Posts

Hamarsmenn tóku í dag á móti Aftureldingu í 4. leik liðsins  i Mizunodeild karla í blaki.

Fyrir leikinn hafði Hamar unnið alla þrjá leiki sína 3-0 og voru á toppi deildarinnar ásamt HK með fullt hús stiga og enga tapaða hrinu. Afturelding hafði leikið 2 leiki og unnið annan og tapað hinum 3-0.
Hamarsmenn byrjuðu vel og leit út fyrir auðveldan 3-0 sigur í dag. Fyrsta hrinan vannst auðveldlega 25-13 og önnur hrinan 25-17. Þá vaknaði lið Aftureldingar til lífsins og unnu þeir þriðju hrinu nokkuð örugglega 25-23. Þó litlu hafi munað á liðunum í lok hrinunnar þá var Afturelding með tök á henni allan tímann en Hamar klóraði í bakkann í lokin. Fjórða og síðasta hrina var nokkuð jöfn þó heimamenn hefðu frumkvæðið allan tímann. Að lokum vann Hamar hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-1 og er enn með fullt hús stiga. HK situr þó eitt á toppnum með jafn mörg stig en betra hrinuhlutfall þar sem HK hefur unnið alla leiki sína 3-0.

Maður leiksins (MVP) var Jakub Madej, kantsmassari Hamars.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Mizunolið Hamars annar vegar og hinsvegar Jakub Madeij, mann leiksins,  að smassa á mót Þrótti í upphafi leiktímabils.

Jakub Madej valin maður leiksins (MVP)

Nú er vetrarstarf allra deilda hjá íþróttafélaginu Hamri að komast á fullt skrið, deildirnar eru að byrja keppni á íslandsmótum og vonandi að sem flestir geri sér ferð í íþróttahúsin í Hveragerði til að fylgjast með starfi deilda Hamars. Nú í kvöld er tvíhöfði hjá blakdeild þar sem konurnar ríða á vaðið með leik við Aftureldinu b í 1. deild kvenna. Strax þar á eftir eru karlarnir að spila við Fylkir, endilega að drífa sig í íþróttahúsið við Skólamörk og hvetja okkar fólk áfram. Þriðjudaginn 3. október er síðan drengjaflokkur í körfuknattleik að spila við KR b og Laugardaginn 7. okt spila stúlkurnar í mfl kvenna í körfuknattleik sinn fyrsta leik á vetrinum við KR í vesturbæjnum. Vikuni líkur síðan á því að karlalið Hamars í körfuknattleik spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu við ÍA á Akranesi, verum duglega að styðja við íþróttafólkið okkar í Hveragerði sama í hvaða íþróttagrein það er og mætum á áhorfendabekkina í vetur, áfram Hamar alltaf allstaðar. 

Íslandsmót öldunga, stærsta öldungumóti sem haldið hefur verið er nú lokið.

Mótið var haldið í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Aftureldingar.

Hamar sendi 4 lið til keppni, 2 í kvennaflokki og 2 í karlaflokki.

Kvennaliðin spiluðu í 3. deild og 7. deild en karlaliðin í 3. og 4. deild.

Árangurinn var ágætur en öll liðin héldu sætum sínum í deild. Þriðju deildar lið kvenna gerði gott betur og hafnaði í 2. sæti og mun því spila í 2. og næstefstu deild að ári líkt og á Íslandsmótinu.

Öldungamótið á næsta ári verður svo í höndum KA fólks á Akureyri að ári.

Hafsteinn Valdimarsson, blakmaður ársins 2016

Hafsteinn er 27 ára leikmaður með Waldviertel Raffaissen í Austurríki en á síðasta keppnistímabili lék hann með Marienlyst í Odense í Danmörku. Waldviertel Raffaissen er í toppbaráttunni í austurrísku deildinni auk þess að vera í Evrópukeppni. Þessi vistaskipti eru því klárlega skref upp á við fyrir Hafstein.

Afrek Hafsteins 2016

o Danskur bikarmeistari með Marienlyst.

o 2. sæti í dönsku úrvalsdeildinni

o Spilaði með liði sínu í úrslitum Norður-Evrópukeppni félagsliða þar sem liðið endaði í 2. sæti.

o Valinn í lið ársins í Danmörku á síðasta tímabili.

o Stigahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í hávörn.

o Einn af burðarásum karlalandsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í annari umferð í forkeppni HM í fyrsta skipti í sögu liðsins.

o Íslandsmeistari í strandblaki með Kristjáni Valdimarssyni.

Hafsteinn Valdimarsson er fyrirmyndar blakmaður og æfir af kappi með liði sínu Waldviertel Raffaissen. Hann lék sinn 50. karlalandsleik á árinu og frammistaða hans með landsliðum Íslands er til fyrirmyndar.

Greinin er unnin upp úr grein á heimasíðu Blaksambands Íslands 28.12.2016

Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna á http://www.iceland.moveweek.eu/

Íþróttafélagið Hamar ásamt Hveragerðisbæ tekur þátt í Hreyfivikunni, í enda vikunnar, föstudag, verður svo fjölskylduhátíð í Hamarshöll frá klukkan 16:30 til 18:30. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn og skemmtir og boðið verður uppá allskyns íþróttir og stuði!

Dagskrá Hreyfivikunnar í Hveragerði er að finna hér að neðan :

Dagskrá í Hveragerði:

Mánudagur 29/9 – Hjóladagur

  • Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
  • Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Þriðjudagur 30/9 – Göngudagur

  • Göngum í skólann og vinnuna
  • Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
  • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 1/10 – Sund- og leikjadagur

  • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum.
  • Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.

Fimmtudagur 2/10 – Hreyfidagur

  • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá * æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is .
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Föstudagur 3/10 – Fjölskylduhátíð með Ingó

  • Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars. Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.

Laugardagur 4/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sunnudagur 5/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
  • Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.

Grunnskólinn verður með árgangagöngur þessa viku og leikskólarnir munu auka hreyfingu þessar viku. Heilsustofnun NLFÍ verður með opna tíma sem verða kynntir hér á heimasíðunni síðar.

Hamarsmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson sem spilar nú blak með Marienlyst í Danmörku varð danskur meistari fyrr í mánuðinum þegar liðið sigraði Gentofte 3-2 á heimavelli í fimmta leik úrslitaeinvígisins og hafði þar með betur í rimmunni 3-2. Lið Hafsteins varð einnig danskur bikarmeistari í vetur. Þetta er sjötti titill Hafsteins með liðinu en hann varð einnig lands- og bikarmeistari í fyrra og svo bikarmeistari og Norðurlandameistari árið 2012. Þá var Hafsteinn einnig fyrr í mánuðinum valinn besti miðjumaðurinn í liði ársins í dönsku úrvalsdeildinni.

Stjórn Hamars óskar Hafsteini til hamingju með frábæran árangur!

A-lið Hamars kvenna gerði góða ferð á árlegt hraðmót HSK í blaki sem fram fór 7. október á Laugarvatni.  Kvennaliðið vann alla sína leiki og vann mótið nokkuð örugglega. Hamar sendi einnig B-lið til leiks og stóðu þær sig með ágætum þótt ekki kæmu verðlaun í hús að þessu sinni. Karlakeppnin fór svo fram þann 10. okt. og var silfrið hlutskipti Hamarspilta, en Hrunamenn hirtu gullið.