Posts

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn laugardaginn 16. febrúar kl. 13 – 14 í fundarherbergi Hamars (inngangur við Crossfit Hengil).

Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir foreldrar eru hvattir til að mæta

Kveðja,
Stjórn Badmintondeildar.

Aðalfundi Badmintondeildar Hamars lauk í kvöld og hefur ný stjórn tekið við. Eftirtalin voru kosin í stjórn: Þórhallur Einisson formaður, Halldóra G. Steindórsdóttir gjaldkeri og meðstjórnendur voru kosin Helga Björt Guðmundsdóttir, Hákon Fannar Briem og Þórður K. Karlsson.  Ólafur Dór Steindórsson og Bjarndís Helga Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er þeim þakkað kærlega fyrir þeirra framlag á yfirstandandi ári. Þau hafa þó blessunarlega gefið kost á sér í ýmsa vinnu með stjórninni sem ber einnig að þakka sérstaklega. 

1. fundur nýrrar stjórnar var haldinn í kjölfarið og var meðal annars ákveðið að:

  • Næsta dósasöfnun deildarinnar verður haldin miðvikudaginn 7. júní nk. kl. 17:00 og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka þennan tíma frá.
  • Laugardaginn 10. júní nk. mun deildin halda uppskeruhátíð / óvissuferð og eru iðkendur og foreldrar þeirra beðnir um að taka daginn frá, meira um þetta síðar.
  • Badmintonbolir munu verða innifaldir í námskeiðsgjaldi fyrir þá sem hefja iðkun hjá deildinni næsta haust. Einnig mun deildin útvega skó/stuttubuxur/spaða og annan varning á kostnaðarverði frá heildsöluaðila fyrir iðkendur deildarinnar.

Aðalfundur Badmintondeildar Hamars verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarherbergi aðalstjórnar fyrir ofan crossfitstöðina Hengil. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér badmintonstarfið að mæta og taka þátt í uppgjöri síðasta árs.

Hjónin og tvenndarleiksparið, Hrund Guðmundsdóttir & Þórhallur Einisson, náðu frábærum árangri á Meistaramóti BH sem fram fór helgina 13.-15. nóvember sl. Þau keppa í A-flokki og sópuðu til sín verðlaunum að þessu sinni. Þau unnið gullið í tvenndarleik í hörkuspennandi úrslitaviðureign 21-18 ; 18-21 og 21-18. Þá nældi Þórhallur sér í gullið í tvíliðaleik karla ásamt félaga sínum Agli Sigurðssyni og Hrund hreppti silfrið í tvíliðaleik kvenna ásamt vinkonu sinni Andreu Nilsdóttur. Badmintondeild Hamars óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Hreyfivikan (Move Week) hófst í dag og stendur til 5. október. Mikil og góð þátttaka er um allt land og dagskrá víðs vegar glæsileg og metnaðarfull í alla staði. Markmið Hreyfivikunnar er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu sér til heilsubótar. Allar nánari upplýsingar um Hreyfiviku (Move Week) er að finna á http://www.iceland.moveweek.eu/

Íþróttafélagið Hamar ásamt Hveragerðisbæ tekur þátt í Hreyfivikunni, í enda vikunnar, föstudag, verður svo fjölskylduhátíð í Hamarshöll frá klukkan 16:30 til 18:30. Ingó Veðurguð kemur í heimsókn og skemmtir og boðið verður uppá allskyns íþróttir og stuði!

Dagskrá Hreyfivikunnar í Hveragerði er að finna hér að neðan :

Dagskrá í Hveragerði:

Mánudagur 29/9 – Hjóladagur

  • Hjólum í skólann og vinnuna, munum að hafa hjálm
  • Ratleikur um bæinn, opinn alla vikuna, upplýsingar í Sundlauginni Laugaskarði og í grunnskólanum.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Þriðjudagur 30/9 – Göngudagur

  • Göngum í skólann og vinnuna
  • Eldri borgara ganga frá Þorlákssetri kl. 10:00.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Gönguhópur kl. 16:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.
  • Skokkhópur kl. 17:30, lagt af stað frá Sundlauginni Laugaskarði.

Miðvikudagur 1/10 – Sund- og leikjadagur

  • Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m +, vatnsleikfimi kl. 17:30
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Útileikir í skrúðgarðinum í umsjón félagsmiðstöðvar kl. 16:30 og kl. 19:30. Foreldrar sérstaklega velkomnir með krökkunum.
  • Brennó í Hamarshöll kl. 19 – 21.

Fimmtudagur 2/10 – Hreyfidagur

  • Stöndum upp úr stólunum í vinnunni/skólanum í dag og gerum léttar æfingar einu sinni á hverri klukkustund, sjá * æfingasafn á heimasíðu bæjarins www.hveragerdi.is .
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.

Föstudagur 3/10 – Fjölskylduhátíð með Ingó

  • Golf, boccia o.fl. fyrir eldri borgara í Hamarshöll kl. 10.
  • Heilsustofnun býður öllum að koma í göngu kl. 11 ganga 2, hressileg ganga á jafnsléttu í ca 40 min , ganga 3 er fyrir lengra komna, oft meðfram Reykjafjalli, eða upp með Varmá, ca 50 min.
  • Fjölskylduhátíð í Hamarshöll kl. 16:30 – 18:30 í umsjón íþróttafélagsins Hamars. Ingó kemur í heimsókn og skemmtir.

Laugardagur 4/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Hamarshöll opin frá kl. 13 – 15 fyrir fjölskylduna
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

Sunnudagur 5/10, Fjölskyldan saman

  • Wibit þrautabrautin fyrir alla spræka í sundlauginni.
  • Fjölskyldan saman í fjallgöngu, göngu- eða hjólatúr.
  • Fjölskyldubadminton í Hamarshöll frá kl. 11 – 13.

Grunnskólinn verður með árgangagöngur þessa viku og leikskólarnir munu auka hreyfingu þessar viku. Heilsustofnun NLFÍ verður með opna tíma sem verða kynntir hér á heimasíðunni síðar.