Landsátak í sundi hófst 1. nóvember síðastliðinn og stendur út mánuðinn.

Nú eru landsmenn hvattir til að stinga sér til sunds og safna sundmetrum og synda í kringum Ísland. Allir skráðir sundmetrar safnast saman og verða sýnilegir á heimasíðunni www.syndum.is Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland.

Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn. Þeir sem skrá sig og taka þátt eiga möguleika á að verða dregnir út og vinna frábæra vinninga.

Við hvetjum alla til að taka þátt, skrá sig inn og skrá sína sundvegalengd. Markmið átaksins í ár er að fá fleiri til að synda og synda meira.

Syndum er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu.