Í sumar verður Sunddeild Hamars með tvenn námskeið fyrir börn.
Fyrra námskeiðið byrjar mánudaginn 13. júní og stendur til 28. júní. Kennt verður eftir hádegi (10 skipti, 35 mín.).
Seinna námskeiðið byrjar mánudaginn 11. júlí og stendur til 22. júlí. Kennt verður fyrir hádegi (10 skipti, 35 mín.).
Krakkar fædd 2018 og eldri eru velkominn á námskeiðið.
Námskeiðsgjald 18.000 kr. og greiðist það í fyrsta tíma.
Leitast verður við að raða krökkunum niður eftir getu og aldri.
Krakkar á skólaaldri eru velkomin, það er pláss fyrir alla. Upplagt til að skerpa sundtæknina.
Kennslu annast Magnús Tryggvason íþróttafræðingur og sundþjálfari.
Skráning og allar nánari upplýsingar: Magnús Tryggvason s. 898 3067 og maggitryggva@gmail.com