Fimmta stigamót sumarsins fór fram í Hveragerði 10. og 11.ágúst sl.  en þetta er í fyrsta sinn sem stigamót er haldið á völlum Hamarsmanna við sundlaugina í Laugarskarði. Fjöldi liða var mjög mikill þannig að spila þurfti eftir útsláttarfyrirkomulagi til að koma mótinu fyrir á einum og hálfum degi.

Í B-flokki kvenna voru 12 lið skráð til leiks, í A-flokki kvenna voru 8 lið. Í karlaflokki skráðu 3 lið sig í B-flokk og 6 í A-flokk. Flokkarnir voru sameinaðir í A-flokk með 9 liðum.

Margir jafnir og skemmtilegir leikir áttu sér stað bæði í karla- og kvennaflokkum og greinilegt að liðin eru að gera sig klár fyrir Íslandsmótið sem fram fer dagana 22. – 25. ágúst.

Vellirnir í Hveragerði eru á besta stað við sundlaug bæjarins. Þó nokkur renningur var af áhorfendum sem skemmtu sér konunglega. Ljósmyndari frá Hveragerði var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir. Hlekkir í þær myndir eru hér neðst á síðunni.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Kvennaflokkur B-deild
1. sæti – Heiðbjört Gylfadóttir og Matthildur Einarsdóttir (HK)
2. sæti – Mundína Kristinsdóttir og María Ingimundardóttir (UMFA)
3. sæti – Þóra Hugosdóttir og Anna María Torfadóttir

B-deild konur: F.v. Mundína, María, Matthildur, Heiðbjört, Þóra og Anna María

B-deild konur: F.v. Mundína, María, Matthildur, Heiðbjört, Þóra og Anna María

 

 

 

 

 

 

 

Kvennaflokkur A-deild
1. sæti – Fríða Sigurðardóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir (HK)
2. sæti – Natalía Rawa og Mariam Eradze (HK)
3. sæti – Berglind Gígja Jónsdóttir og Guðbjörg Valdimarsdóttir (HK)

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

A-deild konur: F.v. Natalia, Mariam, Karen, Fríða, Gerglind og Guðbjörg

 

 

 

 

 

 

 

 

Karlaflokkur
1. sæti – Ingólfur Hilmar Guðjónsson og Alexander Stefánsson (HK)
2. sæti – Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson (Hamri)
3. sæti – Aðalsteinn Eymundsson og Arnar Halldórsson (HK)

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

Karlar: F.v. Kristján, Hafsteinn, Alexander, Ingólfur, Arnar og Aðalsteinn

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá myndir sem teknar voru af ljósmyndara Hvergerðinga
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154552244739743&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154544711407163&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154527398075561&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154520794742888&id=100005549041816
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=154298151431819&id=100005549041816