Hamar spilaði sinn fyrsta leik á íslandsmótinu s.l föstudag. Hamar tók þá á móti Stokkseyri á Grýluvelli. Þetta var fyrsta viðureign liðana á íslandsmóti, liðin hafa einungis einu sinni mæst og var það í Lengjubikarnum fyrr á árinu. Hamar vann þann leik 2 – 0.
Hamar byrjuðu leikinn af krafti og sóttu að marki Stokkseyrar frá fyrstu mínútu. Á 10. mínútu brutu Hamarsmenn svo ísinn þegar Jorge tók stutta hornspyrnu á Mána sem gaf hann aftur á Jorge og skaut hann glæsilegu skoti í fjærhornið í mark Stokkseyrar. Á 16. mínútu fengu Hamarsmenn svo aukaspyrnu við miðju vallarins. Máni tók hana og rataði hún á kollinn á Ölla sem skallaði boltann í netið. Hamarsmenn héldu áfram að sækja og áttu mjög góð færi til að bæta við forrystuna. Á 41. mínútu var komið að Mána að skora, eftir klafs í teignum náði Máni góðu skoti sem endaði í markinu. Svo á 44. mínútu skoraði svo nýr liðsmaður Hermann Ármannson gott mark í sínum fyrsta leik fyrir Hamar. Staðan var 4 – 0 í hálfleik og voru yfirburðir Hamarsmanna miklir í fyrri hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks héldu Hamarsmenn áfram að sækja og á 53. mínútu komst Frissi inn í vítateig og fékk vítaspyrnu. Ölli tók spyrnuna og skoraði örruglega. Á 57. mínútu fékk Daníel boltann innfyrir vörn Stokkseyrar og skoraði hann örruglega. Eftir þetta héldu Hamarsmenn áfram að sækja og gátu hæglega bætt við fleiri mörkum. En í lok leiksins var meira jafnvægi í leiknum og var mikið miðjumoð. En á 88. mínútu fengu Stokkseyri eina færi sitt í leiknum. Hamarsmenn voru kærulausir með boltann og komust þeir innfyrir vörnina og skoraði Arnar Þór Halldórsson fyrir Stokkseyri. Lokatölur 6-1 fyrir Hamar. Frábær leikur hjá Hamri og spilaði liðið flottann fótbolta í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Allir leikmenn liðsins lögðu sig fram í verkefnið og uppskáru eftir því. Það verður gaman að fylgjast með strákunum í framhaldinu.
Frábært var að sjá hversu margir áhorfendur voru mættir á völlinn og er greinilegt að Hvergerðingar eru áhugasamir að sjá sína menn spila. Langt er síðan svo margir hafa verið mættir á völlinn. Vonandi heldur fólk áfram að mæta á völlinn og við náum að búa til skemmtilega stemmningu í kringum liðið í sumar.
Allir leikir Hamars eru teknir upp á vidjó og er hægt að sjá mörkin og fleira hér að neðan.
Byrjunarlið Hamars.
Markvörður: Hlynur Kára.
Vörn: Helgi Guðna – Hákon – Indriði – Tómas
Miðja: Ölli – Máni – Jorge
Kantmenn: Daníel – Frissi
Framherji: Hermann
Varamenn:
Nikulás – Ásgeir – Stefán – Ómar – Hafsteinn – Haffi Vilberg – Fannar.
Skiptingar:
46. Mín. Hlynur (ÚT) – Nikulás (INN)
53. Mín. Indriði (ÚT) – Fannar (INN)
59. Mín. Jorge (ÚT) – Stefán (INN)
66. Mín Frissi (ÚT) – Haffi Vilberg (INN)
66. Mín Helgi (ÚT) – Ásgeir (INN)
Næsti leikur hjá strákunum er á fimmtudaginn kl 20:00 á móti Létti á Hertz vellinum í Breiðholti. Hvergerðingar eru hvattir til að kíkja á þann leik og styðja við strákana!