Hamarsmenn mættu toppliðinu ÍH á gervigrasinu í Úlfarársdal á fimmtudaginn. 5 fastamenn vantaði í lið Hamars og því var fyrirfram búist við erfiðu verkefni fyrir hið unga Hamars lið. Í fjarveru Ölla og Hlyns var Indriði fyrirliði. Hamars menn byrjuðu leikinn betur og var betra liðið í fyrri hálfleik. Varnarleikur liðsins var agaður og menn voru gríðarlega vinnusamir á meðan ÍH átti í erfiðleikum með að finna takt í sínum leik. ÍH menn brutu mikið af sér og það var einmitt eftir eina aukaspyrnuna sem fyrsta mark Hamars leit dagsins ljós þegar brotið var á Hemma en hann tók spyrnuna strax og sendi inn fyrir á Danna sem rendi honum fyrir markið á Loga sem skoraði af stuttu færi. Aðeins 3 mínutum síðar eða eftir 44 mínutur skorar Hamar gott mark eftir uppspil frá Stebba og Loga, sendir Stebbi boltann fyrir þar sem Danni skallar boltann inn af stuttu færi. Staðan 2 – 0 fyrir Hamar í hálfleik. Hamar byrjaði seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri af aga og menn héldu áfram vinnuseminni og unnu vel fyrir hvorn annann. eftir 60 mín fengu Hamarsmenn vítaspyrnu þegar varnarmaður ÍH handlék knöttinn inni í teignum en markvörður ÍH varði slaka spyrnu Danna. Eftir 70 mín leik dæmir góður dómarin leiksins enn eina aukaspyrnuna á ÍH og setti Hemmi boltann á fjærstöng þar sem Logi kom manna fyrstu og setti boltann inn af stuttu færi. 3 – 0 sigur Hamarsmann staðreynd en sigurinn hefði hæglega getað orðið stærri þar sem menn fóru illa með nokkur góð færi.
Með sigrinum skilja 4 stig ÍH og Hamar af en Hamar á einn leik til góða þegar það fer austur á Hornafjörð um næstu helgi og spilar við Mána.
Byrjunarliðið
Nikki
Haffi – Fannar – Hákon – Indriði (f)
Máni – Stebbi – Logi
Frissi – Hemmi – Danni
Varamenn
Brynjar – Frissi
Hafsteinn – Stebbi
Diddi – Hemmi
Aron – Danni