Hamar mætti Erninum í Lengjubikarnum í miklum rokleik á Selfossvelli í gær. Um var að ræða þriðja leik Hamarsmanna í Lengjubikarnum.  Örninn var stofnað 2014 og verða þeir í 4. deildinni í sumar lík og Hamar.

Leikurinn hófst rólega og voru menn að reyna átta sig á því hvernig væri best að spila boltanum í erfiðum vindi. Fljótlega fengu bæði lið svo ágætis færi til þess að skora. Ómar og Jorge áttu góðar tilraunir að marki Arnarins. Einnig varði Nikulás í marki Hamarsmanna vel í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Á 19. mínútu fékk Logi Geir svo boltann fyrir utan teig, plataði varnarmann og átti gott skot með vinstri fæti sem endaði í marki Arnarins. Hamarsmenn héldu svo áfram að sækja eftir þetta. Á 23. Mínútu tók Máni hornspyrnu og eftir smá klafs í teignum náði Jorge að koma boltanum í netið. Hamarsmenn náðu fínum spilköflum í erfiðum aðstæðum eftir þetta. Á 40. mínútu tók Mání aðra hornspyrnu sem endaði á kollinum á Ölla sem skallaði hann snyrtilega í markið. Á 43. mínútu náði Örninn að skora mark með góðu skoti fyrir utan teig. Þetta mark var algjör óþarfi og var Örninn kominn aftur inn í leikinn. 3-1 var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik var aðeins búið að lægja og áttu menn betur með að spila boltanum á milli sín. Á 59 mínútu barst boltinn til Loga fyrir utan vítateig. Logi ákvað að setja boltann á vinstri fótinn og skaut glæsilegu skoti í slánna og inn. Fljótlega eftir þetta fengu Hamarsmenn dauðafæri til að klára leikinn algjörlega. Á 82. mínútu misstu Hamarsmenn boltann klaufalega fyrir utan vítateginn sem Örninn nýtti sér og skoruðu mark. Hamar gáfu svolítið eftir í lok leiksins og fengu á sig annað mark á 88. mínútu. Ekki komu fleiri mörk og unnu Hamarsmenn góðann sigur.

Hamar er í öðru sæti riðilsins með jafn mörg stig og KFS sem eru í 1. sæti þegar tveir leikir eru eftir í riðlinum.

Byrjunarlið Hamars í leiknum:

Markvörður: Nikulás Snær

Varnarmenn: Hafþór Vilberg, Kristinn Aron, Indriði Hrannar, Tómas Aron.

Miðjumenn: Ölli, Máni, Jorge.

Kantmenn: Ómar Andri og Arnar Þór

Framherji: Logi Geir.

Skiptingar:

46. mín Nikulás (ÚT) – Hlynur Kára (INN)

55. mín Jorge (ÚT) – Frissi (INN)

57. mín Arnar Þór (ÚT) – Diddi (INN)

60. mín Máni (ÚT) – Friðbjörn (INN)

68. mín Logi Geir (ÚT) – Ásgeir (INN)

Ónotaðir varamenn:

Jón Ingi og Kristmar.

 

Næsti leikur Hamars er á Laugardaginn n.k á Selfossvelli kl 14:00 á móti KFS. Um er að ræða toppslag riðilsins.