Hamar spilaði sinn annann leik í Lengjubikarnum s.l Laugardag þegar þeir tóku á móti Ísbirninum á Selfossvelli. Hamar hafði spilað einn leik í Lengjubikarnum fyrir þennann leik og vannst sá leikur. Ísbjörninn hafði spilað tvo leiki fyrir leikinn og töpuðust þeir báðir.
Hamar byrjuðu af krafti í leiknum og fengu hornspyrnu á fjórðu mínútu leiksins. Ölli skoraði úr henni eftir skemmtilega útfærslu og góða hornspyrnu frá Kaleb. Á 12. mínútu komst Hamar í skyndisókn sem endaði á því að Páll sendi góða sendingu á Hafstein sem kláraði færið af örryggi. Eftir þetta róaðist leikurinn og spiluðu Hamarsmenn ekki nógu góðann leik í stað þess að klára leikinn. Á 36. mínútu sváfu Hamarsmenn á verðinum og Ísbjörninn náðu að minnka muninn í 2-1. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fékk Hamar aukaspyrnu af löngu færi sem Hákon tók. Hákon gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukaspyrnunni. Staðan var 3-1 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiksins var kraftur í Ísbirnunum og áttu þeir ágætis færi að marki Hamars. Hamar náðu ekki að spila boltanum nægilega vel á milli sín. Á 60. mínútu braut leikmaður Ísbjarnarins ílla á sér og fékk að líta rauða spjaldið. Eftir þetta áttu Hamar tóku Hamar öll völd á leiknum og náðu að spila boltanum betur á milli sín. Á 75. skoraði varamaðurinn Daníel mark af stuttu færi eftir frábært spil Hamarsmanna upp völlinn. Eftir þetta áttu Hamar nokkur færi en náðu ekki að koma tuðrunni oftar í markið. Ágætis sigur hjá Hamarsmönnum en þeir hafa oft sýnt betri leik.
Næsti leikur Hamars er Laugardaginn 9. Apríl gegn Augnablik. Leikurinn er kl 16:00 í Fagralundi.