Skólastrákarnir í FSu mættu í Frystikistunna í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag í grannaslag. Fyrir leikinn voru FSu menn sæti ofar en Hamar en liðin sátu í 5 og 6 sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir FSu en stíf vörn Hamarsmanna gerði Selfyssingum erfitt fyrir í sókninni. Hamarsmenn stálu boltanum ítrekað og settu auðveld sniðskot á hinum enda vallarins. Það má því segja að Hamarsmenn hafi hreinlega fryst FSu drengi. Staðan 43-28 í hálfleik. Leikurinn var má segja ráðinn, og ógnuðu FSu menn aldrei Hamarsmönnum neitt að ráði og voru lokatölurnar 85 – 75 heldur litlar miðað við yfirburði Hamars í leiknum. Mest leiddu Hamarsmenn með 21 stigi. Chris Woods var með 24 stig og 15 fráköst, á meðan Motley í liði FSu var með rúm 50% stiga sinna manna eða 41 stig og 15 fráköst. Hamarsmenn eru því komnir uppí 5 sæti deildarinar á kostnað FSu. Næsti leikur er svo gegn ÍA á föstudaginn 25.nóv kl 19:15