Ragnar Jósef hefur gengið til liðs við Hamar eftir frábæran seinni hluta tímabils í fyrra með þeim bláu. Ragnar var á venslasamning frá Breiðablik eftir áramótin og skilaði að meðaltali 13.5 stigum á um 24 mínútum.
Ragnar hefur nú samið við Hamar um að ganga til liðs við félagið og ríkir að sögn þjálfara Hvergerðinga, Máté Dalmay mjög mikil ánægja í herbúðum félagsins.