Hamarsmenn spiluðu sinn þriðja leik í Lengjubikarnum s.l Laugardag þegar liðið heimsótti Augnablik. Hamar hafði unnið báða sína leiki fyrir þennann leik en Augnablik var án stiga.
Strax á fyrstu mínútu leiksins átti Hákon góða sendingu inn fyrir vörn Augnabliks á Loga Geir sem tók á móti boltanum og skoraði örruglega. Hamarsmenn voru mun betri aðilinn í leiknum og voru með boltann nánast allann fyrri hálfleikinn. Á 24. mínútu fékk sóknarmaður Augnabliks boltann fyrir utan teig og skoraði efst upp í markhornið, þvert á móti gang leiksins. Leikmenn Hamars svöruðu strax og skoraði Tómas Hassing gott mark mínútu síðar. Eftir þetta fengu Hamarsmenn fullt af tækifærum til að bæta við. Á 40. mínútu var komið að Tómasi þar sem hann skoraði sitt annað mark í leiknum. Hamar héldu áfram að sækja og átti Indriði flottan fyrirgjöf sem endaði hjá Liam sem setti boltann í netið rétt fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik var 1 – 4 fyrir Hamri. Seinni hálfleikur var mun rólegri en Hamarsmenn voru samt mun sterkara. Á 65. mínútu fékk sami sóknarmaður Augnabliks boltann fyrir utan teig og skoraði hann aftur með góðu skoti. Á 72. mínútu var komið að nýjasta liðsmanni Hamars, Daníel sendi góða fyrigjöf sem Hrannar Einarsson skallaði laglega í markið. Lokatölur voru 2 – 5 fyrir Hamri. Ágætis leikur hjá Hamri og hefði sigurinn átt að vera stærri.
Nú er Hamar efst í riðlunum með 9 stig þegar einn leikur er eftir. Hamar dugar jafntefli í síðasta leiknum gegn Hvíta Riddaranum til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn er á Selfossvelli næsta sunnudag kl 11:00.
Byrjunarlið Hamars
Markvörður: Nikulás
Vörn: Sigmar – Hákon – Tómas Aron – Indriði
Miðja: Liam – Ölli – Logi
Kantmenn: Tómas Hassing og Daníel
Framherji: Palli.
Skiptingar:
45. mín Nikulás (ÚT) – Stefán Hannessson (INN)
45. mín Palli (ÚT) – Hrannar (INN)
59. mín Tómas H (ÚT) – Kaleb (INN)
59. mín Logi (ÚT) – Diddi (INN)
65. mín Indriði (ÚT) – Ómar (INN)
76. mín Daníel (ÚT) – Frissi (INN)