Á síðasta ári tók stjórn Hamars þá ákvörðun að taka upp notkun á skráningar- og greiðslukerfinu Nori sem mörg önnur íþróttafélög hér á landi hafa notað við góðan orðstír síðustu ár. Á þessu ári sem liðið er hafa forsvarsmenn deilda Hamars verið að læra á kerfið og feta sig áfram í notkun á því og er nú svo komið að í haust munu allar deildir hefja notkun á Nori. Með tilkomu þessa kerfis verður skráning iðkenda í íþróttir og námskeið á vegum Íþróttafélagsins Hamars mun einfaldara og fljótlegra heldur áður hefur verið. Kerfið reiknar sjálfkrafa systkinaafslátt, hægt er að dreifa greiðslum yfir marga mánuði og einnig er hægt að stjórna greiðslufyrirkomulagi, hvort það sé millifært, greitt með kreditkorti eða greiðsluseðill sendur heim, það er þó ákvörðun hverrar deildar fyrir sig hvernig greiðslufyrirkomulag er. Nori kerfið heldur svo utan um allar greiðslur sem koma inn og því verður allt miklu skilvirkara og álag á gjaldkera og þjálfara minnkar þar sem þeir geta þá fylgst með með einföldum hætti hvaða iðkendur hafa greitt og hverjir ekki.

Einfalt í notkun.

Fyrir foreldra og forráðamenn er kerfið einfalt í notkun. Það sem þeir þurfa að gera að fara á vefslóðina http://hamar.felog.is/, einnig er hægt að finna slóðina á vefsíðunni hér hægra megin. Þegar þangað er komið skrá foreldrar/forráðamenn sig inn og þegar innskráningu er lokið geta þeir svo séð hvaða námskeið og íþróttir eru í boði fyrir hvern iðkanda fyrir sig.

Nánari leiðbeiningar er að finna á http://nori.felog.is/.

 

Friðrik Sigurbjörnsson

Gjaldkeri aðalstjórnar

Íþróttafélagið Hamar