Hamar gerði sér ferð til Hornarfjarðar s.l Laugardag og spiluðu leik við Mána. Um var að ræða síðasta leikinn í fyrri umferð íslandsmótsins. Fyrir leikinn höfðu Hamarsmenn unnið tvo leiki í röð.

Á 2. mínútu leiksins fengu Hamarsmenn innkast sem Ölli tók, varnarmaður Mána skallaði boltann aftur útúr teignum til Ölla sem skaut boltanum snyrtilega yfir markvörð Mána, Hamar var komið með forrystu í leiknum eftir aðeins tvær mínútur. Eftir 12 mínútur fengu Hamarsmenn aftur innkast og barst boltinn til Daníels sem sendi boltann fyrir markið og fór í varnarmann Mána og inn í markið. Á 15. mínútu fékk svo Hermann boltann innfyrir vörn Mána og fór framhjá markverðinum og setti boltann inn í markið úr þröngri stöðu. Staðan var orðinn 3-0 eftir aðeins 15. mínútur. Eftir þetta róaðist sóknarleikur Hamarsmanna aðeins og komust Mánamenn betur inn í leikinn. Á 25 mín voru Hamarsmenn klaufar og brutu á sér inn í vítateig, leikmaður Mána skoraði örruglega framhjá Nikulási úr vítaspyrnunni. Á 30. Mínútu fengu svo Hamarsmenn Hornspyrnu sem Þorlákur Máni tók, þar var það Ölli sem skaust framhjá varnarmanni og skallaði boltann í netið. Bæði lið áttu svo tilraunir að bæta við fleirri mörkum í leikinn enn inn fór boltinn ekki. Staðan í hálfleik var 1 – 4 fyrir Hamar. Í byrjun seinni hálfleiks róaðist leikurinn svolítið en Hamar áttu nokkur marktækifæri. Á 75. mínútu komst Hermann einn innfyrir vörn Mána og setti boltann framhjá markverðinum. Mínútu síðar var röðin komin að Daníel að skora, hann kom Hamar í 1-6 með góðu marki. Svo á 85. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark og kom Hamar í 1-7. Á 86. mínútu voru svo Hamarsmenn kærulausir og náðu Mánamenn að skora sitt annað mark. En Daníel var svo ekki lengi að leiðrétta það og skoraði sitt þriðja mark í leiknum mínútu síðar. Lokatölur 2-8 á Hornafirði.

Hamar er nú í 3. sæti riðilsins eftir sex leiki. Það komast tvö lið uppúr riðlinum og eru þeir einu stigi frá ÍH sem er í öðru sæti. Spennann fyrir seinni umferðina er mikil og þurfa Hamarsmenn bara að treysta á sjálfa sig í næstu leikjum.

Stöðutafla þegar mótið er hálfnað.

1 Árborg 6 5 1 0 20  –    3 17 16
2 ÍH 6 4 1 1 25  –    6 19 13
3 Hamar 6 4 0 2 24  –    8 16 12
4 Léttir 6 4 0 2 20  –  11 9 12
5 Stokkseyri 6 2 0 4 12  –  28 -16 6
6 Máni 6 1 0 5   7  –  23 -16 3
7 Kóngarnir 6 0 0 6 6 – 35 -29 0

Myndband frá leiknum

Byrjunarlið:

Nikulás

Hafþór Vilberg – Hákon – Fannar – Indriði

Ölli – Máni – Stefán

Logi – Daníel

Hermann

Skiptingar

62. mín Logi (ÚT) – Ómar (INN)

65. mín Ölli (ÚT) – Helgi (INN)

72. mín Stefán (ÚT) – Tómas (INN)

72. mín Hermann (ÚT) – Jói Snorra (INN)

74. mín Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

Ónotaðir varamenn

Brynjar Elí – Friðbjörn.

Hamar - Máni

Næsti leikur Hamarsmanna er útileikur gegn Stokkseyri. Leikurinn er n.k fimmtudag kl 20:00. Hvergerðingar eru hvattir til að taka sér smá bíltúr og kíkja á leikinn!