Gengið hefur verið frá ráðningu Liam Killa sem þjálfari meistaraflokks Hamars næstu tvö árin. Liam kom til liðsins sem leikmaður fyrir ári síðan. Liam er búsettur í Hveragerði ásamt unnustu og barni.
Liam er að taka sín fyrstu skref í þjálfun en hefur verið að sækja þjálfaranámskeið hjá KSÍ og mun halda því áfram. Liam er reynslumikill leikmaður. Hann ólst upp í Swansea og kom upp úr akademíu þeirra. Liam hefur spilað sem atvinnumaður í Eistlandi og Færeyjum við góðan orðstír. Á Íslandi hefur Liam leikið með Haukum, Magna og Ægir áður en hann gekk til liðs við Hamar. Liam Killa er mikill leiðtogi innann vallar sem utan og er fyrirmynd fyrir aðra leikmenn.
Stjórn knattspyrnudeildar Hamars eru gríðarlega ánægðir að fá Liam í starfið og eru miklar vonir bundnar við þennann unga og efnilega þjálfara. Æfingar hefjast í næstu viku og verður leikmannahópurinn skoðaður í kjölfar þess. Mikill metnaður er hjá félaginu að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur verið að undanförnu.