ÆFINGATAFLA VETUR 2024 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur | |
Karfa – Kríli 3-5 ára | 11:00-12:00 | ||||||
Fjölgreina – Karfa 1-2 bekkur | 13:30-14:20 | ||||||
MB 8-11 kvk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:30-15:30 | 14:15-15:00 | ||||
MB 8-11 kk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:15-15:00 | 13:20-14:10 | ||||
7-8 fl kvk 7-8 bekkur | 17:00-18:00 | 15:30-17:00 | 17:00-18:15 – ÞH | 15:00-16:30 | |||
7-8 fl kk 7-8 bekkur | 16:20-17:30 | 18:00-19:30 – ÞH | 15:30-17:00 | 13:30-15:00 | |||
9-10 fl kk 9-10 bekkur | 15:10-16:20 | 18:45-20:00 – ÞH | 20:30-22:00 | 16:30-18:00 | 16:30-18:00 | ||
12 flokkur | 16:30-18:00 | ||||||
ÞH = Þorlákshöfn |
FRÉTTIR | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Hamar vs. Keflavík á sunnudagskvöldi og blíðviðri utan dyra en innan veggja í litlu Frystikistunni var engin lognmolla. Fjörugur leikur sem bauð upp á skotsýningu af bestu gerð, jafnan leik, fjölda þrista , mikið skor, virka áhorfendur, dómara- og leikmannamistök og drama eins og gengur. Svo fór að lokum að Keflavíkur-stúlkur hirtu sigurinn á síðustu mínútunum 86-91 eftir að hafa elt Hamarsstúlkur drjúgan hluta leiks.
Leikurinn byrjaði jafnt og skiptust á að setja stigin. Keflavík gerði gangsskör í stigaskorinu á 2ja mínútna kafla um miðjan fyrsta leikhlutann og brettu stöðunni úr 10-9 í 13-23 sem hendi væri veifað. Hamarsstúlkur réttu þó aðeins sinn hlut fyrir fyrsta hlé og 20-24 staðan að loknum fyrstu 10 mínútunum.
Annar leikhluti var sóknarleikurinn áfram allsráðnadi og Hamar fljótlega búnar að jafna og komust svo yfir 36-33. Hér skal nefna að á fyrstu 4 mínúturnar í 2.leikhluta ringdi 6 þristum í röð (4 frá Hamri og 2 frá Keflavík) og spurning hvort ekki væri hægt að klikka á skoti í þessum leikhluta. Eftir leikhlé Kefvíkinga (í stöðunni 36-33) var staðan áfram jöfn allt fram í tepásu þar sem Hamar leiddi með 1 stigi þökk sé flautu-þrist hjá DiAmber, rétt innan miðjulínu og skemmtun fyrir allan peninginn.
Þriðji leikhluti var í sama dúr og áfram héldu liðin að leiða til skiptis en jafnt var á tölum 47-47, 49-49, 51-51, 53-53 56-56 og 61-61. Hamar náði þarna aðeins að skilja sig frá og vann að lokum leikhlutann 25-20 og leiddi fyrir lokaátökin 69-63.
Lokakaflinn var drama og heitt í áhorfendum sem létu vel í sér heira og voru í því að segja dómunum til eins og gengur en einnig að kvetja sitt lið. Hamar byrjaði leiklhutann með stigum frá DiAmber en Sara Hinriks svaraði jafnharðan í hinn endann. Skorið dalaði aðeins um miðbik leikhlutans enda meira um átök og baráttu um alla lausa bolta. Staðan 73-73 þegar um 6 mínútur eru eftir en Hamar nær aftur örlitlu frumkvæði en Keflavík nær loks forustu þegar um 3 mínútur eru eftir, 76-78 með þrist. Gestirnir setja næstu 5 stigin í kjölfarið og sigurtilfinningin þeirra. Hamar minnkar muninn í 82-87 þegar rúm minuta er eftir en allt kom fyrir ekki og Keflavíkursigur tryggður á vítalínunni meðan heimastúlkur nýttu ekki skotin sín nema af vítalínunni. 86-91 sigur Keflavíkur.
Stöðva þurfti leikinn í þó nokkurn tíma þegar 15 sekúndur voru eftir þar sem Dagný Lísa Davíðsdóttir úr liði Hamars datt illa eftir frákastabaráttu og var flutt í sjúkrabíl til skoðunar. Nokkur hiti hljóp í menn og konur úr sveitum suðurlands þar sem dómaraparið sá sig ekki knúinn til að stöðva leikinn fyrr en einni sóknarlotu seinna þrátt fyrir að strax var ljóst að um alvarleg meisðsli gat verið að ræða og leikmaður var í andnauð. Dagný Lísa slapp þó með skrekkinn og betur fór en á horfðist og ber að þakka aðkomu sjúkraþjálfara Keflavíkurliðsins sérstaklega sem tók á málum af fagmennsku. Ljóst að Dagný verður einhverja daga frá parketinu og líklegt að leikur við Grindavík núna á miðvikudag komi of snemma fyrir hana.
Þær sem báru af í Keflavík í þessum leik voru þær stöllur Sara Rún og Bryndís sem áttu frábæran leik inn í teig og settu samtals 57 stig og Bryndís með 39 framlagsstig. Porsche Landry var einnig drjúg og setti 20 stig/8 stoðsendingar og þar af einn drjúgan þrist í lokinn.
Hjá okkar stúlkum var Fanney á eldi, sérstaklega framan af leik og klikkaði varla á þrist í fyrri hálfleik. Setti Fanney 34 stig en næstar komu DiAmber með 20 stig/6 stoðsendingar og Marín 14 stig.
Aðrir molar;
- Þjálfari Keflavíkur var fleiri mínútur inná vellinumen margur leikmaðurinn í þessu leik – fékk þó tiltal frá dómara en ekki fyrr en í 4.leikhluta og ekki er til tölfræði yfir spilaðar mínútur.
- Hamar setti 12 þrista á móti 4 hjá Keflavík. Nýtingin 38% hjá Hamri en 31% hjá Keflavík.
- Stig í teig voru 58 hjá Keflavík á móti 34 hjá heimastúlkum. Í fyrsta leikhluta tók Keflavík öll sín skot utan 1, inn í teig.
- Hamar fékk 12 víti og hittu 8(67%) meðan Keflavík fékk 20 en setti 13(65%).
- Aldrei var dæmt á 3 sekúndur, 1 sinni leið skotklukkan (24 sek) og aldrei var dæmt á 8 sek.
- Tapaðir boltar voru 11 Hamars-megin en 14 hjá Keflavík.
- Bryndís og Sara Rún voru með 64 framlagsstig af 104 hjá Keflavík eða 61%.
- Fanney og DiAmber voru með 49 framlagsstig af 87 hjá Hamri eða 56%
- 8 leikmenn spiluðu úr hvoru liði.
- 14 sinnum var skipst á um forustu og 10 sinnum var jafnt.
Öll tölfræði á www.kki.is
Tindastólsmenn mættu í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld, þeir mættu reyndar seinna en áætlað var, en seint koma sumir en koma þó. Leikurinn hófst því hálftíma seinna en áætlað var en hafði það þó enginn áhrif á leikinn. Tindastólsmenn hafa farið frábærlega af stað í deildinni og fyrir leikinn höfðu þeir unnið alla 4 leiki sína, Hamar hefur aftur á móti verið að spila undir getu og höfðu aðeins einn sigur fyrir leikinn. Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast að Skagfirðingar höfðu eilítil undirtök en Hamarsmenn voru þó aldrei langt undan. Staðan eftir 4 mínútur 9-14. Örn Sigurðarson var hins vegar mættur aftur á völlinn í kvöld, en hann er ennþá að glíma við erfið meiðsli en lét hann mikið til sín taka og jafnaði hann leikinn í stöðunni 17-17. Hörkuleikur í gangi en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-19 Hamri í vil.
Í öðrum leikhluta sýndu hins vegar Tindastólsmenn klærnar betur og voru komnir með 7 stiga forskot 26-33 þegar annar leikhluti var rétt um hálfnaður. Tindastólsmenn héldu síðan áfram að keyra á Hamarsliðið sem vantaði sjálfstraustið í sóknarleikinn og fóru Sauðkræklingar með 10 stiga forskot í hálfleik 31-41.
Síðari hálfleikur hófst svo líkt og sá fyrri endaði með því að Tindastóll jók forskotið hægt og bítandi. Fyrstu 3 mínútur leikhlutans fóru 12-4 fyrir Tindastól og staðan orðin 53-35. Þarna mátti sjá getu mun liðanna þrátt fyrir að leikur Hamarsmanna hafi lagast mikið frá síðustu leikjum. Tindastóll vann þriðja leikhlutan 29-20 og var staðan því ansi vænleg fyrir loka fjórðungin 51-70.
Síðasti leikhlutinn var þó með meira jafnvægi og virtust Hamarsmenn ekki ætla gefa tommu eftir þrátt fyrir að mikill munur var uppi á töflunni. Leikurinn spilaðist þó mikið á vítalínunni en Tindastóls menn fengu heil 42 vítaskot í leiknum og oft á köflum virtist miklu máli skipta hvort það væri Jón eða Séra Jón sem átti í hlut þegar brotið var. Villu staðan endaði 31-18 sem dæmi má nefna. Engu að síður voru það Tindastólsmenn sem sæktu fyllilega verðskuldað í sinn 5 sigur í röð og verður að segjast að þeir líti gríðarlega vel út, Loka tölur 73-94
Atkvæðamestur hjá Hamarsmönnum var Danero Thomas með 25 stig en næstur honum var Halldór Gunnar með 16 stig. Hjá Tindastól var Antoine Proctor með 21 stig og 9 fráköst og síðan kom Darrel Flake með 20 stig og 11 fráköst og Helgi Margeirsson setti niður 19 stig.
KR-ingar komu í heimsókn í frystikistuna í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn voru KR-stúlkur einungis búnar að vinna einn leik en sá sigur kom einmitt á móti gestgjöfum kvöldsins Hamri. Leikurinn byrjaði með miklum skotum utan af velli hjá báðum liðum en hvorugt liðið hitti til að byrja með, þrátt fyrir að Íris hafi opnað leikinn með flottum þrist. Það var ekki fyrr en Fanney setti upp skotsýningu að stig fóru að koma á töfluna. Fanney tók sig til og setti 4 af 5 fyrstu skotum sínum og voru þau öll fyrir utan þriggja stiga línuna eða “Down Town” eins og kaninn myndi segja það. Staðan 22-9 fyrir Hamarsstúlkur eftir fyrsta leikhluta og var Fanney komin með 12 stig og 4 fráköst. Hjá KR var Henry atkvæðamest. Annar leikhluti hófst þó með betri byrjun KR liðsins og skoruðu þær fyrstu 5 stig leikhlutans og komu muninum niður í 8 stig 22-14. Þá jafnaðist leikurinn meira út, eða þangað til að um 3 mínútur voru eftir þá gáfu KR-stelpur á bensín gjöfina og minnkuðu muninn niður í 4 stig 32-28 en leikhlutinn endaði svo með 6 stiga mun Hamri í vil 36-30. Dómgæsla leiksins var oft á köflum stór furðuleg, og alltaf er leiðinlegt þegar þarf að gagnrýna dómarann en staðan í villum í hálfleik var 8 villur á Hamar á móti 3 villum á KR. Síðari hálfleikur hófst svo með því að Hamarsstúlkur settu fyrstu fjögur stig leikhlutans áður en Þorbjörg svaraði með þrist fyrir KR og var staðan því 40-33. Mikið jafnræði var áfram með liðunum og var 5 stiga munur 50-45 fyrir síðustu sókn leikhlutans en Di’Amber lauk leikhlutanum með glæsilegum “buzzer” og kom muninum í átta stig 53-45. Þarna var Di’Amber með 22 stig en næst henni var Fanney ennþá með sín 12 stig. Hjá KR var það Henry sem var með 21 stig. Fjórði og síðasti leikhlutinn hófst svo með því að liðin skiptust á að skora eða þar til að í stöðunni 56-47 þá settu KR-stelpur vélina upp um gír og byrjuðu að saxa á forskot Hamars. Þegar ekki nema þrjár mínútur voru liðnar var munurinn komin niður í 3 stig, 58-55. Þá setti Íris niður tvö stig af vítalínunni og kom muninum í 60-55. Þá komu KR stelpur aftur með sveiflu og 60-60 og síðar 62-62, og komust svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum 62-65 og einungis 3:30 eftir af leiknum. Di’Amber svaraði þó með þrist og staðan því 65-65. KR-stelpur skoruðu þó aftur en Di’Amber geystist þá í bakið á þeim og setti niður sniðskotið og sótti villu og fékk því eitt víta skot að auki, Það rataði síðan beint í körfuna og Hamarsstúlkur því aftur komnar yfir 68-67. Þá taka dómarar leiksins sig til og spiluðu þeir stóra rullu á síðustu tveimur mínútum leiksins. Fanney fékk sýna 5 villu fyrir litlar sakir og fékk því Henry tvö skot þar sem KR-liðið var komið í bónus. Annað vítið rataði niður og var því staðan jöfn 68-68. Þá fóru Hamarsstelpur í sókn en skot þeirra geigaði og snéru KR-stelpur vörn í sókn og endaði það með því að Sigrún Sjöfn endaði á línunni og setti bæði vítin 68-70. Di’Amber heldur í sókn með Hamarsliðinu og kemur sér í ágætis skotfæri en þá er hrint á bakið á henni og skotið geigaði. Henry nær frákastinu og Hamarsstelpur pressa KR hátt. Henry kemur sér þó yfir miðju og gefur þá boltan til baka á Björg sem kom hoppandi yfir á sóknarhelming vallarins en einhvern veginn fór það fram hjá mjög svo lélegum dómurum leiksins þeim Rögnvaldi og Gunnari. KR-stelpur fengu þess í stað galopið sniðskot sem að Henry settir niður og munurinn því orðinn 4 stig og minna en mínúta eftir. Hamars liðið átti síðan lélega sókn þar sem þær töpuðu boltanum og KR-stelpur nýttu sér það og komu muninum í 8 stig áður en Di’Amber lagaði muninn með þriggja stiga körfu. Leikurinn endaði þó á því að Helga sallaði niður tveimur stigum af línunni og sjö stiga sigur staðreynd 71-78 og KR-stelpur því komnar með tvo sigra báða gegn Hamri á meðan Hamarsstúlkur töpuðu sínum þriðja heimaleik í vetur. Atkvæðamest hjá Hamri var Di’Amber með 28 stig 7 stoðsendingar og 5 fráköst næst var Fanney með 17 stig og 8 fráköst og síðan var Marín með 10 stig og 13 fráköst. Hjá KR var Henry með 27 stig og 7 fráköst og síðan var Sigrún með 12 stig og 17 fráköst.
Það sem má taka útúr þessum leik eru þó þrjár staðreyndir
– Ebone Henry er ekkert skild fótbolta manninum Thierry Henry þrátt fyrir mikla skottækni hjá báðum leikmönnum
– Hamar er eina liðið sem KR hefur sigrað í vetur, og Yngvi þjálfari þarf að borga í sektarsjóð liðsins eftir leik kvöldsins
– Dómarar leiksins vildu ná Greys Anatomy á stöð2 í kvöld og sáu sér ekki fært um að leikurinn færi í framlengingu
STJÓRN & ÞJÁLFARAR 2024-2025 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
“The most important thing is to try and inspire people so that they can be great in whatever they want to do.”
– Kobe Bryant
Stjórn
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Tryggvi Hofland | Formaður | hofland76@internet.is |
Tinna Rós Vilhjálmsdóttir | Gjaldkeri | tinnaros13@gmail.com |
Bjarney Sif Ægisdóttir | Ritari | bjarney29@gmail.com |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | Meðstjórnandi | berglindkaren4@gmail.com |
Sveinbjörn Skúlason | Meðstjórnandi | svenniskula30@gmail.com |
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KARLA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KVENNA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
YNGRIFLOKKARÁÐ
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Íris Ásgeirsdóttir | irisasgeirs@hotmail.com | |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | berglindkaren4@gmail.com | |
Katrín Sveinsdóttir | katrínsveins@hotmail.com | |
Íris Alma Össurardóttir | irisalmaossurardottir@gmail.com |
ÞJÁLFARAR
FLOKKAR | ÞJÁLFARI | SÍMI |
---|---|---|
Meistaraflokkur karla | Halldór Karl Þórsson | |
Meistaraflokkur kvenna | Hákon Hjartarsson | |
Meistaraflokkur karla B | ||
9.-10. flokkur karla | ||
7.-8 flokkur karlaSveinbjörn Skúlason | ||
Míkróbolti 10-11 ára kk | ||
Míkróbolti 10-11 ára kvk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kvk | ||
Mikróbolti 1.-2. bekkur |
LÖG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
1. Kafli um körfuknattleiksdeild Hamars
1. grein. Félagið er hluti af Íþróttafélaginu Hamri, og sinnir körfuknattleik innan þess félags. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur aðsetur sitt í Hveragerði á Suðurlandi.
2. grein. Merki félagsins er: Sjá á forsíðu
3. grein. Keppnisbúningur og æfingabúningur félagsins skal vera í bláum og hvítum aðallitum með hvítri áletrun og merki félagsins í vinstri barmi. Meistaraflokkum félagsins er heimilt að útfæra ofangreinda aðalliti á keppnisbúningum að eigin vild, en þó fá staðfestingu stjórnar kkd Hamars. Heimilt er að setja á aðra búninga en keppnisbúninga, táknmerki viðkomandi deildar og flokks. 2. kafli Markmið Íþróttafélagsins Hamars
4. grein. Markmið félagsins eru:
a. Að efla áhuga á körfuknattleik, líkamsrækt og heilbrigðu líferni.
b. Að standa fyrir öflugu og faglegu íþrótta/körfuknattleiks- og félagsstarfi, sérstaklega meðal barna og unglinga.
c. Efla keppnis- og afreksíþróttir.
d. Að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og vímuefna.
e. Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum „ÍSLANDI ALLT“.
5. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars er aðili að íþróttafélaginu Hamri og þá um leið að Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK), sem er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍÓÍ) og Ungmennafélagi Íslands(UMFÍ).
3. kafli Félagar
6. grein. Körfuknattleiksdeild er myndað af einstaklingum sem mynda ráð um iðkun karla, kvenna og yngri flokka í körfuknattleik og hafa sameiginlega aðalstjórn, sem er æðsti aðili körfuknattleiksdeildar milli aðalfunda.
7. grein. Félagi getur hver sá orðið sem æskir þess og greiðir árgjald (sé það innheimt) eða iðkenndagjald. Félagar skuldbinda sig til að fara að lögum félagsins, hlíta keppnisreglum og vera félaginu til sóma hvarvetna sem þeir koma fram á vegum eða fyrir hönd félagsins. Stjórn er heimilt að óska eftir þvi við aðalstjórn að víkja félaga úr félaginu hafi hann brotið gegn lögum félagsins eða álíti hún framkomu hans eða gjörðir að öðru leyti vítaverðar.
8. grein. Heimilt er að afla styrktarfélaga sem hafa öll sömu réttindi og aðrir félagar.
9. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur heimild til að innheimta árgjald félaga þó að fengnu samþykki aðalstjórnar Hamars. Skal það vera sama hjá öllum félögum og ákveðið á aðalfundi félagsins 4. kafli Deildir
10. grein. Körfuknattleiksdeild skal standa fyrir iðkun og eftir atvikum æfingum og keppni í körfuknattleik skv. skilgreiningu ÍÓÍ. Körfuknattleiksdeild skal halda sérstaka skrá yfir þá flokka sem starfandi eru innan félagsins hverju sinni. Til þess að flokkur teljist starfhæfur skal að jafnaði a.m.k. 5 félagar skráðir í viðkomandi flokk. Þó skal leyfa undantekningu sé flokkur starfræktur í samstarfi við annað félag.
11. grein. Hvert ráð innan körfuknattleiksdeildar Hamars hefur sérstaka stjórn og sér fjárhag. Stjórn hvers ráðs skal skipuð þrem til fimm mönnum; formanni, gjaldkera og ritara sem og allt að tveimur meðstjórnendum. Formaður körfuknattleiksdeildar er kosinn sérstaklega á aðalfundi og deildarstjórn ákveður verkaskiptingu meðstjórnenda á fyrsta stjórnarfundi. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda körfuknattleiksdeildar. Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega. Heimilt er að stofna unglingaráð innan körfuknattleiksdeildar sem skal sérstaklega sjá um og vinna að eflingu starfsins hjá börnum og unglingum. Unglingaráð starfar á vegum stjórnar deildarinnar og skal kosið í það á aðalfundi deildar eða skipun þess staðfest á aðalfundi. Unglingaráð hefur síðan heimild til að ráða yfirþjálfara sem sinnir daglegu starfi yngri flokka körfuknattleiksdeildar. Sé ekki starfandi unglingaráð skal stjórn körfuknattleiksdeildar ráða yfirþjálfara í starfið. Halda skal fjárhag unglingaráðs aðskildum frá öðrum fjárhag deildarinnar en áætlanir og ákvarðanir um fjáraflanir og ráðstöfun fjármuna skulu hljóta samþykki deildarstjórnar, og lúta að öllu leyti sömu skilmálum og gilda um fjármál deilda, sbr. m.a. ákvæði 13. greinar laga þessara. Að sama skapi er heimilt að stofna sérstök meistaraflokksráð sem lúta sömu skilyrðum og unglingaráð.
12. grein. Ráð körfuknattleiksdeildar skulu framfylgja samþykktum aðalfunda körfuknattleiksdeildar og ráða daglegum rekstri þeirra, þar á meðal ráða þjálfara og ákveða laun þeirra. Hvert ráð skal halda nákvæmt félaga- og
iðkendatal samkvæmt lögum og reglum UMFÍ og ÍÓÍ. Hver deild skal skila stjórn körfuknattleiksdeildar félagatali sínu fyrir 30 janúar ár hvert. Stjórn körfuknattleiksdeildar skal setja verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og deilda þess og skal stjórn körfuknattleiksdeildar hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Hverju ráði er skylt að leita samþykkis stjórnar körfuknattleiksdeildar ef hún hyggur á lántökur til reksturs deildar í lengri eða skemmri tíma. Hver ráð aflar fjár til sinnar starfsemi og hefur tekjur af: a. Árgjöldum flokks/a. b. Æfingagjöldum. c. Styrktarfélagsgjöldum. d. Ágóða af íþróttamótum viðkomandi ráðs. e. Lottótekjum skv. skiptareglum og öðru fjármagni til skipta. f. Öðrum tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda. Deildarstjórn skal halda skýrslu um starf deildarinnar sem lögð skal fyrir aðalfund deildarinnar og afhent aðalstjórn til birtingar í ársskýrslu félagsins.
13. grein. Aðalfundir körfuknattleiksdeildar Hamars skal vera haldnid eigi síðar en 15. febrúar fyrir liðið starfsár. Atkvæðisrétt á aðalfundi körfuknattleiksdeildar hafa allir félagar/iðkendur deildarinnar, enda hafi þeir greitt öll lögboðin gjöld. Kjörgengir eru þó aðeins félagar deildarinnar sem náð hafa 15 ára aldri, nema til formanns og gjaldkera verða þeir að vera 18 ára. Til aðalfundar deildar skal boða með viku fyrirvara með auglýsingu á heimasíðu félagsins. Er hann löglegur sé löglega til hans boðað. Stjórn skal leggja fyrir aðalfund fjölfaldaða ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun. Dagskrá aðalfunda deilda skal vera sem hér segir:
1. Formaður deildarinnar setur fundinn.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Formaður leggur fram ársskýrslu deildarinnar
4. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
5. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til afgreiðslu.
6. Stjórnarkjör: a. Kosinn formaður. b. Kosnir meðstjórnendur
7. Önnur mál. Á aðalfundi deilda ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórna skal vera skrifleg, ef þurfa þykir. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið bundinni kosningu og fáist enn ekki úrslit skal hlutkesti ráða.
14. grein Vanræki körfuknattleiksdeild að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal framkvæmdastjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Sé deild lögð niður eða starfsemi leggst af tímabundið skal aðalstjórn fara með vald deildarinnar og fjármuni.
STUÐNINGSMANNAFÉLAG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Félagið hefur að markmiði sínu að styðja við bakið á meistaraflokkum Hamars í körfuboltanum og tryggja þeim sem breiðast og best bakland þegar kemur að æfingum og keppni í íþróttinni.
Hægt er að ganga í félagið með útfyllingu á umsóknarblaði og styrkja um leið félagið um vissa upphæð mánaðarlega en á móti kemur að félagsmenn í Stuðningsmannaklúbbnum fá frítt á heimaleiki Hamars.
Klúbburinn stuðlar að betri tengingu milli leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna félagsins á ýmsa vegu.
Formaður Stuðningsmannaklúbbs Kkd. Hamars er Davíð Jóhann Davíðsson david@hbgrandi.is