ÆFINGATAFLA VETUR 2024 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur | |
Karfa – Kríli 3-5 ára | 11:00-12:00 | ||||||
Fjölgreina – Karfa 1-2 bekkur | 13:30-14:20 | ||||||
MB 8-11 kvk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:30-15:30 | 14:15-15:00 | ||||
MB 8-11 kk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:15-15:00 | 13:20-14:10 | ||||
7-8 fl kvk 7-8 bekkur | 17:00-18:00 | 15:30-17:00 | 17:00-18:15 – ÞH | 15:00-16:30 | |||
7-8 fl kk 7-8 bekkur | 16:20-17:30 | 18:00-19:30 – ÞH | 15:30-17:00 | 13:30-15:00 | |||
9-10 fl kk 9-10 bekkur | 15:10-16:20 | 18:45-20:00 – ÞH | 20:30-22:00 | 16:30-18:00 | 16:30-18:00 | ||
12 flokkur | 16:30-18:00 | ||||||
ÞH = Þorlákshöfn |
FRÉTTIR | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Um helgina verður leikið í stjörnuleikjum dominos deildanna í körfuknattleik karla og kvenna. Hamarsstúlkur eiga þrjá fulltrúa um helgina, en það eru Fanney Lind, Marín Laufey, og Di’Amber Johnson sem munu leika fyrir dominos-liðið. Leikið verður í Ásgarði í garðabæ og hefst hátíðin kl 13:00. Dagskrá líkur síðan kl 17:00, beint eftir síðari hálfleik karla, Þar leikur fyrr um Hamarsmaðurinn Raggi Nat. Leikurinn hjá stúlkunum hefst kl 13:20
Hvergerðingar fengu Vængi Júpíters í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og var leikurinn hraður til að byrja með. Það voru gestirnir sem opnuðu leikinn með þrist, en Halldór Jónsson svaraði fyrir heimamenn í slíkri mynt. Hamarsmenn skoruð næstu 5 stig og komust í 8-3, þá svöruðu gestirninr og fyrsti leikhluti var jafn og spennandi, en þó voru heimamenn ávallt með yfirhöndina. Í örðrum leikhluta tóku gestirnir gott áhlaup, úr varð jafn leikur og tóku Hamarsmenn tvisvar sinnum leikhlé og reyndu að finna svör, og það seinna skilaði góðu áhlaupi og fóru Hamarspiltar með 9 stiga forskot í hálfleikinn 49-40. Það var síðan í síðari hálfleik sem að munurinn á liðinum kom í ljós. Hamarsmenn fóru mikinn og byggðu jafnt og þétt ofan á forskot sitt, og Vængir Júpíters áttu aldrei séns, þrátt fyrir að sína fína takta inná milli. Þessi sigur er þriðji sigur Hamars í röð og gera þeir þar með tilkall til úrslitarkeppnis sætisins. Á meðan eru Vængir Júpíters í næst neðsta sæti með einn sigur.
mynd/Guðmundur Karl
Hamarsmenn heimsóttu Skagamenn á skipaskaga í gærkvöldi og úr varð hörkuleikur! Hamarsliðið byrjaði leikinn með miklum látum og komust í 16-4, Danero og Halldór voru að hitta vel hjá Hamarsmönnum. Skagamenn vöknuðu þá til lífsins og náðu góðri rispu og komust í fyrsta skipti yfir 19-18 en þá gáfu strákarnir frá Hveragerði aftur í og leiddu 25-22 eftir 1. leikhluta.
Heimamenn byrjuðu mun betur í 2. leikhluta en á meðan var einhver værukærð yfir Hamarsmönnum. Tölur eins og 34-28 og 40-33 sáust fyrir þá gulklæddu. Aftur spíttu Hamarsdrengir í og komust aftur yfir í stöðunni 47-46 með glæsilegum þristi frá Danero en drengurinn var að spila óaðfinnanlega í gær! Hamarsmenn leiddu 54-53 í hálfleik og ekki var mikið um varnir en þess í stað var sóknarleikur beggja liða góður og leikurinn var mjög hraður.
Eitthvað hafa Hamarsdrengir farið yfir varnarleikinn í hálfleik því liðið spilaði frábæran varnaleik í öllum 3. leikhluta og stungu heimamenn af! Tölur í leikhlutanum voru eins og 66-57 og 81-62, Hamarsdrengjum í vil. Hamar vann leikhlutann 27-11 og eins og áður sagði frábær varnarleikur hjá liðinu í þessum leikhluta.
Í upphafi 4. leikhluta náði Hamar 23 stiga forustu 87-64. En aftur eins og fyrr í leiknum gáfu þeir aðeins eftir og Skagaliðið náði smá áhlaupi og þegar fjórar mínútur voru eftir var staðan 93-80 Hamri í vil. Það var akkurat sá stigamunur sem skildu liðin af í fyrri leiknum sem spilaður var í Hveragerði. Þetta vissu Hamarsmenn og ætluðu þeir að vinna leikinn með meira en þeim mun til að komast uppfyrir skagann á betri innbirgðisviðureign. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var munurinn allt í einu orðin 7 stig 99-92 fyrir Hamri. Þá fór skagaliðið einhverja hlutavegna að brjóta það sem eftir lifði leiks og kláraði fyrirliði Hamars Halldór Jónsson leikinn með nokkrum vítaskotum en hann hitti úr 9 af 10 vítum sem hann fékk. Lokatölur 112-98 og Hamar fór uppfyrir skagann á betri innbirgðis.
Frábær sigur og liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og greinilegt ef marka má þessa fyrstu tvo leiki ársins þá er liðið í mun betra standi en fyrir jól. Þegar 10 umferðum er lokið af 18 er liðið aðeins 2 stigum á eftir 4. og 5. sæti en 5. sæti er síðast sætið inní úrslitakeppnina. Hamar situr í 7. sæti með 8 stig.
Maður leiksins í gær var Danero Thomas með 47 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Magnaður leikur hjá kappanum og á tímabili var hann á eldi og það var allt í! Halldór Jónsson sallaði niður 19 stigum. Snorri Þorvaldsson setti 14 stig. Aron Eyjólfsson var með 11 stig og 10 fráköst en barátta hans smitar mikið útfrá sér og hann var að spila líklega sinn besta leik fyrir Hamar. Bjartmar Halldórsson stjórnaði leik liðsins af stakri snilld og var með 10 stoðsendingar og auk þess að skila 5 stigum. Allir aðrir leikmenn liðsins skiluðu sínu og spiluðu mjög vel!
Næsti leikur hjá strákunum er næstkomandi fimmtudag í frystikistunni kl:19:15 en þá koma Vængir Júpitersmenn í heimsókn.
STJÓRN & ÞJÁLFARAR 2024-2025 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
“The most important thing is to try and inspire people so that they can be great in whatever they want to do.”
– Kobe Bryant
Stjórn
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Tryggvi Hofland | Formaður | hofland76@internet.is |
Tinna Rós Vilhjálmsdóttir | Gjaldkeri | tinnaros13@gmail.com |
Bjarney Sif Ægisdóttir | Ritari | bjarney29@gmail.com |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | Meðstjórnandi | berglindkaren4@gmail.com |
Sveinbjörn Skúlason | Meðstjórnandi | svenniskula30@gmail.com |
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KARLA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KVENNA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
YNGRIFLOKKARÁÐ
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Íris Ásgeirsdóttir | irisasgeirs@hotmail.com | |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | berglindkaren4@gmail.com | |
Katrín Sveinsdóttir | katrínsveins@hotmail.com | |
Íris Alma Össurardóttir | irisalmaossurardottir@gmail.com |
ÞJÁLFARAR
FLOKKAR | ÞJÁLFARI | SÍMI |
---|---|---|
Meistaraflokkur karla | Halldór Karl Þórsson | |
Meistaraflokkur kvenna | Hákon Hjartarsson | |
Meistaraflokkur karla B | ||
9.-10. flokkur karla | ||
7.-8 flokkur karlaSveinbjörn Skúlason | ||
Míkróbolti 10-11 ára kk | ||
Míkróbolti 10-11 ára kvk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kvk | ||
Mikróbolti 1.-2. bekkur |
LÖG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
1. Kafli um körfuknattleiksdeild Hamars
1. grein. Félagið er hluti af Íþróttafélaginu Hamri, og sinnir körfuknattleik innan þess félags. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur aðsetur sitt í Hveragerði á Suðurlandi.
2. grein. Merki félagsins er: Sjá á forsíðu
3. grein. Keppnisbúningur og æfingabúningur félagsins skal vera í bláum og hvítum aðallitum með hvítri áletrun og merki félagsins í vinstri barmi. Meistaraflokkum félagsins er heimilt að útfæra ofangreinda aðalliti á keppnisbúningum að eigin vild, en þó fá staðfestingu stjórnar kkd Hamars. Heimilt er að setja á aðra búninga en keppnisbúninga, táknmerki viðkomandi deildar og flokks. 2. kafli Markmið Íþróttafélagsins Hamars
4. grein. Markmið félagsins eru:
a. Að efla áhuga á körfuknattleik, líkamsrækt og heilbrigðu líferni.
b. Að standa fyrir öflugu og faglegu íþrótta/körfuknattleiks- og félagsstarfi, sérstaklega meðal barna og unglinga.
c. Efla keppnis- og afreksíþróttir.
d. Að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og vímuefna.
e. Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum „ÍSLANDI ALLT“.
5. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars er aðili að íþróttafélaginu Hamri og þá um leið að Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK), sem er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍÓÍ) og Ungmennafélagi Íslands(UMFÍ).
3. kafli Félagar
6. grein. Körfuknattleiksdeild er myndað af einstaklingum sem mynda ráð um iðkun karla, kvenna og yngri flokka í körfuknattleik og hafa sameiginlega aðalstjórn, sem er æðsti aðili körfuknattleiksdeildar milli aðalfunda.
7. grein. Félagi getur hver sá orðið sem æskir þess og greiðir árgjald (sé það innheimt) eða iðkenndagjald. Félagar skuldbinda sig til að fara að lögum félagsins, hlíta keppnisreglum og vera félaginu til sóma hvarvetna sem þeir koma fram á vegum eða fyrir hönd félagsins. Stjórn er heimilt að óska eftir þvi við aðalstjórn að víkja félaga úr félaginu hafi hann brotið gegn lögum félagsins eða álíti hún framkomu hans eða gjörðir að öðru leyti vítaverðar.
8. grein. Heimilt er að afla styrktarfélaga sem hafa öll sömu réttindi og aðrir félagar.
9. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur heimild til að innheimta árgjald félaga þó að fengnu samþykki aðalstjórnar Hamars. Skal það vera sama hjá öllum félögum og ákveðið á aðalfundi félagsins 4. kafli Deildir
10. grein. Körfuknattleiksdeild skal standa fyrir iðkun og eftir atvikum æfingum og keppni í körfuknattleik skv. skilgreiningu ÍÓÍ. Körfuknattleiksdeild skal halda sérstaka skrá yfir þá flokka sem starfandi eru innan félagsins hverju sinni. Til þess að flokkur teljist starfhæfur skal að jafnaði a.m.k. 5 félagar skráðir í viðkomandi flokk. Þó skal leyfa undantekningu sé flokkur starfræktur í samstarfi við annað félag.
11. grein. Hvert ráð innan körfuknattleiksdeildar Hamars hefur sérstaka stjórn og sér fjárhag. Stjórn hvers ráðs skal skipuð þrem til fimm mönnum; formanni, gjaldkera og ritara sem og allt að tveimur meðstjórnendum. Formaður körfuknattleiksdeildar er kosinn sérstaklega á aðalfundi og deildarstjórn ákveður verkaskiptingu meðstjórnenda á fyrsta stjórnarfundi. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda körfuknattleiksdeildar. Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega. Heimilt er að stofna unglingaráð innan körfuknattleiksdeildar sem skal sérstaklega sjá um og vinna að eflingu starfsins hjá börnum og unglingum. Unglingaráð starfar á vegum stjórnar deildarinnar og skal kosið í það á aðalfundi deildar eða skipun þess staðfest á aðalfundi. Unglingaráð hefur síðan heimild til að ráða yfirþjálfara sem sinnir daglegu starfi yngri flokka körfuknattleiksdeildar. Sé ekki starfandi unglingaráð skal stjórn körfuknattleiksdeildar ráða yfirþjálfara í starfið. Halda skal fjárhag unglingaráðs aðskildum frá öðrum fjárhag deildarinnar en áætlanir og ákvarðanir um fjáraflanir og ráðstöfun fjármuna skulu hljóta samþykki deildarstjórnar, og lúta að öllu leyti sömu skilmálum og gilda um fjármál deilda, sbr. m.a. ákvæði 13. greinar laga þessara. Að sama skapi er heimilt að stofna sérstök meistaraflokksráð sem lúta sömu skilyrðum og unglingaráð.
12. grein. Ráð körfuknattleiksdeildar skulu framfylgja samþykktum aðalfunda körfuknattleiksdeildar og ráða daglegum rekstri þeirra, þar á meðal ráða þjálfara og ákveða laun þeirra. Hvert ráð skal halda nákvæmt félaga- og
iðkendatal samkvæmt lögum og reglum UMFÍ og ÍÓÍ. Hver deild skal skila stjórn körfuknattleiksdeildar félagatali sínu fyrir 30 janúar ár hvert. Stjórn körfuknattleiksdeildar skal setja verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og deilda þess og skal stjórn körfuknattleiksdeildar hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Hverju ráði er skylt að leita samþykkis stjórnar körfuknattleiksdeildar ef hún hyggur á lántökur til reksturs deildar í lengri eða skemmri tíma. Hver ráð aflar fjár til sinnar starfsemi og hefur tekjur af: a. Árgjöldum flokks/a. b. Æfingagjöldum. c. Styrktarfélagsgjöldum. d. Ágóða af íþróttamótum viðkomandi ráðs. e. Lottótekjum skv. skiptareglum og öðru fjármagni til skipta. f. Öðrum tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda. Deildarstjórn skal halda skýrslu um starf deildarinnar sem lögð skal fyrir aðalfund deildarinnar og afhent aðalstjórn til birtingar í ársskýrslu félagsins.
13. grein. Aðalfundir körfuknattleiksdeildar Hamars skal vera haldnid eigi síðar en 15. febrúar fyrir liðið starfsár. Atkvæðisrétt á aðalfundi körfuknattleiksdeildar hafa allir félagar/iðkendur deildarinnar, enda hafi þeir greitt öll lögboðin gjöld. Kjörgengir eru þó aðeins félagar deildarinnar sem náð hafa 15 ára aldri, nema til formanns og gjaldkera verða þeir að vera 18 ára. Til aðalfundar deildar skal boða með viku fyrirvara með auglýsingu á heimasíðu félagsins. Er hann löglegur sé löglega til hans boðað. Stjórn skal leggja fyrir aðalfund fjölfaldaða ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun. Dagskrá aðalfunda deilda skal vera sem hér segir:
1. Formaður deildarinnar setur fundinn.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Formaður leggur fram ársskýrslu deildarinnar
4. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
5. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til afgreiðslu.
6. Stjórnarkjör: a. Kosinn formaður. b. Kosnir meðstjórnendur
7. Önnur mál. Á aðalfundi deilda ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórna skal vera skrifleg, ef þurfa þykir. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið bundinni kosningu og fáist enn ekki úrslit skal hlutkesti ráða.
14. grein Vanræki körfuknattleiksdeild að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal framkvæmdastjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Sé deild lögð niður eða starfsemi leggst af tímabundið skal aðalstjórn fara með vald deildarinnar og fjármuni.
STUÐNINGSMANNAFÉLAG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Félagið hefur að markmiði sínu að styðja við bakið á meistaraflokkum Hamars í körfuboltanum og tryggja þeim sem breiðast og best bakland þegar kemur að æfingum og keppni í íþróttinni.
Hægt er að ganga í félagið með útfyllingu á umsóknarblaði og styrkja um leið félagið um vissa upphæð mánaðarlega en á móti kemur að félagsmenn í Stuðningsmannaklúbbnum fá frítt á heimaleiki Hamars.
Klúbburinn stuðlar að betri tengingu milli leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna félagsins á ýmsa vegu.
Formaður Stuðningsmannaklúbbs Kkd. Hamars er Davíð Jóhann Davíðsson david@hbgrandi.is