ÆFINGATAFLA VETUR 2024 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur | |
Karfa – Kríli 3-5 ára | 11:00-12:00 | ||||||
Fjölgreina – Karfa 1-2 bekkur | 13:30-14:20 | ||||||
MB 8-11 kvk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:30-15:30 | 14:15-15:00 | ||||
MB 8-11 kk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:15-15:00 | 13:20-14:10 | ||||
7-8 fl kvk 7-8 bekkur | 17:00-18:00 | 15:30-17:00 | 17:00-18:15 – ÞH | 15:00-16:30 | |||
7-8 fl kk 7-8 bekkur | 16:20-17:30 | 18:00-19:30 – ÞH | 15:30-17:00 | 13:30-15:00 | |||
9-10 fl kk 9-10 bekkur | 15:10-16:20 | 18:45-20:00 – ÞH | 20:30-22:00 | 16:30-18:00 | 16:30-18:00 | ||
12 flokkur | 16:30-18:00 | ||||||
ÞH = Þorlákshöfn |
FRÉTTIR | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Strákar og stelpur úr 9. og 10. flokk Hamars tóku sér á hendur langþráð ferðalag þann 4.júlí sl. og heimsóttu Spán. Tilgangurinn var tvíþættur, að taka þátt í körfuboltamóti sem haldið var í smábænum Llore de Mar rétt norðan við Barcelona og svo að njóta sólar og skemmtunar í kaupbæti.
Viljum við þakka sérstaklega öllum þeim sem styrktu okkur til ferðarinnar gegnum safnanir síðustu 3ja ára.
Ferðin gekk í flesta staði vel og vel hægt að segja að 3ja ára söfnun og undirbúningur hafi þjappast saman í innihaldsríka ferð með fullt af skemmtilegum og eftirminnilegum atvikum sem sum hver reyndu á andlegan og líkamlega styrk þeirra sem fóru. Krakkarnir voru félaginu til sóma og uppskáru á endanum ekki bara verðlaunabikara heldur einnig nýja félaga, þekktu hvort annað aðeins betur og þekktu einnig áhrif sólar og hita mjög vel eftir þessa viku á Spáni.
Ferðalagið hófst formlega við íþróttahúsið í Hveragerði laugardaginn 4.júlí og ferðin sóttist vel út. Smá bras var á hótelinu fyrstu nóttina en komum við um kl. 2 á hótelið og næturvörðurinn kunni ekki alveg að innrita og virkja lykla á herbergi, en allt endaði þetta í kærkominni hvíld.
5.júlí var mætt í morgunmat fyrir kl. 10 og dagskráin að laga herbergismál og nærast, skoða ströndina og höllina sem átti að keppa í, en í henni voru 2 vellir og allir leikir spilaðir seinnipart og fram að miðnætti. Eitthvað skildum við þetta ekki í fyrstu en sáum fljótlega að í 33-40°C er ekki vit að spila yfir miðjan daginn og þó svo að leikirnir hafi ekki verið spilaðir í einhverjum kulda þá var þó skárra að hafa BARA 27-30°C á leiktíma. Strákarnir unnu sinn fyrsta leik um kvöldið en stelpurnar töpuðu og allir komnir með smjörþefinn af að spila í svona miklum hita.
6.júlí var ekki beðið með hlutina heldur haldið til Barcelona í verslunarferð kl 9:00. Eitthvað var lengra til Barcelona en fararstjórarnir höfðu gert sér í hugarlund fyrir ferðina en rútuferð og lestarferð í metró skilaði hópnum í stóra verslunarmiðstöð þar sem allir fengu frían tíma til innkaupa (5 tíma) áður en haldið var heim aftur og komum loks upp á hótel um 19:30 . Strákarnir áttu leik hálf ellefu en stelpurnar frí. Strákarnir töpuðu naumlega (4 stigum) fyrri heimamönnum í æsispennandi leik.
7.júlí, Gunnar Karl átti afmæli tók við gjöfum og hamingjuóskum fram eftir degi. Leikir beggja liða voru á sama tíma (17:20), hlið við hlið og fylgdarliðið átti í mesta basli með að fylgjast með báðum leikjunum. Bæði lið töpuðu en það var ekki málið heldur krafturinn og dugnaðurinn í okkar krökkum sem flest voru eitthvað löskuð og þreytt en gáfust aldrei upp. Endirinn var þó meiri plástur, bindi, kælisprey og hitakrem. Alexander meiddist á hné, fór með fararstjóra á sjúkrahús í myndatöku en betur fór en á horfðist. Alex með tognuð liðbönd en húmorinn ennþá á sínum stað hjá drengnum þrátt fyrir allt.
8.júlí var rólegur dagur framan af degi en átti eftir að verða viðburðarríkur á margan hátt. Mótstjórn reddaði okkur hjólastól fyrir Alex, sólar-exem og smá sólbruni leit dagsins ljós, búningar fóru í þvott fyrir átök dagsins, göngutúr, billiard, sundlaugarsprell og fl. en allir duglegir að nærast. Frekar heltist úr lestinni í leikmannahópnum en Andri og Katrín voru bæði meidd og spiluðu ekki þennan dag, auk Alexanders. Strákarnir spiluðu um kl. 17 og rétt töpuðu í spennandi leik þar sem skotin voru ekki að detta. Leikurinn hjá stelpunum var öllu sögulegri þar sem tæknivillur flugu á bæði lið og ein útilokun hjá andstæðingnum leit dagsins ljós. Okkar stelpur miklu betri en gestgjafarnir framan af og unnu að lokum eftir spennu og drama 40-47 þar sem andstæðingarnir enduðu 4 inn á. Leikurinn var spilaður undir miðnætti og í þvílíkri stemmningu þökk sé strákunum okkar, foreldrum og ítölskum strákum sem voru á okkar bandi.
9. júlí. Dagurinn tekinn snemma og allir klárir frá hótelinu klukkan 10 og rennibrautar garðurinn heimsóttur. Sólbruni hjá nokkrum eftir daginn og sólarexem. Þar sem var spáð skýjuðu á einhverjum vefmiðlum sem reyndist klár blekking og hitinn rétt undir 40°C allan daginn. Eftir heimkomu gerðu stelpurnar sig klárar fyrir síðasta leikinn og strákarnir áttu frí en komu að horfa. Stelpurnar áttu ekki góðan leik og hittu illa en unnu samt 21-20 eftir vítaskot á síðustu sekúndum leiksins. Þessi sigur skilaði þeim í úrslitaleikinn sem verður að teljast frábært miðað við öll meiðsli, exem og bruna.
Strákarnir fengu leik um 3-4. sætið sem var verðskuldað eftir jafna og spennandi leiki hjá þeim.
10.júlí var vel mætt í morgunmat og allir búnir að taka fæðið á hótelinu í sátt enda fjölbreytt og gott úrval. Einhverjir smökkuðu kanínukjöt sem dæmi og fannst bara gott. Dagurinn fór í frjálsan tíma sem flestir nýttu við sundlaugina á hótelinu og eins niður í bæ og við ströndina. Úrslitaleikirnir voru svo klukkan 17:20 hjá stelpunum og rúmlega 21 hjá strákunum. Allt var gefið í leikina hjá báðum liðum og allir með (utan Alex). Stelpurnar stóðu sig frábærlega en töpuðu fyrir klárlega besta liðinu í mótinu. Strákaleikurinn var öllu sögulegri en þeir kepptu aftur við Lloret de Mar strákana og mikill hiti í Spánverjunum sem endaði með smá riskingum og naumu tapi 35-32 þar sem keppt var við klárlega eldri stráka og stæðilega. Okkar strákar spiluðu flottan bolta en hittu frekar illa. Allir sáttir í lokin og mikið rætt um leikina. Kvöldið tekið í að pakka í töskur og gera herbergin klár fyrir brottför daginn eftir.
11.júlí var vaknað í morgunmat fyrir klukkan 10 og svo átti að vera búið að tékka út af hótelinu um kl. 10. Fengum að geyma töskur á hótelinu. Afmælisbarn dagsins, Silja var heiðruð með tertu og söng við sundlaugarbakkann. Krakkarnir létu daginn líða við sundlaugarbakkann eða í sundlauginni og fóru í síðustu skoðunarferðir (kaupa) um bæinn. Eitt vegabréf týndist og varð úr smá stress kvöldið áður. Það reddaðist þó og varð að flýta ferð til Barcelona til 17:00 þannig fararstóri komst til ræðismanns í Barcelona sem útbjó nýtt vegabréf með snatri og allir komust í flug um kvöldið Lending í Keflavík um um klukkan tvö um nóttina. Það voru þreyttir og sáttir krakkar sem komu heim um miðja nótt reynslunni ríkari.
Ber að þakka krökkunum fyrir frábæra ferð og við fararstjórarnir eigum margar góðar minningar úr ferðinni sem var í senn eftirminnileg og strembin, sérstaklega út af hitanum. Einnig var ómetanlegt að hafa svona marga foreldra með til að hjálpa okkur með allt saman og eiga þeir þakkir fyrir.
Nokkrar myndir úr ferðinni HÉR
Fyrir hönd ferðahópsins alls; Anton Tómasson, Kolbrún Vilhjálmsdóttir og Anna María Friðriksdóttir.
Þann 30.apríl var haldið HSK mót í 10.flokk stráka og stelpna í Hveragerði. Hamar, Hrunamenn, Hamar B og Þór Þorlákshöfn tóku þátt í þessu móti en Hamar B er sameiginlegt lið stúlkna frá Hamri og Hrunamönnum.
Þetta var síðasta körfuboltamót vetrarins í þessum flokki þannig ekki vantaði keppnina þó svo að mótið sjálft sé fyrst og fremst upp á gamanið gert.
Hamar varð HSK meistari 10.flokks drengja eftir að sigra Hrunamenn og síðan Þór Þorlákshöfn í algjörum úrslitaleik sem endaði með 61-57 sigri Hamars í tví framlengdum leik þar sem spennan var mikil og leikmenn sýndu glæsilega takta undir mikilli pressu.
Mótið endaði síðan á því að grillaðar voru pulsur í sumarveðrinu og fóru allir heim með bros á vör eftir skemmtilegt mót og skemmtilegan körfubolta vetur.
Hrunamenn urðu HSK meistarar í 10.flokki stúlkna eftir að hafa unnið leik sinn á móti Hamri nokkuð þægilega. Hinsvegar var mun meiri spenna í leik Hrunamanna og Hamars B þar sem lokastaðan var 30-24 Hrunamönnum í vil. Myndin er hinsvegar af okkar frábæru stúlkum í Hamari.
STJÓRN & ÞJÁLFARAR 2024-2025 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
“The most important thing is to try and inspire people so that they can be great in whatever they want to do.”
– Kobe Bryant
Stjórn
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Tryggvi Hofland | Formaður | hofland76@internet.is |
Tinna Rós Vilhjálmsdóttir | Gjaldkeri | tinnaros13@gmail.com |
Bjarney Sif Ægisdóttir | Ritari | bjarney29@gmail.com |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | Meðstjórnandi | berglindkaren4@gmail.com |
Sveinbjörn Skúlason | Meðstjórnandi | svenniskula30@gmail.com |
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KARLA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KVENNA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
YNGRIFLOKKARÁÐ
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Íris Ásgeirsdóttir | irisasgeirs@hotmail.com | |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | berglindkaren4@gmail.com | |
Katrín Sveinsdóttir | katrínsveins@hotmail.com | |
Íris Alma Össurardóttir | irisalmaossurardottir@gmail.com |
ÞJÁLFARAR
FLOKKAR | ÞJÁLFARI | SÍMI |
---|---|---|
Meistaraflokkur karla | Halldór Karl Þórsson | |
Meistaraflokkur kvenna | Hákon Hjartarsson | |
Meistaraflokkur karla B | ||
9.-10. flokkur karla | ||
7.-8 flokkur karlaSveinbjörn Skúlason | ||
Míkróbolti 10-11 ára kk | ||
Míkróbolti 10-11 ára kvk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kvk | ||
Mikróbolti 1.-2. bekkur |
LÖG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
1. Kafli um körfuknattleiksdeild Hamars
1. grein. Félagið er hluti af Íþróttafélaginu Hamri, og sinnir körfuknattleik innan þess félags. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur aðsetur sitt í Hveragerði á Suðurlandi.
2. grein. Merki félagsins er: Sjá á forsíðu
3. grein. Keppnisbúningur og æfingabúningur félagsins skal vera í bláum og hvítum aðallitum með hvítri áletrun og merki félagsins í vinstri barmi. Meistaraflokkum félagsins er heimilt að útfæra ofangreinda aðalliti á keppnisbúningum að eigin vild, en þó fá staðfestingu stjórnar kkd Hamars. Heimilt er að setja á aðra búninga en keppnisbúninga, táknmerki viðkomandi deildar og flokks. 2. kafli Markmið Íþróttafélagsins Hamars
4. grein. Markmið félagsins eru:
a. Að efla áhuga á körfuknattleik, líkamsrækt og heilbrigðu líferni.
b. Að standa fyrir öflugu og faglegu íþrótta/körfuknattleiks- og félagsstarfi, sérstaklega meðal barna og unglinga.
c. Efla keppnis- og afreksíþróttir.
d. Að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og vímuefna.
e. Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum „ÍSLANDI ALLT“.
5. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars er aðili að íþróttafélaginu Hamri og þá um leið að Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK), sem er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍÓÍ) og Ungmennafélagi Íslands(UMFÍ).
3. kafli Félagar
6. grein. Körfuknattleiksdeild er myndað af einstaklingum sem mynda ráð um iðkun karla, kvenna og yngri flokka í körfuknattleik og hafa sameiginlega aðalstjórn, sem er æðsti aðili körfuknattleiksdeildar milli aðalfunda.
7. grein. Félagi getur hver sá orðið sem æskir þess og greiðir árgjald (sé það innheimt) eða iðkenndagjald. Félagar skuldbinda sig til að fara að lögum félagsins, hlíta keppnisreglum og vera félaginu til sóma hvarvetna sem þeir koma fram á vegum eða fyrir hönd félagsins. Stjórn er heimilt að óska eftir þvi við aðalstjórn að víkja félaga úr félaginu hafi hann brotið gegn lögum félagsins eða álíti hún framkomu hans eða gjörðir að öðru leyti vítaverðar.
8. grein. Heimilt er að afla styrktarfélaga sem hafa öll sömu réttindi og aðrir félagar.
9. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur heimild til að innheimta árgjald félaga þó að fengnu samþykki aðalstjórnar Hamars. Skal það vera sama hjá öllum félögum og ákveðið á aðalfundi félagsins 4. kafli Deildir
10. grein. Körfuknattleiksdeild skal standa fyrir iðkun og eftir atvikum æfingum og keppni í körfuknattleik skv. skilgreiningu ÍÓÍ. Körfuknattleiksdeild skal halda sérstaka skrá yfir þá flokka sem starfandi eru innan félagsins hverju sinni. Til þess að flokkur teljist starfhæfur skal að jafnaði a.m.k. 5 félagar skráðir í viðkomandi flokk. Þó skal leyfa undantekningu sé flokkur starfræktur í samstarfi við annað félag.
11. grein. Hvert ráð innan körfuknattleiksdeildar Hamars hefur sérstaka stjórn og sér fjárhag. Stjórn hvers ráðs skal skipuð þrem til fimm mönnum; formanni, gjaldkera og ritara sem og allt að tveimur meðstjórnendum. Formaður körfuknattleiksdeildar er kosinn sérstaklega á aðalfundi og deildarstjórn ákveður verkaskiptingu meðstjórnenda á fyrsta stjórnarfundi. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda körfuknattleiksdeildar. Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega. Heimilt er að stofna unglingaráð innan körfuknattleiksdeildar sem skal sérstaklega sjá um og vinna að eflingu starfsins hjá börnum og unglingum. Unglingaráð starfar á vegum stjórnar deildarinnar og skal kosið í það á aðalfundi deildar eða skipun þess staðfest á aðalfundi. Unglingaráð hefur síðan heimild til að ráða yfirþjálfara sem sinnir daglegu starfi yngri flokka körfuknattleiksdeildar. Sé ekki starfandi unglingaráð skal stjórn körfuknattleiksdeildar ráða yfirþjálfara í starfið. Halda skal fjárhag unglingaráðs aðskildum frá öðrum fjárhag deildarinnar en áætlanir og ákvarðanir um fjáraflanir og ráðstöfun fjármuna skulu hljóta samþykki deildarstjórnar, og lúta að öllu leyti sömu skilmálum og gilda um fjármál deilda, sbr. m.a. ákvæði 13. greinar laga þessara. Að sama skapi er heimilt að stofna sérstök meistaraflokksráð sem lúta sömu skilyrðum og unglingaráð.
12. grein. Ráð körfuknattleiksdeildar skulu framfylgja samþykktum aðalfunda körfuknattleiksdeildar og ráða daglegum rekstri þeirra, þar á meðal ráða þjálfara og ákveða laun þeirra. Hvert ráð skal halda nákvæmt félaga- og
iðkendatal samkvæmt lögum og reglum UMFÍ og ÍÓÍ. Hver deild skal skila stjórn körfuknattleiksdeildar félagatali sínu fyrir 30 janúar ár hvert. Stjórn körfuknattleiksdeildar skal setja verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og deilda þess og skal stjórn körfuknattleiksdeildar hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Hverju ráði er skylt að leita samþykkis stjórnar körfuknattleiksdeildar ef hún hyggur á lántökur til reksturs deildar í lengri eða skemmri tíma. Hver ráð aflar fjár til sinnar starfsemi og hefur tekjur af: a. Árgjöldum flokks/a. b. Æfingagjöldum. c. Styrktarfélagsgjöldum. d. Ágóða af íþróttamótum viðkomandi ráðs. e. Lottótekjum skv. skiptareglum og öðru fjármagni til skipta. f. Öðrum tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda. Deildarstjórn skal halda skýrslu um starf deildarinnar sem lögð skal fyrir aðalfund deildarinnar og afhent aðalstjórn til birtingar í ársskýrslu félagsins.
13. grein. Aðalfundir körfuknattleiksdeildar Hamars skal vera haldnid eigi síðar en 15. febrúar fyrir liðið starfsár. Atkvæðisrétt á aðalfundi körfuknattleiksdeildar hafa allir félagar/iðkendur deildarinnar, enda hafi þeir greitt öll lögboðin gjöld. Kjörgengir eru þó aðeins félagar deildarinnar sem náð hafa 15 ára aldri, nema til formanns og gjaldkera verða þeir að vera 18 ára. Til aðalfundar deildar skal boða með viku fyrirvara með auglýsingu á heimasíðu félagsins. Er hann löglegur sé löglega til hans boðað. Stjórn skal leggja fyrir aðalfund fjölfaldaða ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun. Dagskrá aðalfunda deilda skal vera sem hér segir:
1. Formaður deildarinnar setur fundinn.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Formaður leggur fram ársskýrslu deildarinnar
4. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
5. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til afgreiðslu.
6. Stjórnarkjör: a. Kosinn formaður. b. Kosnir meðstjórnendur
7. Önnur mál. Á aðalfundi deilda ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórna skal vera skrifleg, ef þurfa þykir. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið bundinni kosningu og fáist enn ekki úrslit skal hlutkesti ráða.
14. grein Vanræki körfuknattleiksdeild að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal framkvæmdastjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Sé deild lögð niður eða starfsemi leggst af tímabundið skal aðalstjórn fara með vald deildarinnar og fjármuni.
STUÐNINGSMANNAFÉLAG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Félagið hefur að markmiði sínu að styðja við bakið á meistaraflokkum Hamars í körfuboltanum og tryggja þeim sem breiðast og best bakland þegar kemur að æfingum og keppni í íþróttinni.
Hægt er að ganga í félagið með útfyllingu á umsóknarblaði og styrkja um leið félagið um vissa upphæð mánaðarlega en á móti kemur að félagsmenn í Stuðningsmannaklúbbnum fá frítt á heimaleiki Hamars.
Klúbburinn stuðlar að betri tengingu milli leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna félagsins á ýmsa vegu.
Formaður Stuðningsmannaklúbbs Kkd. Hamars er Davíð Jóhann Davíðsson david@hbgrandi.is