ÆFINGATAFLA VETUR 2024 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur | |
Karfa – Kríli 3-5 ára | 11:00-12:00 | ||||||
Fjölgreina – Karfa 1-2 bekkur | 13:30-14:20 | ||||||
MB 8-11 kvk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:30-15:30 | 14:15-15:00 | ||||
MB 8-11 kk 3-5 bekkur | 14:20-15:10 | 14:15-15:00 | 13:20-14:10 | ||||
7-8 fl kvk 7-8 bekkur | 17:00-18:00 | 15:30-17:00 | 17:00-18:15 – ÞH | 15:00-16:30 | |||
7-8 fl kk 7-8 bekkur | 16:20-17:30 | 18:00-19:30 – ÞH | 15:30-17:00 | 13:30-15:00 | |||
9-10 fl kk 9-10 bekkur | 15:10-16:20 | 18:45-20:00 – ÞH | 20:30-22:00 | 16:30-18:00 | 16:30-18:00 | ||
12 flokkur | 16:30-18:00 | ||||||
ÞH = Þorlákshöfn |
FRÉTTIR | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Fjölnir betri í Frystikistunni i dag þegar þær gulklæddu komu í heimsókn. Leikurinn var jafn framan af þar sem Fjölnir bjóst kannski við léttum leik en heimastúlkur héldu í við þær gulklæddu nánast fram í tepásuna. Helga Sóley var á 4 villum eftir pásu og munaði um það fyrir heimakonur meðan Fjölnir fann smjörþefinn af sigrinum rétt fyrir hlé og kláruðu í raun leikinn í 3. leikhlutanum. Kjarninn var góður hjá Fjölni og breyddin góð.
Þáttaskilin komu klárlega í lok 2. Leikhluta og þeim 3. þar sem Fjölnir pressaði út um allan völl og vann 3. leikhlutann með 18 stigum (7-25) þar sem ekkert gekk hjá heimastúlkum.
Tölfræðin lýgur ekki en stig eftir tapaða bolta (“turnover”) voru 23 hjá gestunum meðan Hamar var með 2 stig úr stolnum. Eins komu 32 stig af bekknum hjá Fjölni meðan breiddin var ekki eins góð hjá Hamri. Jafnt var 27-27 þegar 7 mínútur voru búnar af 2.leikhluta en í hálfleik var 29-38 fyrir Fjölni og í raun “gameover” í 3ja leikhluta.
Leikhlutarnir fóru; 15- 17, 14 – 21, 7 – 25, 19 – 9 og lokatölur því 55-72.
Okkar stelpur eru að sýna framfarir frá fyrsta leik í haust og klárlega bæting á mörgum sviðum sem og klárt að þær geta bætt sig enn frekar. Leikgleðin og baráttan er ekkert að dvína, það er líka klárt þannig að þetta getur ekki annað en verið klárt í næsta leik. Stigahæstar hjá okkar konum voru þær Gígja Marín 12 stig, Bjarney 11 stig og Álfhildur 10 en aðrar mina.
Mynd frá Karfan.is / Bára Dröfn
KR stúlkur voru góðar í kvöld þegar þær unnu okkar stúlkur 44-82 en allt í reynslubankann hja okkar konum.
Þáttaskil
Þáttaskilin komu í 2. og 3. leikhluta þegar KR kláraði leikinn og í raun var staðan í hálfleik það afgerandi að lítil spenna var í leiknum og báðir þjálfarar rúlluðu á öllum sínum mannskap.
Tölfræðin lýgur ekki
23-42 í hálfleik og bara helgin framundan hjá báðum liðum. Tölfærðin var öll gestunum í vil og engin einn leikmaður sem skaraði fram út í stigaskori eða frákastagleðinni. Dómararnir voru í aðalhlutverki með fjöldan allan af villudómum(55) í annars ekki svo grófum leik. Lokatölur 44-82 en samt vann Hamar síðasta leikhlutann 17-12 sem smá sárabætur.
Kjarninn
Hamars konur voru ragar að sækja á körfuna og sýndu ekki sama leik og td. í Grindavík fyrir 2 vikum þar sem trúin var klárlega meiri en gegn KR í kvöld. KR er með meiri breidd og kjarnan ungar stelpur með reynsluboltum inn á milli og stefnir allt í að þær fari upp um deild, annað er stórslys. Það var í raun miklu betra flæði á leik KR eftir að Desiree Ramos fór á bekkin í 1.leikhluta með 3 villur.
Góður dagur hjá liðsheild KR og Hamars konur komst ekki skrefinu lengra en KR vörnin leyfði þeim.
Slæmur dagur… mikið sem Hamarskonur þurfa að æfa vítaskotin og enn einn slæmur dagur á vítalínunni. Allt Hamarsliðið getur miklu betur en samt enginn að tapa gleðinni í blómabænum.
Tölfræði
http://www.fibalivestats.com/u/KKI/646638/bs.html
Hamars stúlkur hrukku í gang of seint fyrir þegar ÍR kom í heimsókn í 1. deildar körfunnar þetta þriðjudagskvöldið. Eftir skelfilega skotnýtingu og mikið af mistökum framan af leik var staðan 23-38 fyrir síðasta hlutann og ekki mikil skorað. Það varð samt skyndilega úr spennuleikur í Hveragerði þegar okkar stelpur rifu sig í gang og skoruðu 18 stig í síðasta leikhluta á móti 5 stigum ÍR. Það var einkum 2 stórir þristar frá Helgu Sóley undir lokin sem “kveikti” í áhorfendum og liðinu. Þetta reyndist samt of seint þar sem síðasta skot leiksins geigaði hjá Þórunni þegar leiktíminn var að renna út, lokatölur 41-43 fyrir ÍR. Ef og hefði og allt það en ÍR fagnaði vel sínum fyrstu stigum í vetur. Hamarsstúlkur fundu ekki fjölina sína í skotum framan af leik en ÍR konur voru klókar og miklu áræðnari í byrjun leiks þar sem þær lögðu grunn að sigrinum .
16-26 í hálfleik segir sitt um skotnýtingu beggja liða. Í lokin var ÍR með 30% FG nýtingu meðan Hamar var með 10% í hálfleik en náði nýtingunni upp í 18% í heildina með óttrúlegum lokakafla. Hamar vann aðeins einn leikhluta, þann síðasta.
Kjarninn. ÍR konur miklu sterkari í fyrri hálfleik og Hamarsstúlkur algerlega heillum horfnar með skotnýtingu einhverstaðar í kjallara Frystikistunnar. Skotnýting Hamarskvenna var þeim helst að falli en ÍR hélt haus og áttu heilt yfir sigurinn skilið.
Góður dagur hjá Hönnu Þrastardóttur hjá ÍR sem setti 14 stig og 18 framlagsstig meðan Þórunn Bjarnadóttir stýrði leik Hamars og skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og með 4 stoðsendingar. Helga Sóley kom næst með 7 stig en var frekar óheppin í sínum skotum þar til hún kom með tvo “flugelda” í lokin.
STJÓRN & ÞJÁLFARAR 2024-2025 | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
“The most important thing is to try and inspire people so that they can be great in whatever they want to do.”
– Kobe Bryant
Stjórn
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Tryggvi Hofland | Formaður | hofland76@internet.is |
Tinna Rós Vilhjálmsdóttir | Gjaldkeri | tinnaros13@gmail.com |
Bjarney Sif Ægisdóttir | Ritari | bjarney29@gmail.com |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | Meðstjórnandi | berglindkaren4@gmail.com |
Sveinbjörn Skúlason | Meðstjórnandi | svenniskula30@gmail.com |
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KARLA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
MEISTARAFLOKKSRÁÐ KVENNA
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
YNGRIFLOKKARÁÐ
NAFN | HLUTVERK | NETFANG |
---|---|---|
Íris Ásgeirsdóttir | irisasgeirs@hotmail.com | |
Berglind Karen Ingvarsdóttir | berglindkaren4@gmail.com | |
Katrín Sveinsdóttir | katrínsveins@hotmail.com | |
Íris Alma Össurardóttir | irisalmaossurardottir@gmail.com |
ÞJÁLFARAR
FLOKKAR | ÞJÁLFARI | SÍMI |
---|---|---|
Meistaraflokkur karla | Halldór Karl Þórsson | |
Meistaraflokkur kvenna | Hákon Hjartarsson | |
Meistaraflokkur karla B | ||
9.-10. flokkur karla | ||
7.-8 flokkur karlaSveinbjörn Skúlason | ||
Míkróbolti 10-11 ára kk | ||
Míkróbolti 10-11 ára kvk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kk | ||
Mikróbolti 3.-4. bekkur kvk | ||
Mikróbolti 1.-2. bekkur |
LÖG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
1. Kafli um körfuknattleiksdeild Hamars
1. grein. Félagið er hluti af Íþróttafélaginu Hamri, og sinnir körfuknattleik innan þess félags. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur aðsetur sitt í Hveragerði á Suðurlandi.
2. grein. Merki félagsins er: Sjá á forsíðu
3. grein. Keppnisbúningur og æfingabúningur félagsins skal vera í bláum og hvítum aðallitum með hvítri áletrun og merki félagsins í vinstri barmi. Meistaraflokkum félagsins er heimilt að útfæra ofangreinda aðalliti á keppnisbúningum að eigin vild, en þó fá staðfestingu stjórnar kkd Hamars. Heimilt er að setja á aðra búninga en keppnisbúninga, táknmerki viðkomandi deildar og flokks. 2. kafli Markmið Íþróttafélagsins Hamars
4. grein. Markmið félagsins eru:
a. Að efla áhuga á körfuknattleik, líkamsrækt og heilbrigðu líferni.
b. Að standa fyrir öflugu og faglegu íþrótta/körfuknattleiks- og félagsstarfi, sérstaklega meðal barna og unglinga.
c. Efla keppnis- og afreksíþróttir.
d. Að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og vímuefna.
e. Að vinna að markmiðum og stefnuskrá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum „ÍSLANDI ALLT“.
5. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars er aðili að íþróttafélaginu Hamri og þá um leið að Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK), sem er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍÓÍ) og Ungmennafélagi Íslands(UMFÍ).
3. kafli Félagar
6. grein. Körfuknattleiksdeild er myndað af einstaklingum sem mynda ráð um iðkun karla, kvenna og yngri flokka í körfuknattleik og hafa sameiginlega aðalstjórn, sem er æðsti aðili körfuknattleiksdeildar milli aðalfunda.
7. grein. Félagi getur hver sá orðið sem æskir þess og greiðir árgjald (sé það innheimt) eða iðkenndagjald. Félagar skuldbinda sig til að fara að lögum félagsins, hlíta keppnisreglum og vera félaginu til sóma hvarvetna sem þeir koma fram á vegum eða fyrir hönd félagsins. Stjórn er heimilt að óska eftir þvi við aðalstjórn að víkja félaga úr félaginu hafi hann brotið gegn lögum félagsins eða álíti hún framkomu hans eða gjörðir að öðru leyti vítaverðar.
8. grein. Heimilt er að afla styrktarfélaga sem hafa öll sömu réttindi og aðrir félagar.
9. grein. Körfuknattleiksdeild Hamars hefur heimild til að innheimta árgjald félaga þó að fengnu samþykki aðalstjórnar Hamars. Skal það vera sama hjá öllum félögum og ákveðið á aðalfundi félagsins 4. kafli Deildir
10. grein. Körfuknattleiksdeild skal standa fyrir iðkun og eftir atvikum æfingum og keppni í körfuknattleik skv. skilgreiningu ÍÓÍ. Körfuknattleiksdeild skal halda sérstaka skrá yfir þá flokka sem starfandi eru innan félagsins hverju sinni. Til þess að flokkur teljist starfhæfur skal að jafnaði a.m.k. 5 félagar skráðir í viðkomandi flokk. Þó skal leyfa undantekningu sé flokkur starfræktur í samstarfi við annað félag.
11. grein. Hvert ráð innan körfuknattleiksdeildar Hamars hefur sérstaka stjórn og sér fjárhag. Stjórn hvers ráðs skal skipuð þrem til fimm mönnum; formanni, gjaldkera og ritara sem og allt að tveimur meðstjórnendum. Formaður körfuknattleiksdeildar er kosinn sérstaklega á aðalfundi og deildarstjórn ákveður verkaskiptingu meðstjórnenda á fyrsta stjórnarfundi. Kjörtímabil deildarstjórna er á milli aðalfunda körfuknattleiksdeildar. Skylt er að halda stjórnarfundi reglulega. Heimilt er að stofna unglingaráð innan körfuknattleiksdeildar sem skal sérstaklega sjá um og vinna að eflingu starfsins hjá börnum og unglingum. Unglingaráð starfar á vegum stjórnar deildarinnar og skal kosið í það á aðalfundi deildar eða skipun þess staðfest á aðalfundi. Unglingaráð hefur síðan heimild til að ráða yfirþjálfara sem sinnir daglegu starfi yngri flokka körfuknattleiksdeildar. Sé ekki starfandi unglingaráð skal stjórn körfuknattleiksdeildar ráða yfirþjálfara í starfið. Halda skal fjárhag unglingaráðs aðskildum frá öðrum fjárhag deildarinnar en áætlanir og ákvarðanir um fjáraflanir og ráðstöfun fjármuna skulu hljóta samþykki deildarstjórnar, og lúta að öllu leyti sömu skilmálum og gilda um fjármál deilda, sbr. m.a. ákvæði 13. greinar laga þessara. Að sama skapi er heimilt að stofna sérstök meistaraflokksráð sem lúta sömu skilyrðum og unglingaráð.
12. grein. Ráð körfuknattleiksdeildar skulu framfylgja samþykktum aðalfunda körfuknattleiksdeildar og ráða daglegum rekstri þeirra, þar á meðal ráða þjálfara og ákveða laun þeirra. Hvert ráð skal halda nákvæmt félaga- og
iðkendatal samkvæmt lögum og reglum UMFÍ og ÍÓÍ. Hver deild skal skila stjórn körfuknattleiksdeildar félagatali sínu fyrir 30 janúar ár hvert. Stjórn körfuknattleiksdeildar skal setja verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og deilda þess og skal stjórn körfuknattleiksdeildar hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt. Hverju ráði er skylt að leita samþykkis stjórnar körfuknattleiksdeildar ef hún hyggur á lántökur til reksturs deildar í lengri eða skemmri tíma. Hver ráð aflar fjár til sinnar starfsemi og hefur tekjur af: a. Árgjöldum flokks/a. b. Æfingagjöldum. c. Styrktarfélagsgjöldum. d. Ágóða af íþróttamótum viðkomandi ráðs. e. Lottótekjum skv. skiptareglum og öðru fjármagni til skipta. f. Öðrum tekjuöflunarleiðum sem ekki rekast á við starf annarra deilda. Deildarstjórn skal halda skýrslu um starf deildarinnar sem lögð skal fyrir aðalfund deildarinnar og afhent aðalstjórn til birtingar í ársskýrslu félagsins.
13. grein. Aðalfundir körfuknattleiksdeildar Hamars skal vera haldnid eigi síðar en 15. febrúar fyrir liðið starfsár. Atkvæðisrétt á aðalfundi körfuknattleiksdeildar hafa allir félagar/iðkendur deildarinnar, enda hafi þeir greitt öll lögboðin gjöld. Kjörgengir eru þó aðeins félagar deildarinnar sem náð hafa 15 ára aldri, nema til formanns og gjaldkera verða þeir að vera 18 ára. Til aðalfundar deildar skal boða með viku fyrirvara með auglýsingu á heimasíðu félagsins. Er hann löglegur sé löglega til hans boðað. Stjórn skal leggja fyrir aðalfund fjölfaldaða ársskýrslu, ársreikninga og fjárhagsáætlun. Dagskrá aðalfunda deilda skal vera sem hér segir:
1. Formaður deildarinnar setur fundinn.
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari.
3. Formaður leggur fram ársskýrslu deildarinnar
4. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
5. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til afgreiðslu.
6. Stjórnarkjör: a. Kosinn formaður. b. Kosnir meðstjórnendur
7. Önnur mál. Á aðalfundi deilda ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála. Kosning deildarstjórna skal vera skrifleg, ef þurfa þykir. Ef atkvæði eru jöfn skal kosið bundinni kosningu og fáist enn ekki úrslit skal hlutkesti ráða.
14. grein Vanræki körfuknattleiksdeild að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal framkvæmdastjórn félagsins boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Sé deild lögð niður eða starfsemi leggst af tímabundið skal aðalstjórn fara með vald deildarinnar og fjármuni.
STUÐNINGSMANNAFÉLAG | KÖRFUBOLTADEILD HAMARS
Félagið hefur að markmiði sínu að styðja við bakið á meistaraflokkum Hamars í körfuboltanum og tryggja þeim sem breiðast og best bakland þegar kemur að æfingum og keppni í íþróttinni.
Hægt er að ganga í félagið með útfyllingu á umsóknarblaði og styrkja um leið félagið um vissa upphæð mánaðarlega en á móti kemur að félagsmenn í Stuðningsmannaklúbbnum fá frítt á heimaleiki Hamars.
Klúbburinn stuðlar að betri tengingu milli leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna félagsins á ýmsa vegu.
Formaður Stuðningsmannaklúbbs Kkd. Hamars er Davíð Jóhann Davíðsson david@hbgrandi.is