Hveragerðisbær heiðraði milli jóla og nýárs íþróttamenn úr bæjarfélaginu sem staðið hafa sig vel á árinu 2014. Ragnar Nathanealson og Kristrún Rut Antonsdóttir fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á körfuboltavellinum sl. ár.
Kristrún Rut hefur verið fastamaður í Hamarsliðinu í Dominosdeildinni 2014 og hlaut viðurkenningu fyrir það og fyrir knattspyrnuiðkun sína þar sem Kristrún Rut, ásamst liði Selfoss, náði í bikarúrslitin 2014. Kristrún var fastamaður í liði Selfoss í Pepsídeild líkt og í Dominosdeildinni með Hamri.
Ragnar hefur verið áberandi á vellinum allt síðasta ár. Hann hefur verið það öflugar með Þór Þorlákshöfn í Dominosdeildinni að atvinnumennskan var handan við hornið og spilar Ragnar í dag með Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Ragnar var fastamaður í A-landsliðinu okkar sem vann sér rétt til þátttöku í úrslitum evrópukeppninnar, sem frægt er orðið. Systir Ragnars tók við viðurkenningu fh. bróður síns og er á myndinni ásamt Kristrúnu.