Sunddeild Hamars er farin af stað með vetrarstarfið. Öll börn sem vilja koma og prufa eru velkomin á æfingar í þessari viku og næstu, fram til 21. september. Opið er fyrir skráningar inn á hamar.felog.is, endilega skráið ykkar barn þar sem fyrst.  Þeir sem skrá sitt barn fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni.
 

Æfingatímar hjá sunddeildinni haustið 2018:


Yngri hópur (1.- 5. bekkur)
æfir á þriðjudögum kl. 16:15-17:00, fimmtudögum kl. 16:15-17:00 og föstudögum kl. 14:15 – 15:15.

Eldri hópur (6. bekkur og eldri) æfir á þriðjudögum kl. 17:00-18:30, fimmtudögum kl. 17:00-18:30 og á föstudögum kl. 14:15 – 15:15.

Við minnum einnig á skriðsundsnámskeiðið fyrir fullorðna sem nú er að byrja. Skráning og upplýsingar hjá Magnúsi 898-3067 eða maggitryggva@gmail.com

Sund er skemmtileg alhliða þjálfun sem byggir á góðri tækni, mýkt, liðleika, styrk og úthaldi. Öll þjálfun í deildinni er einstaklingsmiðuð.

Hægt er að fylgjast með starfi sunddeildarinnar m.a. á fésbókarsíðunni Sunddeild Hamars, Hveragerði.