KKd. Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Julian Nelson. Nelson kemur úr Coker Háskólanum og getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er sagður mikill skorari. Bundnar eru miklar vonir við kappann sem lendir á klakanum næstkomandi föstudag.
Hann var í byrjunarliði Coker Háskólans alla 28 leikina á síðustu leiktíð og var með 19 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði 20 stig eða meira í 16 af þessum 28 leikjum og er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu Coker Háskólans. Smá svona til gamans fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræði þættinum.
Fyrsti leikur Nelson verður væntalega strax á föstudagskvöld en Hamrsstrákarnir eru á leið norður á Greifamótið og spila þar þrjá leiki um næstu helgi. Fyrsti leikur í Íslandsmótinu verður svo 10. október á mót Val á Hlíðarenda.