Mikill fjöldi fólks var mætt í Hamarshöllina um helgina. Á Laugardaginn voru 7.flokkur karla og kvenna að keppa, á sunnudaginn var 6.flokkur karla. Um 800 keppendur frá 15 félögum mættu leiks um helgina. Mótið heppnaðist virkilega vel og var fólk hrifið af þeirri aðstöðu sem við Hvergerðingar höfum fyrir knattspyrnuiðkun.
Þetta mót mun klárlega verða haldið aftur að ári og vonandi verður þetta árlegur viðburður í framtíðinni!
Markmið mótsins var að allir færu heim með bros á vör eftir að hafa spilað skemmtilegan fótbolta. Úrslit leikjana voru ekki skráð, enda voru þau algjört aukaatriði!
Eftir mót fengu allir keppendur verðlaunapening, pítsu frá Hoflandsetrinu og íspinna frá Kjörís. Það voru allir keppendur ótrúlega ánægðir með og ætla að koma aftur að ári.
Mikið af foreldrum og sjálfboðaliðum úr Hveragerði hjálpuðu til við ýmis störf á mótinu. Þau lögðu á sig mikla vinnu til að mótið heppnaðist eins vel og það gerði.
Næstu helgi heldur fjörið áfram. Þá er komið að 6. fl kvenna og 5. fl karla og kvenna að spila á Jólamóti Kjörís.