Aðalfundur Blakdeildar Hamars fór fram í Skólamörkinni 8. febrúar. Góð mæting var á fundinum. Stjórn Blakdeildarinnar skipa Barbara Meyer, formaður, Anna Mazurek meðstjórnandi, Andri Þ. Ásgeirsson,gjaldkeri, Greta Sverrisdóttir, meðstjórnandi og Ingi B. Ingason, meðstjórnandi. Fyrir utan venjulegu aðalfundastjörf var kosið í stjórn og hlutu allir stjórnamenn endurkosningu. Veittar voru viðurkenningar fyrir vel unnin störf á árinu og hlaut Sigrún Kristjánsdóttir viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf sem sóttvarnafulltrúi Blakdeildarinnar. Elva Gunnlaugsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og mætingu, Barbara Meyer og Jakub Madej voru valin Blakmenn ársins 2020. Jakub gekk til liðs við Hamar síðasta sumar og hefur spilað alla leiki síðan og verið stigahæsti leikmaðurinn í þremur af fjórum leikjum og var m.a. valinn maður leiksins (MVP) í leik á móti Aftureldingu. Fjórir erlendir leikmenn spila með úrvalsdeildarliði Hamars. Myndin: fr.v. Elva Gunnlaugsdóttir, Barbara Meyer, Radoslaw Rybak þjálfari og Jakub Madej. Pólsku úrvalsdeildarleikmenn í Hamri mættu kampakátir á aðalfund blakdeildarinnar. Fr. v. Radoslaw Rybak, þjálfari, Damian Sapór uppspilari, Jakub Madej og Wiktor Mielczarek, kantsmassarar
Notice: Trying to access array offset on value of type bool in /var/www/vhosts/hamarsport.is/httpdocs/wordpress/wp-content/themes/enfold/template-builder.php on line 151