Hamar og KFS mættust í toppslag Lengjubikarsins í gær á Selfossvelli. Liðin voru jöfn að stigum með 6 stig hvor fyrir leikinn, KFS var með betri markatölu. KFS komst uppúr 4.deildinni í fyrra og munu spila í 3.deild í sumar. Nokkrir af leikmönnum Hamars frá síðasta tímabili spila með KFS og ætluðu þeir sér ekkert annað en sigur í þessum leik. Fyrir leikinn höfðu liðin mæst 9 sinnum í mótsleikjum á vegum KSÍ. Hamar hafði unnið fjóra, KFS unnið fjóra og einu sinni höfðu liðin gert jafntefli.

Mikill vindur var á vellinum í gær og stóð vindurinn í átt að öðru markinu. Hamarsmenn byrjuðu leikinn með vindinn í bakið. Leikmenn beggja liða reyndu eins og þeir gátu að spila boltanum með jörðinni og spila góðann fótbolta. Á 26. mínútu brunuðu Hamarsmenn í skyndisókn, boltinn barst á Brynjar Elí á hægri kantinum sem sendi svo frábæra fyrirgjöf inn í vítateig þar sem hin sjóðheiti Logi Geir var mættur til að stanga boltann inn. Mjög flott mark efir vel útfærða skyndisókn. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var lítið um marktækifæri í fyrri hálfleik. Leikmenn KFS voru pirraðir og fengu tveir leikmanna þeirra gullt spjald fyrir að slá til leikmanna Hamars. Í raun voru þeir stálheppnir að vera enþá inn á vellinum. Staðan var 0 – 1 Hamar í vil í hálfleik. Hamar spilaði svo gegn vindinum í seinni hálfleik. Hamarsmenn náðu ekki að spila boltanum nógu vel á milli sín í erfiðum aðstæðum, en vörðust hinsvegar vel saman sem lið. Á 55. mínútu fengu KFS hornspyrnu sem þeir nýttu vel og náðu að jafna leikinn. KFS héldu áfram að sækja að marki Hamars en Hamar héldu áfram að verjast vel. Á 61. mínútu fengu KFS svo mjög ódýra vítaspyrnu. Kom það í hlut Ingólfs Þórarinssonar fyrrverandi þjálfara Hamars að taka spyrnuna. Hlynur Kára gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna glæsilega frá Ingó. KFS héldu svo áfram að sækja að marki Hamarsmanna án árangurs. Hamar fengu svo nokkur mjög góð færi í lok leiks til að stela sigrinum en svo varð rauninn ekki. Lokatölur urðu 1 – 1. Nokkuð sanngjörn úrslit.

Staðan er því óbreytt í riðlinum þegar ein umferð er eftir. KFS  og Hamar eru í 1. og 2. sæti með 7. stig hvor, KFS er með betri markatölu.

Hamar mætir Vatnaliljunum á Selfossvelli á föstudaginn kl 19:00.

Byrjunarlið Hamars í leiknum:

Markvörður: Nikulás Snær

Varnarmenn: Hafþór Vilberg – Indriði Hrannar –  Tómas Aron – Aron Karl

Miðjumenn: Ölli – Máni – Frissi

Kantmenn: Arnar Þór – Brynjar Elí

Framherji: Logi Geir

Skiptingar:

46. Mín Nikulás (ÚT) – Hlynur (INN)

67 Mín Brynjar Elí (ÚT) – Ásgeir (INN)

72 Mín Aron Karl (ÚT) – Friðbjörn (INN)

Ónotaðir varamenn:

Kristmar og Steini.