Á aðalfundi Hamars, sunnudaginn 28.febrúar voru heiðraðir íþróttamenn deilda og Íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015.
Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu:
Hrund Guðmundsdóttir, badminton
Dagný Jónasdóttir, blak
Örn Sigurðarson, körfuknattleikur
Daníel Rögnvaldsson, knattspyrna
Dagbjartur Kristjánsson, sund
Natalía Rut Einarsdóttir, fimleikar
Hrund Guðmundsdóttir hlaut titilinn íþróttamaður Hamars fyrir árið 2015.
Á fundinum fékk Gísli Garðarsson sérstaka viðurkenningu sem heiðursfélagi Hamars. Gísli hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna allt frá árinu 1980. Gísli er einn af stofnfélögum Hamars og er svo sannarlega vel að nafnbótinni komin. Aðeins einu sinni áður hefur samskonar viðurkenning verið veitt, það var á afmælisári Hamars. Viðurkenninguna 2012 fékk Kjartan Kjartansson.
Á fundinum var Hjalti Helgason endurkjörin formaður. Aðrir í stjórn eru, Daði Steinn Arnarsson, Dagrún Ösp Össurardóttir, Svala Ásgeirsdóttir og Hjalti Valur Þorsteinsson. Dagrún,Svala og Hjalti Valur koma öll ný inn í stjórn.
Álfhildur Þorsteinsdóttir, Erla Pálmadóttir og Friðrik Sigurbjörnsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðalstjórn Hamars þakkar þeim fyrir góð störf.