Ingólfur Þórarinsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokk Hamars í knattspyrnu. Ingólfur er að góðu kunnur á knattspyrnuvellinum sem og utanvallar en hann mun vera spilandi þjálfari hér í Hveragerði enda á besta aldri og átti gott sl. sumar í uppeldisfélagi sínu Selfoss en hann hefur auk þess spilað með Fram og Víking Reykjavík.Ævar Sigurðsson formaður Knattspyrnudeildar Hamars undirritaði samninginn fh. Hamars við bestu aðstæður í Hamarshöllinni sem ætti að geta nýst nýjum þjálfara og hans liði vel í vetur.  Nú hefst vinna þjálfara og forsvarsmanna deildarinnar í  leikmannamálum en Hamar spilar sem kunnugt er í 3.deildinni 2014 eftir fall úr 2.deildinni nú í haust.

Stutt viðtal er við Ingó hér á fotbolti.net en Knattspyrnudeild Hamars býður Ingólf velkominn til starfa.

Á meðfylgjandi mynd er Ævar og Ingó eftir undirskrift