Seinni hluti HSK móts kvenna í blaki fór fram á Laugarvatni í gær.
Sjö lið voru skráð til leiks og var leikin einföld umferð í tveimur hlutum.
Hamar 1 og Dímon/Hekla 1 voru bæði taplaus eftir fyrri hlutann og allar líkur á að lokaleikur mótsins, á milli þessara tveggja liða, yrði úrslitaleikur.
Það var raunin og Hamar 1 sigraði Dímon/Heklu 2-1 eftir oddahrinu í skemmtilegum leik.
Hamar 2 varð svo efst þeirra félaga sem sendu 2 lið til keppni.
Flottur árangur hjá kvennaliðunum sem hefja nú undirbúning fyrir Íslandsmót öldunga.
Lokastaða mótsins varð þessi;
1.sæti Hamar 1 með 17 stig
2.sæti Dímon/Hekla 1 með 15 stig
3.sæti UMFL með 10 stig
4.sæti Hrunamenn 2 með 10 stig
5.sæti Hamar 2 með 5 stig
6.sæti Dímon/Hekla 2 með 3 stig
7.sæti Hrunamenn 1 með 2 stig