Hamar hefur samið við Hollendinginn Ruud Lutterman um að
leika með liðinu á komandi tímabili í Fyrstu deild karla.
Ruud er rúmlega tveggja metra kraftframherji sem kemur til
liðsins eftir fjögurra ára nám í Ameríska háskólaboltanum.
Ruud sem er 23 ára gamall lék með bæði U20 og U18 ára
landsliðum Hollendinga og kemur til landsins í lok sumars.