Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði þann 5. júní  og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks. Það voru liðsmenn frá Hamri, Selfossi og Suðra sem stungu sér til sunds að þessu sinni.

Góð stemming var á mótinu og gaman að sjá keppendur leggja sig alla fram við að reyna að ná sínum besta árangri.

Úrslit í stigakeppni mótsins urðu þau að Selfoss vann með 82 stig, Hamar fékk 54 stig og Suðri 11 stig.

Keppendum eru færðar þakkir fyrir þátttökuna sem og þeim foreldrum sem aðstoðuð við framkvæmd mótsins.
Starfsfólkinu í Laugaskarði eru einnig færðar miklar þakkir fyrir góða aðstoð og frábærar móttökur.

Myndir frá mótinu má sjá á fésbókarsíðu Sunddeildar Hamars: 

https://www.facebook.com/sunddeildhamars/