Í gær var dregið í 8 – liða úrslitum Kjörísbikarsins og var karlalið Hamars í pottinum.
Svo fór að Hamar, sem er í toppbaráttunni í 1. og næstefstu deild, dróst á móti Aftureldingu sem er um miðja úrvalsdeild.
Það má því búast við hörku viðureign og aldrei að vita nema Hamar endi sem eitt af 4 liðum í Laugardalshöllinni á bikarhelgi BLÍ.
Leikurinn við Aftureldingu fer fram 9. mars kl. 20:00 í íþróttahúsinu við Skólamörk.